Góðar undirtektir Björn Karlsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun 2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var nefndinni gert að hafa mikið samráð við ýmsa hagsmunaaðila. Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs 2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglugerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá talsvert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Mikið fjölmenni var á kynningarfundi sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykjavík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvarvetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundarmenn hafa með örfáum undantekningum lýst ánægju með reglugerðina. Margvíslegar upplýsingar um reglugerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar fundaherferðinni er lokið munu Iðan fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningarstarfið heldur því áfram. Geysileg verðmæti liggja í mannvirkjum hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Því er áríðandi að lög og reglugerðir um þau miði að því að tryggja sem best gæði þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sannfæring greinarhöfundar að ný byggingarreglugerð gæti þessara hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun 2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var nefndinni gert að hafa mikið samráð við ýmsa hagsmunaaðila. Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs 2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglugerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá talsvert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Mikið fjölmenni var á kynningarfundi sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykjavík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvarvetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundarmenn hafa með örfáum undantekningum lýst ánægju með reglugerðina. Margvíslegar upplýsingar um reglugerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar fundaherferðinni er lokið munu Iðan fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningarstarfið heldur því áfram. Geysileg verðmæti liggja í mannvirkjum hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Því er áríðandi að lög og reglugerðir um þau miði að því að tryggja sem best gæði þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sannfæring greinarhöfundar að ný byggingarreglugerð gæti þessara hagsmuna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun