Erlent

Wahlberg: Ég hefði bjargað flugvélinni 11. september

Mark Wahlberg
Mark Wahlberg mynd/AFP
Leikarinn Mark Wahlberg lýsti því yfir í dag að hann hefði bjargað farþegum flugs 93 eftir að hryðjuverkamenn yfirtóku flugvélina 11. september árið 2001. Aðstandendur þeirra sem fórust með flugvélinni hafa hvatt leikarann til að biðjast afsökunar á ummælum sínum.

Flug 93 hrapaði í Pennsylvaníu eftir að farþegar flugvélarinnar réðust gegn flugræningjunum. Sjálfur átti Wahlberg upphaflega að vera farþegi flugs 93 en hann lét breyta flugmiða sínum stuttu áður en árásirnar áttu sér stað.

Í viðtali við bandarískt tímarit sagði Wahlberg að hann hefði getað bjargað farþegum flugs 93 og að hann hefði líklega yfirbugað flugræningjanna. Hann sagði að miklu blóði hefði verið úthellt hefði hann verið í vélinni.

Eiginkona eins farþega sem fórst með flugvélinni hefur gagnrýnd Wahlberg fyrir ummælin. Hún sagði að hugleiðingar leikarans væru í senn kjánalegar og vanvirðing við minningu þeirra sem börðust gegn flugræningjunum.

Aðgerðir farþega flugs 93 rista djúp í þjóðarvitund Bandaríkjamanna og virkaði barátta þeirra og endanlegur píslardauði sem áminning um þá nauðsynlegu mótspyrnu sem þjóðin þyrfti að sýna í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×