Markvisst forvarnarstarf Sigríður Björnsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Þrjátíu og fimm þúsund manns, börn, unglingar og fullorðnir, hafa fengið fræðslu frá Blátt áfram á þeim sjö árum sem samtökin hafa starfað. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á þessum árum og umræða og ábyrgð fullorðinna hefur aukist. Blátt áfram býður upp á fræðslu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskóla landsins; fyrirlestra og námskeið fyrir fullorðna, lífsleikni fyrir unglinga, brúðuleikhús og teiknimynd fyrir yngstu börnin. Fræðslan er fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið og við sjáum það enn í dag hversu misvel skólar eru undir það búnir að vernda börn. Þar sem ekki hefur verið markvisst nám í forvörnum í grunnnámi kennslustétta er ekki hægt að álasa þeim sem starfa í skólum landsins. Verndarar barna, námskeið Blátt áfram, breytir hegðun og viðhorfi starfsfólks til barnanna og vitað er að fjöldi tilkynninga hefur aukist eftir að skólar fengu fræðslu. Mikill fjöldi af símtölum til Blátt áfram kemur frá foreldrum og einstaklingum sem starfa með börnum og unglingum. Óöryggi þeirra er helst gagnvart óæskilegri hegðun barna og unglinga eða grun um kynferðisofbeldi. Erfiðast hefur verið að ná til foreldra og hafa því samtökin ávallt haldið uppi fræðslunni í skólum landsins. Starfsfólk er einnig foreldrar og þannig hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin og til barnanna. Með auglýsingum í fjölmiðlum hefur okkur einnig tekist að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og að þeir einstaklingar, börn jafnt sem fullorðnir, átta sig á því hvað kynferðislegt ofbeldi er og hve mikilvægt það er að leita sér hjálpar. Blátt áfram er í góðu samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum og er fólki ávallt vísað til þeirra. Gerðar verða rannsóknir á fræðslu Blátt áfram í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Verið er vinna að því að setja upp hjálparsíma í samstarfi við Rauða kross Íslands og Stop it Now í Bandaríkjunum og Englandi. Símalínan er fyrir aðstandendur barna sem sýna óæskilega hegðun og gerendur sem vilja leita sér aðstoðar. Koma að því sálfræðingar hér á landi sem vinna með gerendum. Birtar hafa verið greinar í fjölmiðlum þar sem segir að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi og vill Blátt áfram leiðrétta það. Blátt áfram er eina félagið sem heldur úti forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi og hefur gert það síðan 2004. Fjöldi skóla sem fær árlega fræðslu fyrir nemendur er að aukast. Blátt áfram er rekið af styrkjum og höfum við náð að bjóða upp á hluta af fræðslunni skólum að kostnaðarlausu og teljum mikilvægt að stjórnvöld leggi til fjármagn fyrir stofnanir til að fá markvissari fræðslu. Hins vegar erum við sammála því að fjármagn frá stjórnvöldum er og hefur ekki verið nægilegt til að skólar geti boðið upp á forvarnarfræðslu reglulega. Blátt áfram telur mikilvægt að allar stofnanir skyldi starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum á námskeið þar sem það fær þjálfun í hvernig meðvitað umhverfi eykur öryggi barna. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt er að börn og unglingar fái fræðslu. Reynslan sýnir að um 10 % barna og unglinga leita sér aðstoðar í kjölfar fræðslu Blátt áfram. Slík fræðsla ætti að okkar mati að vera sett í námsskrá skóla, þannig að það sé ekki val einstakra skóla hvort þeir gefi sér tíma til að sinna því mikilvæga hlutverki að hlúa að öryggi barna. Blátt áfram vill þakka forráðamönnum þeirra skóla og íþróttafélaga fyrir það góða fordæmi og þá skýru afstöðu til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa sýnt með því að sækja forvarnarfræðslu til Blátt áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þrjátíu og fimm þúsund manns, börn, unglingar og fullorðnir, hafa fengið fræðslu frá Blátt áfram á þeim sjö árum sem samtökin hafa starfað. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á þessum árum og umræða og ábyrgð fullorðinna hefur aukist. Blátt áfram býður upp á fræðslu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskóla landsins; fyrirlestra og námskeið fyrir fullorðna, lífsleikni fyrir unglinga, brúðuleikhús og teiknimynd fyrir yngstu börnin. Fræðslan er fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið og við sjáum það enn í dag hversu misvel skólar eru undir það búnir að vernda börn. Þar sem ekki hefur verið markvisst nám í forvörnum í grunnnámi kennslustétta er ekki hægt að álasa þeim sem starfa í skólum landsins. Verndarar barna, námskeið Blátt áfram, breytir hegðun og viðhorfi starfsfólks til barnanna og vitað er að fjöldi tilkynninga hefur aukist eftir að skólar fengu fræðslu. Mikill fjöldi af símtölum til Blátt áfram kemur frá foreldrum og einstaklingum sem starfa með börnum og unglingum. Óöryggi þeirra er helst gagnvart óæskilegri hegðun barna og unglinga eða grun um kynferðisofbeldi. Erfiðast hefur verið að ná til foreldra og hafa því samtökin ávallt haldið uppi fræðslunni í skólum landsins. Starfsfólk er einnig foreldrar og þannig hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin og til barnanna. Með auglýsingum í fjölmiðlum hefur okkur einnig tekist að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og að þeir einstaklingar, börn jafnt sem fullorðnir, átta sig á því hvað kynferðislegt ofbeldi er og hve mikilvægt það er að leita sér hjálpar. Blátt áfram er í góðu samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum og er fólki ávallt vísað til þeirra. Gerðar verða rannsóknir á fræðslu Blátt áfram í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Verið er vinna að því að setja upp hjálparsíma í samstarfi við Rauða kross Íslands og Stop it Now í Bandaríkjunum og Englandi. Símalínan er fyrir aðstandendur barna sem sýna óæskilega hegðun og gerendur sem vilja leita sér aðstoðar. Koma að því sálfræðingar hér á landi sem vinna með gerendum. Birtar hafa verið greinar í fjölmiðlum þar sem segir að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi og vill Blátt áfram leiðrétta það. Blátt áfram er eina félagið sem heldur úti forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi og hefur gert það síðan 2004. Fjöldi skóla sem fær árlega fræðslu fyrir nemendur er að aukast. Blátt áfram er rekið af styrkjum og höfum við náð að bjóða upp á hluta af fræðslunni skólum að kostnaðarlausu og teljum mikilvægt að stjórnvöld leggi til fjármagn fyrir stofnanir til að fá markvissari fræðslu. Hins vegar erum við sammála því að fjármagn frá stjórnvöldum er og hefur ekki verið nægilegt til að skólar geti boðið upp á forvarnarfræðslu reglulega. Blátt áfram telur mikilvægt að allar stofnanir skyldi starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum á námskeið þar sem það fær þjálfun í hvernig meðvitað umhverfi eykur öryggi barna. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt er að börn og unglingar fái fræðslu. Reynslan sýnir að um 10 % barna og unglinga leita sér aðstoðar í kjölfar fræðslu Blátt áfram. Slík fræðsla ætti að okkar mati að vera sett í námsskrá skóla, þannig að það sé ekki val einstakra skóla hvort þeir gefi sér tíma til að sinna því mikilvæga hlutverki að hlúa að öryggi barna. Blátt áfram vill þakka forráðamönnum þeirra skóla og íþróttafélaga fyrir það góða fordæmi og þá skýru afstöðu til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa sýnt með því að sækja forvarnarfræðslu til Blátt áfram.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun