Tólf ár fyrir árásaráform 5. júní 2012 07:00 Mennirnir voru sakfelldir fyrir að ætla að ráðast þar inn og drepa eins marga og þeir gætu. nordicphotos/AFP Fréttaskýring Hvaða hryðjuverkamál hafa dönsk stjórnvöld þurft að glíma við? Fjórir menn voru dæmdir í tólf ára fangelsi í gær fyrir að hafa ætlað að ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn í desember árið 2010. Þrír þeirra, Munir Award, Omar Abdallah Aboelazm og Munir Ben Mohammed Dhahri, voru handteknir 29. desember í húsi skammt frá Kaupmannahöfn. Sá fjórði, Sabhi Ben Mohammed Zalouti, var handtekinn daginn eftir í Svíþjóð, þar sem hann var nýkominn yfir landamærin frá Danmörku. Mennirnir fjórir eru allir múslímar, búsettir í Svíþjóð en ættaðir frá Túnis, Egyptalandi og Líbanon. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst með þeim mánuðum saman. Mennirnir neituðu sök en á upptökum úr eftirlitsvélum í Stokkhólmi má heyra þá tala saman um Jótlandspóstinn, píslarvætti og vangaveltur um það hvernig þeir gætu drepið sem flest af fólki en samt tekið eina manneskju í gíslingu. Einnig heyrast þeir velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera við konur og börn, en þeir virðast hafa ætlað að þyrma lífi þeirra.Fyrsta málið árið 1993 Á síðustu árum hafa ellefu hryðjuverkamál komið til kasta lögreglunnar í Danmörku, samkvæmt samantekt á vefsíðu Politiken. Hið fyrsta kom upp árið 1993 þegar þrír Egyptar voru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sprengjuárásir á tvær lestarstöðvar í Kaupmannahöfn. Þeir voru á endanum sýknaðir af tengslum við hryðjuverk, en sakfelldir fyrir íkveikju. Sex Norðurlandabúar, þar á meðal þrír danskir ríkisborgarar, voru handteknir í Bosníu í október árið 2005 grunaðir um hryðjuverkaáform. Þrír hlutu dóm í málinu en hinir voru látnir lausir vegna skorts á sönnunargögnum. Eftir að danska dagblaðið Jyllandsposten birti skopmyndir af Múhameð spámanni haustið 2005 hafa strangtrúaðir múslímar haft horn í síðu Dana. Þau níu hryðjuverkamál sem hafa komið upp síðan hafa flest tengst eða verið talin tengjast myndunum. Eitt þeirra kom upp í september árið 2007 þegar átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um tengsl við al-Kaída. Tveir voru á endanum dæmdir í tólf og sjö ára fangelsi fyrir að skipuleggja sprengjuárásir. Þrír menn voru einnig handteknir árið 2007 og dæmdir í fimm til tólf ára fangelsi fyrir að skipuleggja hryðjuverk sem áttu að beinast að Jótlandspóstinum.Sprengja sprakk á salerni Árið 2007 var bóksalinn Said Mansour dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka í Danmörku. Í september árið 2010 var Tsjetjeninn Lors Dukajev handtekinn eftir að hann hafði ætlað að gera sprengjuárás, líklega á skrifstofur danskra dagblaða. Hann særðist sjálfur þegar sprengja hans sprakk inni á salerni hótels í Kaupmannahöfn. Í júní á síðasta ári var maður frá Sómalíu dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að ráðast á skopmyndateiknarann Kurt Westergaard með öxi og hníf að vopni. Þrír menn voru hins vegar sýknaðir árið 2010 af áformum um að drepa Westergaard vegna ónægra sönnunargagna. Í október síðastliðnum kom bandaríska lögreglan upp um áform tveggja manna í Chicago um að gera árásir á Jótlandspóstinn í Kaupmannahöfn. Í apríl síðastliðnum voru fimm ungir vinstri róttæklingar ákærðir fyrir nokkrar íkveikjur og áform um enn fleiri íkveikjur, sem í ákærunni voru taldar tilraunir til hryðjuverka, en mál þeirra tengdist skopmyndunum af Múhameð ekki.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Fréttaskýring Hvaða hryðjuverkamál hafa dönsk stjórnvöld þurft að glíma við? Fjórir menn voru dæmdir í tólf ára fangelsi í gær fyrir að hafa ætlað að ráðast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn í desember árið 2010. Þrír þeirra, Munir Award, Omar Abdallah Aboelazm og Munir Ben Mohammed Dhahri, voru handteknir 29. desember í húsi skammt frá Kaupmannahöfn. Sá fjórði, Sabhi Ben Mohammed Zalouti, var handtekinn daginn eftir í Svíþjóð, þar sem hann var nýkominn yfir landamærin frá Danmörku. Mennirnir fjórir eru allir múslímar, búsettir í Svíþjóð en ættaðir frá Túnis, Egyptalandi og Líbanon. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst með þeim mánuðum saman. Mennirnir neituðu sök en á upptökum úr eftirlitsvélum í Stokkhólmi má heyra þá tala saman um Jótlandspóstinn, píslarvætti og vangaveltur um það hvernig þeir gætu drepið sem flest af fólki en samt tekið eina manneskju í gíslingu. Einnig heyrast þeir velta fyrir sér hvað þeir eigi að gera við konur og börn, en þeir virðast hafa ætlað að þyrma lífi þeirra.Fyrsta málið árið 1993 Á síðustu árum hafa ellefu hryðjuverkamál komið til kasta lögreglunnar í Danmörku, samkvæmt samantekt á vefsíðu Politiken. Hið fyrsta kom upp árið 1993 þegar þrír Egyptar voru ákærðir fyrir að hafa skipulagt sprengjuárásir á tvær lestarstöðvar í Kaupmannahöfn. Þeir voru á endanum sýknaðir af tengslum við hryðjuverk, en sakfelldir fyrir íkveikju. Sex Norðurlandabúar, þar á meðal þrír danskir ríkisborgarar, voru handteknir í Bosníu í október árið 2005 grunaðir um hryðjuverkaáform. Þrír hlutu dóm í málinu en hinir voru látnir lausir vegna skorts á sönnunargögnum. Eftir að danska dagblaðið Jyllandsposten birti skopmyndir af Múhameð spámanni haustið 2005 hafa strangtrúaðir múslímar haft horn í síðu Dana. Þau níu hryðjuverkamál sem hafa komið upp síðan hafa flest tengst eða verið talin tengjast myndunum. Eitt þeirra kom upp í september árið 2007 þegar átta menn voru handteknir í Kaupmannahöfn grunaðir um tengsl við al-Kaída. Tveir voru á endanum dæmdir í tólf og sjö ára fangelsi fyrir að skipuleggja sprengjuárásir. Þrír menn voru einnig handteknir árið 2007 og dæmdir í fimm til tólf ára fangelsi fyrir að skipuleggja hryðjuverk sem áttu að beinast að Jótlandspóstinum.Sprengja sprakk á salerni Árið 2007 var bóksalinn Said Mansour dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hvetja til hryðjuverka í Danmörku. Í september árið 2010 var Tsjetjeninn Lors Dukajev handtekinn eftir að hann hafði ætlað að gera sprengjuárás, líklega á skrifstofur danskra dagblaða. Hann særðist sjálfur þegar sprengja hans sprakk inni á salerni hótels í Kaupmannahöfn. Í júní á síðasta ári var maður frá Sómalíu dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að ráðast á skopmyndateiknarann Kurt Westergaard með öxi og hníf að vopni. Þrír menn voru hins vegar sýknaðir árið 2010 af áformum um að drepa Westergaard vegna ónægra sönnunargagna. Í október síðastliðnum kom bandaríska lögreglan upp um áform tveggja manna í Chicago um að gera árásir á Jótlandspóstinn í Kaupmannahöfn. Í apríl síðastliðnum voru fimm ungir vinstri róttæklingar ákærðir fyrir nokkrar íkveikjur og áform um enn fleiri íkveikjur, sem í ákærunni voru taldar tilraunir til hryðjuverka, en mál þeirra tengdist skopmyndunum af Múhameð ekki.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira