Borgarafundur um nýja mynt? Magnús Orri Schram skrifar 31. janúar 2012 06:00 Fyrir viku síðan var haldinn fjölmennur borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó. Þar voru dregin fram mörg dæmi um óréttlæti verðtryggingar fyrir húsnæðiseigendur sem horfa upp á lánin sín lítið breytast þrátt fyrir skilvísar greiðslur í mörg ár. Það má segja að verðtryggingin sé herkostnaðurinn við að búa í litlu hagkerfi með eigin mynt. Verðtryggingunni var komið á fyrir rúmum 30 árum til að tryggja sparifé landsmanna gegn rýrnun í mikilli verðbólgu. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna 2012, plús ávöxtun. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Sá sem lánar peninginn vill ekki lána hann án þess að vera tryggður gegn verðsveiflum og hreyfingum á gengi krónunnar og því er verðtryggingin staðreynd. Ef við viljum breyta kerfinu til frambúðar og koma í veg fyrir að börnin okkar upplifi sama óréttlætið, verðum við að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir úrsögn úr EES og mikla skerðingu á möguleikum fólks og fyrirtækja innan Evrópu. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarfi um evru. Einhliða upptaka er slæmur kostur því þá þyrfti að nota skuldsettan forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Þannig er upptaka annarrar myntar skilvirkasta leiðin til að losa fjölskyldurnar undan oki verðtryggingar. Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir sem stóðu fyrir góðum málfundi í síðustu viku, ættu þess vegna að koma með okkur jafnaðarmönnum og styðja við aðild að ESB og upptöku evru í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir viku síðan var haldinn fjölmennur borgarafundur um verðtrygginguna í Háskólabíó. Þar voru dregin fram mörg dæmi um óréttlæti verðtryggingar fyrir húsnæðiseigendur sem horfa upp á lánin sín lítið breytast þrátt fyrir skilvísar greiðslur í mörg ár. Það má segja að verðtryggingin sé herkostnaðurinn við að búa í litlu hagkerfi með eigin mynt. Verðtryggingunni var komið á fyrir rúmum 30 árum til að tryggja sparifé landsmanna gegn rýrnun í mikilli verðbólgu. Þannig áttu 10.000 krónur lagðar í sparnað 1980 að vera ígildi 10.000 króna 2012, plús ávöxtun. Sparnaðurinn er m.a. ávaxtaður í húsnæðiskerfinu og til að tryggja hann gegn rýrnun eru húsnæðislánin okkar verðtryggð. Sá sem lánar peninginn vill ekki lána hann án þess að vera tryggður gegn verðsveiflum og hreyfingum á gengi krónunnar og því er verðtryggingin staðreynd. Ef við viljum breyta kerfinu til frambúðar og koma í veg fyrir að börnin okkar upplifi sama óréttlætið, verðum við að loka hagkerfinu eða breyta myntinni. Öðruvísi verður ekki komist hjá sveiflunum. Lokað hagkerfi þýðir úrsögn úr EES og mikla skerðingu á möguleikum fólks og fyrirtækja innan Evrópu. Þá er hægt að breyta um mynt – og það yrði gert með einhliða upptöku eða samstarfi um evru. Einhliða upptaka er slæmur kostur því þá þyrfti að nota skuldsettan forða ríkisins af dollurum og evrum til að kaupa krónur af Íslendingum og koma svo verðlausu krónuseðlunum fyrir kattarnef. Það væri mikil sóun á fjármunum, þegar hægt væri að framkvæma umskiptin mun ódýrar ef farið yrði í samstarf á vettvangi evrunnar. Þannig er upptaka annarrar myntar skilvirkasta leiðin til að losa fjölskyldurnar undan oki verðtryggingar. Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir sem stóðu fyrir góðum málfundi í síðustu viku, ættu þess vegna að koma með okkur jafnaðarmönnum og styðja við aðild að ESB og upptöku evru í kjölfarið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar