

Já við sameiningu
Álftaneshreppur hinn forni varð til með hreppaskiptingunni á þjóðveldisöld. Hann náði frá Kúagerði í suðri til Kópavogslækjar í norðri, frá sjávarmáli á Álftanesi í vestri austur um Bláfjöll að sýslumörkum Árnessýslu. Hreppnum var skipt árið 1878. Einhver kann að hugsa sem svo að það hafi verið í fornöld og hafi enga skírskotun til nútímans. En er það svo? Ég átti t.d. afa sem fæddur var 1875 og hefði þess vegna getað verið fæddur í hinum forna hreppi og svo er að sjálfsögðu um marga aðra.
Fyrsti hreppurinn sem skipt var uppÁlftaneshreppur hinn forni var fyrsti hreppurinn sem skipt var í tvo hreppa. Þá voru hafnar umræður um að aðskilja Hafnarfjörð frá hreppnum og voru fyrir því gildar ástæður, sérstaklega út frá atvinnusjónarmiðum.
Leiddar hafa verið að því líkur að höfðingjarígur hafi mestu ráðið um skiptingu hreppsins eins og hún var framkvæmd. Þar áttu hlut að máli Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum, og Grímur Thomsen, bóndi og skáld á Bessastöðum, en með þeim munu hafa verið litlir kærleikar. Báðir voru miklir skörungar og vildu láta að sér kveða.
Þórarinn byggði Garðakirkju fyrir eigin reikning og gaf söfnuðinum. Hann lét einnig byggja Flensborgarskólann og gaf Álftaneshreppi hann til minningar um Böðvar, son sinn, sem lést ungur. Grímur starfaði um árabil í utanríkisþjónustu Dana en þegar hann fluttist aftur til Íslands keypti hann Bessastaði af Danakonungi og bjó þar góðu búi. Hann stofnaði þar skóla sem síðar var fluttur að Bjarnarstöðum á Álftanesi. Þegar hreppamörkin voru ákveðin voru sóknirnar látnar ráða og pennastrik dregið yfir nesið þar sem það er mjóst frá Selskarði og um eiðið á Hliðsnesi. Rétt er að geta þess að upplandinu og afréttum var aldrei skipt. Landfræðilega er svæðið frá fjöru til fjalls ein samfella og í nútímanum eðlilegast að það verði ein skipulagsheild.
Náin samvinnaAllur almenningur á svæðinu hefur lengst af litið á sig sem eitt samfélag og haft nána samvinnu á mörgum sviðum, ekki síst félagslega og menningarlega. Nægir þar að nefna að gegnum tíðina hafa mörg félög starfað sameiginlega í báðum sveitarfélögum, kirkju- og safnaðarstarf hefur verið samtengt, bæði sveitarfélögin eru aðilar að Fjölbrautaskóla Garðabæjar og munu standa saman að hinu nýja hjúkrunarheimili í Sjálandi.
Að framansögðu tel ég einsýnt að segja já við sameiningunni hinn 20. október næstkomandi og slá þar með strik yfir ríg sveitahöfðingjanna sem telja verður að hafi verið undirrót skiptingarinnar á sínum tíma.
Skoðun

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar