Ákærðir fyrir flókin og stórfelld fjársvik 27. mars 2012 04:00 Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sagðist sumarið 2009 ætla að leita leiða til að endurheimta féð sem mennirnir sviku út. Fréttablaðið/gva Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Mennirnir eru fæddir á árunum 1986 til 1990. Tveir þeirra voru handteknir 22. júlí 2009 og hinir tveir nokkrum dögum seinna við komuna frá Spáni. Þeir sátu allir í gæsluvarðhaldi um skeið. Málið var upphaflega rannsakað af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, en færðist til sérstaks saksóknara við sameiningu embættanna. Svikin sem þeir hafa verið ákærðir fyrir voru flókin og kröfðust margþætts undirbúnings. Þeir byrjuðu á því að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga með fölsuðum tilkynningum til Fyrirtækjaskrár. Með tilkynningunum skipuðu þeir sjálfa sig í stjórnir félaganna og gerðu sig að prókúruhöfum án vitundar eigendanna. Til þess þurftu þeir að falsa undirskriftir raunverulegra forsvarsmanna félaganna. Þeir drógu sér síðan fé af reikningum félaganna tveggja. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa falsað kaupsamninga að tveimur íbúðum í eigu félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Á samningana skrifuðu þeir nöfn einstaklinga sem komu þeim, húsnæðinu eða félögunum ekkert við, og síðan slógu þeir lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði í nafni fólksins. Lánin tvö námu samtals ríflega fjörutíu milljónum króna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa stungið undan. Misferlið sem mennirnir sæta ákæru fyrir nemur samkvæmt heimildum blaðsins í heild um fimmtíu milljónum króna. Ákæran hefur ekki verið birt sakborningunum og Fréttablaðið hefur hana ekki undir höndum. Hún verður þingfest í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins eru tveir mannanna ákærðir fyrir stærri þátt í brotunum en hinir. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ungum mönnum fyrir stórfelld og flókin fjársvik og fjárdrátt sem í heild nema tugum milljóna króna. Lögregla hefur rannsakað málið frá því um sumarið 2009, eða í rúmlega tvö og hálft ár. Mennirnir eru fæddir á árunum 1986 til 1990. Tveir þeirra voru handteknir 22. júlí 2009 og hinir tveir nokkrum dögum seinna við komuna frá Spáni. Þeir sátu allir í gæsluvarðhaldi um skeið. Málið var upphaflega rannsakað af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, en færðist til sérstaks saksóknara við sameiningu embættanna. Svikin sem þeir hafa verið ákærðir fyrir voru flókin og kröfðust margþætts undirbúnings. Þeir byrjuðu á því að taka yfir stjórn tveggja eignarhaldsfélaga með fölsuðum tilkynningum til Fyrirtækjaskrár. Með tilkynningunum skipuðu þeir sjálfa sig í stjórnir félaganna og gerðu sig að prókúruhöfum án vitundar eigendanna. Til þess þurftu þeir að falsa undirskriftir raunverulegra forsvarsmanna félaganna. Þeir drógu sér síðan fé af reikningum félaganna tveggja. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa falsað kaupsamninga að tveimur íbúðum í eigu félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Á samningana skrifuðu þeir nöfn einstaklinga sem komu þeim, húsnæðinu eða félögunum ekkert við, og síðan slógu þeir lán fyrir kaupunum hjá Íbúðalánasjóði í nafni fólksins. Lánin tvö námu samtals ríflega fjörutíu milljónum króna, sem mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa stungið undan. Misferlið sem mennirnir sæta ákæru fyrir nemur samkvæmt heimildum blaðsins í heild um fimmtíu milljónum króna. Ákæran hefur ekki verið birt sakborningunum og Fréttablaðið hefur hana ekki undir höndum. Hún verður þingfest í næstu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins eru tveir mannanna ákærðir fyrir stærri þátt í brotunum en hinir. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent