Lífið

Margmenni á sýningu Libiu og Ólafs

Myndlistardúettinn Ólafur Ólafsson og Libia Castro brugðu á leik fyrir ljósmyndara.
Myndlistardúettinn Ólafur Ólafsson og Libia Castro brugðu á leik fyrir ljósmyndara.
Spænsk-íslenski myndlistardúettinn Libia Castro og Ólafur Ólafsson opnaði sýninguna Í afbyggingu í Listasafni Íslands á föstudaginn. Myndlistarmennirnir voru fulltrúar Íslands á Feneyjatvíæringnum í fyrra en á sýningunni kanna þau tilvistarlegar, ríkjandi efnahagslegar og pólitískar áherslur á Íslandi og víðar, með aðstoð myndbanda, gjörninga, skúlptúra, hljóðs og tónlistar. Margt var um manninn á opnuninni og lagðist sýningin vel í gesti, en hún stendur til 19. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.