Erlent

Anonymous mótmælir í Indlandi

BBI skrifar
Anonymous-liðar söfnuðust saman með grímur og skilti með slagorðum í þessum dúr.
Anonymous-liðar söfnuðust saman með grímur og skilti með slagorðum í þessum dúr. Mynd/AFP
Hakkarar í hópnum Anonymous mótmæltu í dag ritskoðun á internetinu í Indlandi. Mótmælin fóru fram í 16 borgum.

Í þetta sinn fólust mótmæli hópsins ekki í tölvuárásum heldur söfnuðust meðlimir hópsins saman á ákveðnum stöðum og báru Guy Fawkes grímur, sem hafa orðið tákn hópsins.

Hundrað manna hópur kom saman á íþróttaleikvangi í Mumbai og mótmæltu regluverki landsins um internet sem verður sífellt heftara. „Þeir hafa lokað á ákveðnar síður og ákveðnar upplýsingar. Þetta gætu verið upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir okkur sem borgara," sagði einn mótmælandinn.

Í síðasta mánuði lokuðu nokkrar netþjónustuveitur í Indlandi á síður sem notaðar eru til að deila gögnum á netinu, t.d. Vimeo, Piratebay og Dailymotion. Höftin vöktu mikla reiði Anonymous sem í kjölfarið réðust á yfir 15 síður í landinu, meðal annars heimasíðu Hæstaréttar Indlands.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×