Sport

Árni Már bætist í hóp Ólympíufara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Árni Már Árnason.
Árni Már Árnason. Mynd/Vilhelm
Árni Már Árnason fékk í dag boð um að keppa í 50 m skriðsundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum og eru því íslensku sundmennirnir á leikunum orðnir sjö talsins.

Alþjóðasundambandið, FINA, vinnur nú að því hörðum höndum að fylla allar keppnisgreinar og var nú komið að Árna að fá boð.

Enn eru bundnar vonir við að Ragnheiður Ragnarsdóttir fái boð um að keppa í 100 m skriðsundi kvenna en hún yrði þá með þeim allra síðustu sem fengu boð um að synda á Ólympíuleikunum í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×