Stefnubreyting Íslands í loftslagsmálum Guðrún Guðjónsdóttir skrifar 9. október 2012 06:00 Öfgafullt veðurfar síðustu misserin, hitabylgjur og kuldaköst, þurrkar og flóð, minnkandi hafís á norðurskautinu og hverfandi jöklar hafa leitt huga almennings að áhrifum loftslagsbreytinga. Í nýlegum drögum að skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom fram að líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga væru auknar öfgar í veðurfari. Líkur á minnkandi hagvexti af völdum loftslagsbreytinga, mögulegar breytingar á Golfstraumnum, hækkandi matvælaverð o.fl. ógna auk þess velferð almennra borgara og setja aukinn þrýsting á ríki að bregðast við. Loftslagsbreytingar eru þannig orðnar eitt viðamesta viðfangsefnið sem alþjóðasamfélagið hefur staðið frammi fyrir og það ratað inn á borð ríkja sem hápólitískt mál. Á síðastliðnum árum hefur orðið stefnubreyting hjá íslenskum stjórnvöldum í loftslagsmálum. Horfið hefur verið frá áherslu á sérhagsmuni Íslands og er nú fremur miðað að því að verja almannahagsmuni. Í því felst að fallið hefur verið frá áherslunni á íslenska sérákvæðið(14CP/7) sem fól í sér rýmri heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda en önnur ríki fengu. Þessi undanþága byggðist á sérstöðu landsins og var samið um hana í viðauka við Kýótó-bókunina. Ákvörðunin um að sækjast ekki eftir framlengingu á þessu sérákvæði var tekin árið 2009 en frá þeim tíma hefur fremur verið lögð á það áhersla að Ísland taki jafnan þátt í samdrætti á losun og til samræmis við önnur ríki. Hagsmunir Íslands eru þannig fremur taldir felast í þátttöku í sameiginlegum aðgerðum í stað sérlausna og hefur í því skyni verið leitast við að móta sameiginlega stefnu í loftslagsmálum með Evrópusambandinu. Nú þegar taka Íslendingar þátt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir en auk þess taka Íslendingar þátt í sameiginlegu átaki með Evrópusambandinu um samdrátt í losun. Þessi nýja stefna miðar þannig að því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og á sama tíma vörð um hagsmuni landsins. Í sumar voru samþykkt á Alþingi ný lög um loftslagsmál sem er fyrsta heildstæða löggjöfin í málaflokknum. Markar það ákveðin tímamót og skref í rétta átt. Í orðræðu íslenskra stjórnmálamanna hefur heyrst sú umræða að Ísland eigi að vera í fararbroddi í loftslagsmálum og byggir sú umræða á sérstöðu í orkumálum, reynslu og þekkingu í endurnýjanlegri orku. Ljóst má þó vera að ef sú sýn á að verða að veruleika þarf stefna stjórnvalda í loftslagsmálum að miða að raunverulegum og áhrifaríkum aðgerðum. Smám saman hefur efasemdaröddum um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum fækkað og margar þeirra snúist á sveif með þeim sem telja aðgerðir aðkallandi. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál telur viðsnúning þurfa að verða í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2017, að öðrum kosti verði breytingarnar óafturkræfar. Það er því þörf á skjótum viðbrögðum. Sú stefnubreyting sem orðið hefur hér á landi er áskorun á stjórnvöld að fylgja henni eftir og leggja þannig sitt lóð á vogarskálar framtíðarinnar. Ljóst er að ekki duga hænuskref til ef takast á að snúa þróuninni við í tæka tíð. Betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öfgafullt veðurfar síðustu misserin, hitabylgjur og kuldaköst, þurrkar og flóð, minnkandi hafís á norðurskautinu og hverfandi jöklar hafa leitt huga almennings að áhrifum loftslagsbreytinga. Í nýlegum drögum að skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom fram að líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga væru auknar öfgar í veðurfari. Líkur á minnkandi hagvexti af völdum loftslagsbreytinga, mögulegar breytingar á Golfstraumnum, hækkandi matvælaverð o.fl. ógna auk þess velferð almennra borgara og setja aukinn þrýsting á ríki að bregðast við. Loftslagsbreytingar eru þannig orðnar eitt viðamesta viðfangsefnið sem alþjóðasamfélagið hefur staðið frammi fyrir og það ratað inn á borð ríkja sem hápólitískt mál. Á síðastliðnum árum hefur orðið stefnubreyting hjá íslenskum stjórnvöldum í loftslagsmálum. Horfið hefur verið frá áherslu á sérhagsmuni Íslands og er nú fremur miðað að því að verja almannahagsmuni. Í því felst að fallið hefur verið frá áherslunni á íslenska sérákvæðið(14CP/7) sem fól í sér rýmri heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda en önnur ríki fengu. Þessi undanþága byggðist á sérstöðu landsins og var samið um hana í viðauka við Kýótó-bókunina. Ákvörðunin um að sækjast ekki eftir framlengingu á þessu sérákvæði var tekin árið 2009 en frá þeim tíma hefur fremur verið lögð á það áhersla að Ísland taki jafnan þátt í samdrætti á losun og til samræmis við önnur ríki. Hagsmunir Íslands eru þannig fremur taldir felast í þátttöku í sameiginlegum aðgerðum í stað sérlausna og hefur í því skyni verið leitast við að móta sameiginlega stefnu í loftslagsmálum með Evrópusambandinu. Nú þegar taka Íslendingar þátt í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir en auk þess taka Íslendingar þátt í sameiginlegu átaki með Evrópusambandinu um samdrátt í losun. Þessi nýja stefna miðar þannig að því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og á sama tíma vörð um hagsmuni landsins. Í sumar voru samþykkt á Alþingi ný lög um loftslagsmál sem er fyrsta heildstæða löggjöfin í málaflokknum. Markar það ákveðin tímamót og skref í rétta átt. Í orðræðu íslenskra stjórnmálamanna hefur heyrst sú umræða að Ísland eigi að vera í fararbroddi í loftslagsmálum og byggir sú umræða á sérstöðu í orkumálum, reynslu og þekkingu í endurnýjanlegri orku. Ljóst má þó vera að ef sú sýn á að verða að veruleika þarf stefna stjórnvalda í loftslagsmálum að miða að raunverulegum og áhrifaríkum aðgerðum. Smám saman hefur efasemdaröddum um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum fækkað og margar þeirra snúist á sveif með þeim sem telja aðgerðir aðkallandi. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál telur viðsnúning þurfa að verða í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2017, að öðrum kosti verði breytingarnar óafturkræfar. Það er því þörf á skjótum viðbrögðum. Sú stefnubreyting sem orðið hefur hér á landi er áskorun á stjórnvöld að fylgja henni eftir og leggja þannig sitt lóð á vogarskálar framtíðarinnar. Ljóst er að ekki duga hænuskref til ef takast á að snúa þróuninni við í tæka tíð. Betur má ef duga skal.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun