Jóla-jóla – Jólamatur, jólastress og jólakíló dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2012 06:00 Desembermánuði fylgja margar freistingar. Við erum misviðkvæm fyrir freistingum og utanaðkomandi áreiti, en hefðir og matarmenning kalla þó líklega fram löngun í ákveðinn mat hjá flestum. Aðventan einkennist hjá mörgum af minni tíma til að sinna daglegri hreyfingu, boð og samkomur ýta undir að meira sé borðað en ella og maturinn er annar en venjulega. Ofan á allt er svo setið lengur við matarborðið, margir borða af hlaðborðum og hefðin gerir ráð fyrir að mikið sé borðað og skammtar stórir. Það þarf svo sem ekki að hafa af því áhyggjur þótt við bregðum út af vananum og belgjum okkur út af þungum mat í örfáa daga á ári, en það er staðreynd að hjá flestum er meira og minna allur desembermánuður og jafnvel síðasta vika nóvembermánaðar undirlögð af veislumat. Í stórri rannsókn þar sem fylgst var með rúmlega 220.000 einstaklingum á tólf ára tímabili kom í ljós að dauðsföll af völdum hjartaáfalls voru mun fleiri í desember og janúar en aðra mánuði ársins. Hugsanlegar ástæður voru meðal annars taldar árstímabundin streita og ofát yfir hátíðarnar.Vikur sem vega þungt Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þyngdaraukningu síðustu sex vikur ársins benda til að flest fólk bæti ekki á sig mikilli líkamsþyngd á þessum tíma, þótt tilfinningin sé oft sú að kílóunum hafi fjölgað þar sem mataræðið og lífsstíllinn er frábrugðinn öðrum mánuðum ársins. Nokkrar rannsóknir benda þó til að jafnvel þótt um litla þyngdaraukningu sé að ræða þá vegi þessar sex vikur nokkuð þungt miðað við restina af árinu og eigi sinn þátt í því að fólk þyngist smám saman á lífsleiðinni. Hins vegar eru það frekar þeir sem eru vel yfir kjörþyngd eða hafa verið að reyna að grennast sem bæta við þyngd sína á þessum árstíma og eiga erfiðara með að ná aftur fyrri þyngd eftir jólahaldið. Þetta á við bæði um börn og fullorðna. Vísbendingar hafa jafnframt komið fram um að jafnvel án mikillar þyngdaraukningar virðist kviðfita, sem tengd hefur verið við ýmsa lífsstílssjúkdóma, eiga greiðari leið í þeirri ofgnótt hitaeininga sem borðaðar eru á sama tíma og hreyfing vill gjarnan vera minni en ella og streita er mikil. Önnur frí svo sem sumarfríið geta haft sambærileg áhrif, en þar vegur væntanlega hvað þyngst að við dettum út úr hefðbundnu dagsskipulagi og losna vill um daglegar venjur og reglur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga og styðja við góða heilsuhegðun alla mánuði ársins.Fjölskylduboð og félagsskapur Rannsóknir sýna að fjölskylduboð og félagsskapur auka líkurnar á að daglegar venjur fari úr skorðum, ekki síst hjá þeim sem eiga við offitu að stríða. Með því að halda skrá eða fylgjast meðvitað með mataræði og hreyfingu þessar vikur aukast líkur á að fyrri árangri sé haldið. Matvæli tengd jólahaldinu innihalda oft á tíðum meira af hitaeiningum miðað við þyngd, og eru því orkuþéttari en hversdagsmatur hinna mánaðanna. Sum matvara er nánast bundin við jólin eingöngu og lítið borðuð aðra daga ársins, svo sem laufabrauð, hangikjöt og fleira, en annar matur er á borðum stóran hluta ársins og jafnvel bara hengt forskeytið „jóla-“ framan við til að koma matnum í réttan búning. Þannig fáum við t.d. jólabjór, jólajógúrt, jólasíld og jólaepli. Í umræðu um hollustu og holdafar er mikilvægt að hafa í huga að það snýst ekki eingöngu um fæðuvalið heldur skiptir magnið líka máli. Þótt vissulega geti það verið kostur að breyta uppskriftum og skipta þeim óhollari út fyrir hollustunammi og heilsusmákökur, þá eru flestar smákökur mjög orkuríkar og því skiptir mestu máli að hafa þær litlar og borða fáar. Ef hollustuuppskriftirnar verða hrein viðbót í staðinn fyrir að koma í stað annarra er hætt við að ávinningurinn sé lítill. Þar sem að jólin eru svo bundin við hefðir og minningar er kannski bara betra að baka færri sortir í smærra upplagi og njóta uppáhaldssortanna í smáum skömmtum. Hollustan veltur ekki á einstaka fæðutegund heldur á heildinni, bæði samsetningunni og magninu. Hugað að heilsunni með jólamatnum l Ekki sleppa morgunmatnum l Gera ráð fyrir grænmeti með jólamatnum l Ávexti í eftirrétt og millibita l Léttari mat dagana á milli veisluhalda l Huga að matreiðsluaðferðum l Glöggin getur líka verið óáfeng l Velja aðeins það besta – sleppa því hversdagslega l Vatn í glasið í stað orkumeiri drykkja – að minnsta kosti í annað hvert skipti l Borða hægt og njóta matarins l Bjóða gestum í göngu fyrir matinn l…og dansa í kringum jólatréð! Skrifað í tilefni 10 ára afmælis FFO – Félags fagfólks um offitu, 12.d esember 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Desembermánuði fylgja margar freistingar. Við erum misviðkvæm fyrir freistingum og utanaðkomandi áreiti, en hefðir og matarmenning kalla þó líklega fram löngun í ákveðinn mat hjá flestum. Aðventan einkennist hjá mörgum af minni tíma til að sinna daglegri hreyfingu, boð og samkomur ýta undir að meira sé borðað en ella og maturinn er annar en venjulega. Ofan á allt er svo setið lengur við matarborðið, margir borða af hlaðborðum og hefðin gerir ráð fyrir að mikið sé borðað og skammtar stórir. Það þarf svo sem ekki að hafa af því áhyggjur þótt við bregðum út af vananum og belgjum okkur út af þungum mat í örfáa daga á ári, en það er staðreynd að hjá flestum er meira og minna allur desembermánuður og jafnvel síðasta vika nóvembermánaðar undirlögð af veislumat. Í stórri rannsókn þar sem fylgst var með rúmlega 220.000 einstaklingum á tólf ára tímabili kom í ljós að dauðsföll af völdum hjartaáfalls voru mun fleiri í desember og janúar en aðra mánuði ársins. Hugsanlegar ástæður voru meðal annars taldar árstímabundin streita og ofát yfir hátíðarnar.Vikur sem vega þungt Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þyngdaraukningu síðustu sex vikur ársins benda til að flest fólk bæti ekki á sig mikilli líkamsþyngd á þessum tíma, þótt tilfinningin sé oft sú að kílóunum hafi fjölgað þar sem mataræðið og lífsstíllinn er frábrugðinn öðrum mánuðum ársins. Nokkrar rannsóknir benda þó til að jafnvel þótt um litla þyngdaraukningu sé að ræða þá vegi þessar sex vikur nokkuð þungt miðað við restina af árinu og eigi sinn þátt í því að fólk þyngist smám saman á lífsleiðinni. Hins vegar eru það frekar þeir sem eru vel yfir kjörþyngd eða hafa verið að reyna að grennast sem bæta við þyngd sína á þessum árstíma og eiga erfiðara með að ná aftur fyrri þyngd eftir jólahaldið. Þetta á við bæði um börn og fullorðna. Vísbendingar hafa jafnframt komið fram um að jafnvel án mikillar þyngdaraukningar virðist kviðfita, sem tengd hefur verið við ýmsa lífsstílssjúkdóma, eiga greiðari leið í þeirri ofgnótt hitaeininga sem borðaðar eru á sama tíma og hreyfing vill gjarnan vera minni en ella og streita er mikil. Önnur frí svo sem sumarfríið geta haft sambærileg áhrif, en þar vegur væntanlega hvað þyngst að við dettum út úr hefðbundnu dagsskipulagi og losna vill um daglegar venjur og reglur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga og styðja við góða heilsuhegðun alla mánuði ársins.Fjölskylduboð og félagsskapur Rannsóknir sýna að fjölskylduboð og félagsskapur auka líkurnar á að daglegar venjur fari úr skorðum, ekki síst hjá þeim sem eiga við offitu að stríða. Með því að halda skrá eða fylgjast meðvitað með mataræði og hreyfingu þessar vikur aukast líkur á að fyrri árangri sé haldið. Matvæli tengd jólahaldinu innihalda oft á tíðum meira af hitaeiningum miðað við þyngd, og eru því orkuþéttari en hversdagsmatur hinna mánaðanna. Sum matvara er nánast bundin við jólin eingöngu og lítið borðuð aðra daga ársins, svo sem laufabrauð, hangikjöt og fleira, en annar matur er á borðum stóran hluta ársins og jafnvel bara hengt forskeytið „jóla-“ framan við til að koma matnum í réttan búning. Þannig fáum við t.d. jólabjór, jólajógúrt, jólasíld og jólaepli. Í umræðu um hollustu og holdafar er mikilvægt að hafa í huga að það snýst ekki eingöngu um fæðuvalið heldur skiptir magnið líka máli. Þótt vissulega geti það verið kostur að breyta uppskriftum og skipta þeim óhollari út fyrir hollustunammi og heilsusmákökur, þá eru flestar smákökur mjög orkuríkar og því skiptir mestu máli að hafa þær litlar og borða fáar. Ef hollustuuppskriftirnar verða hrein viðbót í staðinn fyrir að koma í stað annarra er hætt við að ávinningurinn sé lítill. Þar sem að jólin eru svo bundin við hefðir og minningar er kannski bara betra að baka færri sortir í smærra upplagi og njóta uppáhaldssortanna í smáum skömmtum. Hollustan veltur ekki á einstaka fæðutegund heldur á heildinni, bæði samsetningunni og magninu. Hugað að heilsunni með jólamatnum l Ekki sleppa morgunmatnum l Gera ráð fyrir grænmeti með jólamatnum l Ávexti í eftirrétt og millibita l Léttari mat dagana á milli veisluhalda l Huga að matreiðsluaðferðum l Glöggin getur líka verið óáfeng l Velja aðeins það besta – sleppa því hversdagslega l Vatn í glasið í stað orkumeiri drykkja – að minnsta kosti í annað hvert skipti l Borða hægt og njóta matarins l Bjóða gestum í göngu fyrir matinn l…og dansa í kringum jólatréð! Skrifað í tilefni 10 ára afmælis FFO – Félags fagfólks um offitu, 12.d esember 2012.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun