Mið-Íslandi meinaður aðgangur að Leifsstöð 27. mars 2012 12:00 „Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
„Ég verð eiginlega bara pirraður þegar ég tala um þetta," segir Ragnar Hansson, leikstjóri gamanþátta Mið-Íslandhópsins, sem fékk ekki að taka upp í Leifsstöð þegar tökur stóðu yfir síðastliðið haust. Hópurinn þurfti að taka upp atriði í flugstöð og framleiðslufyrirtækið lagði því inn umsókn hjá Isavia til að fá leyfi fyrir tökum í Leifsstöð. Tökuliðið fór á fund með öryggisfulltrúa flugstöðvarinnar sem var boðinn og búinn að hjálpa þeim. Ragnar varð því mjög hissa þegar umsókninni var að lokum synjað og Mið-Ísland hópnum því bannað að taka upp í Leifsstöð. „Við vorum ekki að biðja um leyfi fyrir að taka upp á stöðum sem hefur ekki verið tekið upp á áður. Mér finnst þetta mjög skrýtið og skil ekki hvers vegna ríkisstyrktu verkefni eins og þessu sé meinaður aðgangur að einu millilandaflugstöð landsins. Það er ekki auðvelt að skapa svona umhverfi og varla hægt að fara á Reykjavíkurflugvöll sem er eins og bílskúr," segir Ragnar sem var það pirraður yfir ákvörðun Isavia að hann hóf að grennslast fyrir um ástæðu synjunarinnar, meðal annars hjá innanríkisráðuneytinu. „Þar fékk ég staðfestingu á því að stjórnendur Isavia, sem taka ákvarðarnir eins og þessa, voru einfaldlega ekki hrifnir af þessari tegund af gríni. Þetta var eins og þeir vildu ritstýra okkur," segir Ragnar og bætir við að hann hafi öruggar heimildir fyrir því að Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra hafi blöskrað framferði Isavia í málinu og komið þeim skoðunum sínum á framfæri. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að ekki leyfilegt að taka upp við öryggishlið flugstöðvarinnar af öryggisástæðum. „Við förum eftir ákveðnum starfsreglum í þessum málum og skoðum hvert tilvik sérstaklega. Nú þekki ég ekki þetta tiltekna mál en þær útskýringar sem þeir fengu með synjunni hljóta að standa," segir hann. Atriðið sem um ræðir er mjög saklaust að sögn Ragnars en það fjallar um mann sem er á leiðinni til London en tollverðir og öryggishlið flækja för hans með ýmsum hætti. „Þetta er mjög einfalt grín og atriðið var ekki beint í uppáhaldi í fyrstu. Eftir þetta vesen varð ég hins vegar harðákveðinn í að taka það upp og við bjuggum bara til okkar eigin flugstöð með einhverju skítamixi. Nú er atriðið eitt það besta í þættinum að mínu mati," segir Ragnar en umrætt atriði má sjá á fimmtudaginn kemur þegar Mið-Ísland hópurinn beinir sjónum sínum að gríni tengdu flugsamgöngum. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira