Innlent

Okursíða Dr. Gunna lögð niður

Okursíða Gunnars Lárusar Hjálmarsson, eða doktors Gunna eins og hann er jafnan kallaður, hefur verið aflögð. Þetta tilkynnti Gunnar á heimasíðu sinni í morgun.

Síðan vakti mikla athygli þegar hún fór fyrst í gang árið 2007 og hlaut framtakið neytendaverðlaun sem þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, efndi til.

Gunnar hvetur aðra til að taka við keflinu og bendir á að áhugasamir hafa þegar tekið sig saman á Facebook-síðu sem ber heitið ný okursíða á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×