Markvisst forvarnarstarf Sigríður Björnsdóttir skrifar 3. janúar 2012 06:00 Þrjátíu og fimm þúsund manns, börn, unglingar og fullorðnir, hafa fengið fræðslu frá Blátt áfram á þeim sjö árum sem samtökin hafa starfað. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á þessum árum og umræða og ábyrgð fullorðinna hefur aukist. Blátt áfram býður upp á fræðslu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskóla landsins; fyrirlestra og námskeið fyrir fullorðna, lífsleikni fyrir unglinga, brúðuleikhús og teiknimynd fyrir yngstu börnin. Fræðslan er fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið og við sjáum það enn í dag hversu misvel skólar eru undir það búnir að vernda börn. Þar sem ekki hefur verið markvisst nám í forvörnum í grunnnámi kennslustétta er ekki hægt að álasa þeim sem starfa í skólum landsins. Verndarar barna, námskeið Blátt áfram, breytir hegðun og viðhorfi starfsfólks til barnanna og vitað er að fjöldi tilkynninga hefur aukist eftir að skólar fengu fræðslu. Mikill fjöldi af símtölum til Blátt áfram kemur frá foreldrum og einstaklingum sem starfa með börnum og unglingum. Óöryggi þeirra er helst gagnvart óæskilegri hegðun barna og unglinga eða grun um kynferðisofbeldi. Erfiðast hefur verið að ná til foreldra og hafa því samtökin ávallt haldið uppi fræðslunni í skólum landsins. Starfsfólk er einnig foreldrar og þannig hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin og til barnanna. Með auglýsingum í fjölmiðlum hefur okkur einnig tekist að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og að þeir einstaklingar, börn jafnt sem fullorðnir, átta sig á því hvað kynferðislegt ofbeldi er og hve mikilvægt það er að leita sér hjálpar. Blátt áfram er í góðu samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum og er fólki ávallt vísað til þeirra. Gerðar verða rannsóknir á fræðslu Blátt áfram í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Verið er vinna að því að setja upp hjálparsíma í samstarfi við Rauða kross Íslands og Stop it Now í Bandaríkjunum og Englandi. Símalínan er fyrir aðstandendur barna sem sýna óæskilega hegðun og gerendur sem vilja leita sér aðstoðar. Koma að því sálfræðingar hér á landi sem vinna með gerendum. Birtar hafa verið greinar í fjölmiðlum þar sem segir að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi og vill Blátt áfram leiðrétta það. Blátt áfram er eina félagið sem heldur úti forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi og hefur gert það síðan 2004. Fjöldi skóla sem fær árlega fræðslu fyrir nemendur er að aukast. Blátt áfram er rekið af styrkjum og höfum við náð að bjóða upp á hluta af fræðslunni skólum að kostnaðarlausu og teljum mikilvægt að stjórnvöld leggi til fjármagn fyrir stofnanir til að fá markvissari fræðslu. Hins vegar erum við sammála því að fjármagn frá stjórnvöldum er og hefur ekki verið nægilegt til að skólar geti boðið upp á forvarnarfræðslu reglulega. Blátt áfram telur mikilvægt að allar stofnanir skyldi starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum á námskeið þar sem það fær þjálfun í hvernig meðvitað umhverfi eykur öryggi barna. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt er að börn og unglingar fái fræðslu. Reynslan sýnir að um 10 % barna og unglinga leita sér aðstoðar í kjölfar fræðslu Blátt áfram. Slík fræðsla ætti að okkar mati að vera sett í námsskrá skóla, þannig að það sé ekki val einstakra skóla hvort þeir gefi sér tíma til að sinna því mikilvæga hlutverki að hlúa að öryggi barna. Blátt áfram vill þakka forráðamönnum þeirra skóla og íþróttafélaga fyrir það góða fordæmi og þá skýru afstöðu til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa sýnt með því að sækja forvarnarfræðslu til Blátt áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu og fimm þúsund manns, börn, unglingar og fullorðnir, hafa fengið fræðslu frá Blátt áfram á þeim sjö árum sem samtökin hafa starfað. Vitundarvakning hefur orðið í samfélaginu á þessum árum og umræða og ábyrgð fullorðinna hefur aukist. Blátt áfram býður upp á fræðslu fyrir grunn-, leik- og framhaldsskóla landsins; fyrirlestra og námskeið fyrir fullorðna, lífsleikni fyrir unglinga, brúðuleikhús og teiknimynd fyrir yngstu börnin. Fræðslan er fyrst og fremst fyrir fullorðna fólkið og við sjáum það enn í dag hversu misvel skólar eru undir það búnir að vernda börn. Þar sem ekki hefur verið markvisst nám í forvörnum í grunnnámi kennslustétta er ekki hægt að álasa þeim sem starfa í skólum landsins. Verndarar barna, námskeið Blátt áfram, breytir hegðun og viðhorfi starfsfólks til barnanna og vitað er að fjöldi tilkynninga hefur aukist eftir að skólar fengu fræðslu. Mikill fjöldi af símtölum til Blátt áfram kemur frá foreldrum og einstaklingum sem starfa með börnum og unglingum. Óöryggi þeirra er helst gagnvart óæskilegri hegðun barna og unglinga eða grun um kynferðisofbeldi. Erfiðast hefur verið að ná til foreldra og hafa því samtökin ávallt haldið uppi fræðslunni í skólum landsins. Starfsfólk er einnig foreldrar og þannig hefur fræðslan skilað sér inn á heimilin og til barnanna. Með auglýsingum í fjölmiðlum hefur okkur einnig tekist að ná til þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi og að þeir einstaklingar, börn jafnt sem fullorðnir, átta sig á því hvað kynferðislegt ofbeldi er og hve mikilvægt það er að leita sér hjálpar. Blátt áfram er í góðu samstarfi við helstu sérfræðinga landsins í málaflokknum og er fólki ávallt vísað til þeirra. Gerðar verða rannsóknir á fræðslu Blátt áfram í samstarfi við Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Verið er vinna að því að setja upp hjálparsíma í samstarfi við Rauða kross Íslands og Stop it Now í Bandaríkjunum og Englandi. Símalínan er fyrir aðstandendur barna sem sýna óæskilega hegðun og gerendur sem vilja leita sér aðstoðar. Koma að því sálfræðingar hér á landi sem vinna með gerendum. Birtar hafa verið greinar í fjölmiðlum þar sem segir að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi og vill Blátt áfram leiðrétta það. Blátt áfram er eina félagið sem heldur úti forvarnarstarfi gegn kynferðislegu ofbeldi á Íslandi og hefur gert það síðan 2004. Fjöldi skóla sem fær árlega fræðslu fyrir nemendur er að aukast. Blátt áfram er rekið af styrkjum og höfum við náð að bjóða upp á hluta af fræðslunni skólum að kostnaðarlausu og teljum mikilvægt að stjórnvöld leggi til fjármagn fyrir stofnanir til að fá markvissari fræðslu. Hins vegar erum við sammála því að fjármagn frá stjórnvöldum er og hefur ekki verið nægilegt til að skólar geti boðið upp á forvarnarfræðslu reglulega. Blátt áfram telur mikilvægt að allar stofnanir skyldi starfsfólk sem starfar með börnum og unglingum á námskeið þar sem það fær þjálfun í hvernig meðvitað umhverfi eykur öryggi barna. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt er að börn og unglingar fái fræðslu. Reynslan sýnir að um 10 % barna og unglinga leita sér aðstoðar í kjölfar fræðslu Blátt áfram. Slík fræðsla ætti að okkar mati að vera sett í námsskrá skóla, þannig að það sé ekki val einstakra skóla hvort þeir gefi sér tíma til að sinna því mikilvæga hlutverki að hlúa að öryggi barna. Blátt áfram vill þakka forráðamönnum þeirra skóla og íþróttafélaga fyrir það góða fordæmi og þá skýru afstöðu til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi sem þeir hafa sýnt með því að sækja forvarnarfræðslu til Blátt áfram.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun