Tók hún tjakkinn á málið? Jóhann Hauksson skrifar 28. nóvember 2012 17:51 Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Hauksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar tók í fréttum Stöðvar 2 afar illa í 14 prósenta virðisaukaskatt í gistiþjónustu í stað 25,5 prósenta eins og gildir í flestum öðrum greinum. Þetta breytir litlu sagði hún: „Við höfum lagt gríðarlega áherslu á það við stjórnvöld að við getum ekki tekið á okkur aukna skatta með minna en 20 mánaða fyrirvara. Það er löngu búið að verðleggja næsta ár og búið að selja stóran hluta sumarsins." Þessi rök eru kunn en svo bætti hún við: „Auðvitað skiptir máli hvort hækkunin er upp í 25,5% eða 14. Fyrsta hugmynd Oddnýjar Harðardóttur um 25,5% virðisaukaskatt á gistingu var auðvitað algerlega galin. Virðisaukaskattur í Evrópu er að meðaltali 10% og flestu stærstu ferðamannaþjóðirnar eru með 7." Um viðbrögðin við 14 prósentunum datt mér í hug þessi fleygu orð: „Þú getur átt þinn helv. tjakk sjálfur!" Þetta með sanngirnina Vert er að halda því til haga að þrefið um VSK snertir gistiþjónustuna í landinu en ekki ferðaþjónustuna alla. Einnig má varpa ljósi á þetta með samanburði við Norðurlönd eins og gert er í meðfylgjandi töflu. DanmörkSvíþjóðNoregurÍslandVsk. á hótel %251287Almennur vsk. %25252525,5Vsk. á matvæli%2512157Vsk. á hópferðabifreiðar %25680* Hlutdeild ferðaþjónustu Í VLF % -20103,33,03,35,9Skattur á fyrirtæki %2526,32820 Ég er viss um að á fundi með almennum framleiðendum vöru og þjónustu mundi það ekkert vefjast fyrir Ernu að réttlæta að virðisaukaskattur eigi að vera lægri á gistirými í landinu en í öðrum greinum. En er hún viss um að undirtektir yrðu góðar? Gistiþjónusta getur vart talist sprotagrein sem þarf á sérstökum opinberum stuðningi að halda umfram aðrar greinar. Erna kannast við að samfara mikilli og stöðugri fjölgun erlendra ferðamanna eykst álag á fjölsóttum ferðamannastöðum. Það leiðir til útgjalda sem gjarnan er varpað yfir á hið opinbera. Því er það ofur eðlilegt að stjórnvöld hugi að því hvort unnt sé leggja áherslu á auknar tekjur af ferðamönnum frekar en að reiða sig á stöðug fjölgun þeirra. Ábyggilega heitt á könnunni í stjórnarráðinu Ég veit ekki hvort Erna hefur leitt hugann að því, að stjórnvöld hafa ákveðið í nafni fjárfestingaráætlunar ríkisstjórnarinnar að leggja hálfan milljarð króna í uppbyggingu ferðamannastaða. Öðrum 250 milljónum króna verður varið í innviði friðlýstra svæða. Svo þarf auðvitað ekkert að nefna að kostnaðarsamar samgöngubætur koma ferðaþjónustunni til góða sem og stuðningur hins opinbera við Hörpuna svo það sé nú nefnt. Um 10% erlendra ferðamanna eru ráðstefnugestir sem greiða oft ekki gistingu úr eigin vasa eða fá VSK endurgreiddan. Ótrúlegt er að hækkun VSK á gistiþjónustu hafi mikil áhrif á þennan hóp. Svo er einnig að sjá sem erlendir ferðamenn sem hingað koma séu ekki sérstaklega næmir fyrir þeim kostnaði sem hér er deilt um. Reyndar er áætlað að hækkun VSK í hótel- og gistiþjónustu seinki því um eitt ár að erlendir ferðamenn nái því að verða ein milljón á ári. Það er nú allt og sumt. Að öllu samanlögðu er hækkun hótel- og gistiþjónustu um skattþrep bæði einfaldur og sanngjarn kostur. Ég vona að Erna Hauksdóttir og skynsamir menn í hótel- og gistiþjónustunni sjái ljósið en fari ekki í sama far og harðsnúnasta hagsmunagæsla þjóðfélagsins, LÍÚ, sem hefur reglulega í hótunum fái þeir ekki sínu framgengt. Kannski er bara rétt að fara yfir málið í rólegheitum. Það gæti verið heitt á könnunni í stjórnarráðinu.Tengdar fréttir:Dregið í land með skattahækkanir
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun