Látum fordómana fjúka! Guðrún Runólfsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar