Um Gálgahraun og sýn Kjarvals Halldór Ásgeirsson skrifar 9. október 2012 06:00 Áður fyrr þótti Íslendingum fjöllin ljót en það var ekki fyrr en á 19. öld með þýsku rómantíkinni að sýn skáldanna fór að breytast og gerði okkur fjöllin kær. Þessi viðhorfsbreyting kenndi m.a. Jónasi Hallgrímssyni bæði að rannsaka þau sem fræðimaður og yrkja um þau ljóð, sem leiddi okkur í nýtt landnám náttúrufegurðar. Það sama má segja um meistara Kjarval, sem breytti ásýnd okkar á landinu og þar með talið hrauninu sem hann í bókstaflegri merkingu leysti upp í ótal óséðar myndir og birti okkur töfraheima. Í meira en aldarfjórðung þrammaði Kjarval í mismunandi veðrum á öllum tímum ársins út á eitt afvikið svæði í Gálgahrauni og málaði þar þegar upp var staðið á milli 50 til 70 málverk sem eru ólík hvert frá öðru að gerð og eru í dag sum hver talin með helstu meistaraverkum hans á ferlinum. Það má spyrja hvað hafi dregið Kjarval að sama staðnum úti í hrauninu í svona langan tíma? Ég hygg að hann hafi séð í gegnum hraunið, sýnir, einhvern innri söpunarkraft sem við venjulega sjáum ekki en gat miðlað honum til okkar í málverkum sínum. Í byrjun júní síðastliðins var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum undir stjórn Ólafs Gíslasonar sem bar heitið „Gálgaklettur og órar sjónskynsins“. Á sýningunni var teflt saman málverkum Kjarvals úr Gálgahrauni og verkum fjögurra kynslóða íslenskra myndlistarmanna í eins konar samtali við myndir Kjarvals. Ég var einn af sýnendunum, sem varð til þess að ég fór í ótal vettvangskannanir á staðinn þar sem Kjarval málaði flestar af myndum sínum, en þar má enn í dag sjá ummerki um veru hans. Í nágrenni við Kjarvalsklett hefur nýlega verið skipulögð byggð og er þar mest áberandi eitt risa einbýlishús sem gín yfir öllu eins og ofvaxinn þurs og sækir hart að helgum stað. En ekki er nóg með það heldur á nú að kóróna sköpunarverkið eða réttara sagt eyðilegginguna með lagningu hraðbrautar í gegnum hraunið. Hverjir eru þeir sem þurfa að komast hraðar heim til sín? Og ég spyr áfram, hvað eru bæjaryfirvöld í Garðabæ yfir höfuð að gera úti í Gálgahrauni? Í aðsigi er atlaga að helgum reit, óafturkræf umhverfisspjöll og stórfellt skipulagsslys er varðar óspillt náttúrusvæði er hefur auk þess að geyma ótal sögulegar minjar allt frá landnámi. Við skulum ekki gleyma því að höfuðborgarsvæðið ásamt strandlengjunni er smám saman að verða að einum fegursta garði landsins með dafnandi gróðri og sífellt betra aðgengi að útivistarsvæðum sem borgarbúar kunna í æ ríkari mæli að njóta. Það eru mikil lífsgæði. Gálgahraun tel ég vera einstaka náttúruperlu sem minnir mig stundum á Ódáðahraun í smækkaðri mynd. Það eru forréttindi á heimsvísu að eiga aðgang að slíku svæði inni í miðri borg. Víðast hvar þar sem ég hef búið og starfað í Evrópu og Japan er allt þéttbýli meira og minna manngert og í því sambandi vil ég benda á verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru í byggð. Skammsýni og hugsunarleysi yfirvalda í þessu sambandi finnst mér vera óskiljanleg og í raun ófyrirgefanleg því að með fyrirhuguðum framkvæmdum eru þau að rýra til framtíðar eignir íbúa svæðisins og um leið að skerða lífsgæði okkar hinna. Það virðist enginn spyrja um Kjarval þegar hraðbrautin verður lögð í gegnum hjarta hans. Yfirvöld geta minnst hans í ræðum, mært listina hans um leið og þau ryðjast yfir sköpunarverkið og fyrirmynd málverksins; ósnortið hraunið sem jarðeldurinn skóp í árdaga. Bætum veginn sem fyrir liggur í staðinn og leyfum náttúrunni að njóta vafans en ekki manninum sem er að flýta sér eitthvert út í bláinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Áður fyrr þótti Íslendingum fjöllin ljót en það var ekki fyrr en á 19. öld með þýsku rómantíkinni að sýn skáldanna fór að breytast og gerði okkur fjöllin kær. Þessi viðhorfsbreyting kenndi m.a. Jónasi Hallgrímssyni bæði að rannsaka þau sem fræðimaður og yrkja um þau ljóð, sem leiddi okkur í nýtt landnám náttúrufegurðar. Það sama má segja um meistara Kjarval, sem breytti ásýnd okkar á landinu og þar með talið hrauninu sem hann í bókstaflegri merkingu leysti upp í ótal óséðar myndir og birti okkur töfraheima. Í meira en aldarfjórðung þrammaði Kjarval í mismunandi veðrum á öllum tímum ársins út á eitt afvikið svæði í Gálgahrauni og málaði þar þegar upp var staðið á milli 50 til 70 málverk sem eru ólík hvert frá öðru að gerð og eru í dag sum hver talin með helstu meistaraverkum hans á ferlinum. Það má spyrja hvað hafi dregið Kjarval að sama staðnum úti í hrauninu í svona langan tíma? Ég hygg að hann hafi séð í gegnum hraunið, sýnir, einhvern innri söpunarkraft sem við venjulega sjáum ekki en gat miðlað honum til okkar í málverkum sínum. Í byrjun júní síðastliðins var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum undir stjórn Ólafs Gíslasonar sem bar heitið „Gálgaklettur og órar sjónskynsins“. Á sýningunni var teflt saman málverkum Kjarvals úr Gálgahrauni og verkum fjögurra kynslóða íslenskra myndlistarmanna í eins konar samtali við myndir Kjarvals. Ég var einn af sýnendunum, sem varð til þess að ég fór í ótal vettvangskannanir á staðinn þar sem Kjarval málaði flestar af myndum sínum, en þar má enn í dag sjá ummerki um veru hans. Í nágrenni við Kjarvalsklett hefur nýlega verið skipulögð byggð og er þar mest áberandi eitt risa einbýlishús sem gín yfir öllu eins og ofvaxinn þurs og sækir hart að helgum stað. En ekki er nóg með það heldur á nú að kóróna sköpunarverkið eða réttara sagt eyðilegginguna með lagningu hraðbrautar í gegnum hraunið. Hverjir eru þeir sem þurfa að komast hraðar heim til sín? Og ég spyr áfram, hvað eru bæjaryfirvöld í Garðabæ yfir höfuð að gera úti í Gálgahrauni? Í aðsigi er atlaga að helgum reit, óafturkræf umhverfisspjöll og stórfellt skipulagsslys er varðar óspillt náttúrusvæði er hefur auk þess að geyma ótal sögulegar minjar allt frá landnámi. Við skulum ekki gleyma því að höfuðborgarsvæðið ásamt strandlengjunni er smám saman að verða að einum fegursta garði landsins með dafnandi gróðri og sífellt betra aðgengi að útivistarsvæðum sem borgarbúar kunna í æ ríkari mæli að njóta. Það eru mikil lífsgæði. Gálgahraun tel ég vera einstaka náttúruperlu sem minnir mig stundum á Ódáðahraun í smækkaðri mynd. Það eru forréttindi á heimsvísu að eiga aðgang að slíku svæði inni í miðri borg. Víðast hvar þar sem ég hef búið og starfað í Evrópu og Japan er allt þéttbýli meira og minna manngert og í því sambandi vil ég benda á verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru í byggð. Skammsýni og hugsunarleysi yfirvalda í þessu sambandi finnst mér vera óskiljanleg og í raun ófyrirgefanleg því að með fyrirhuguðum framkvæmdum eru þau að rýra til framtíðar eignir íbúa svæðisins og um leið að skerða lífsgæði okkar hinna. Það virðist enginn spyrja um Kjarval þegar hraðbrautin verður lögð í gegnum hjarta hans. Yfirvöld geta minnst hans í ræðum, mært listina hans um leið og þau ryðjast yfir sköpunarverkið og fyrirmynd málverksins; ósnortið hraunið sem jarðeldurinn skóp í árdaga. Bætum veginn sem fyrir liggur í staðinn og leyfum náttúrunni að njóta vafans en ekki manninum sem er að flýta sér eitthvert út í bláinn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun