Erlent

Bjargað naumlega undan flóðum

Um 150 manns var bjargað naumlega í dag þegar mikil flóð gengu yfir bæi og sumarleyfisstaði á vesturströnd Wales snemma í morgun.

Þyrlur voru sendar á svæðið í björgunaraðgerðum nálægt bænum Aberystwyth eftir að tæplega 13 sentímetrar af regni féllu síðastliðinn sólarhring. Enginn slasaðist í flóðunum í morgun en þónokkurt tjón varð eins og myndirnar bera með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×