Við sníðum norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni 31. janúar 2012 10:00 Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag hefst ársfundur SAMAK (samtaka norrænna jafnaðarmanna og verkalýðshreyfinga) í Stokkhólmi með bjartsýni inn í framtíðina að leiðarljósi. Jafnaðarmenn á Norðurlöndum sigra í kosningum, veita ríkisstjórnum forystu og standa að árangursríkum pólitískum bandalögum. Tíunda stærsta efnahagskerfi heims er á Norðurlöndum með rúmlega 25 milljónir íbúa. Hvers kyns samanburður á heimsvísu sýnir að Norðurlönd eru í fararbroddi hvað lífsgæði varðar. Norræna velferðarsamfélagið nýtur aðdáunar víða, en þar fara saman með árangursríkum hætti framþróun og jöfnuður sem hafa stuðlað að samfélagslegri sátt og njóta mikils stuðnings almennings. Grunngildin eru jöfn tækifæri, félagsleg samstaða og öryggi fyrir alla. Allur almenningur nýtur öryggis og almannatrygginga sem byggð eru á meginreglunni um að velferðarþjónusta, kostuð með skatttekjum, skuli látin í té eftir þörfum og á jafnréttisgrundvelli. Gott skipulag og víðtækt samstarf milli aðila vinnumarkaðarins hafa skapað bæði stöðugleika og frið á vinnumarkaði og gert að verkum að nauðsynlegar breytingar hafa orðið á gerð hans. Fjárfesting í umönnun barna og aldraðra hefur gert konum kleift að vinna utan heimilis og taka þátt í pólitísku starfi í meiri mæli en þekkist annars staðar í heiminum. Norræna velferðarsamfélagið hefur reynst borgurum norrænu landanna vel. En norræna velferðarsamfélagið stendur í dag og í framtíðinni frammi fyrir ögrandi viðfangsefnum. Ytri og innri breytingar af völdum hnattrænnar samkeppni, hraðrar iðnvæðingar fjölmennra stórríkja á borð við Kína og Indland og hluta Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, loftslagsbreytinga, lýðfræðilegra breytinga vegna hækkandi aldurs þjóða, fjármálakreppa og vaxandi atvinnuleysis kalla á nýjar lausnir og hugmyndir. Viðleitni til að takast á við framtíðina með því að lækka laun er skref afturábak. Þannig efnahagslíf skapar ekki þann vöxt velmegunar sem nauðsynlegur er til að sameina kröftugan vöxt og metnaðarfull markmið um velferðarsamfélag sem byggt er á jafnrétti og er í fremstu röð í heiminum. Atvinnulífið á Norðurlöndum þarf að keppa á grundvelli þekkingar og gæða. Því er þörf á fjárfestingum í rannsóknum, á að menntakerfið verði eflt og að mun fleiri fái tækifæri til að mennta sig ævina á enda – í stað lakari kjara á vinnumarkaði. Þetta snýst um að byggja áfram á samstarfi milli stjórnmála, aðila vinnumarkaðarins og menntakerfisins í því skyni að endurnýja framleiðsluvörur landa vorra og skapa vörur og þjónustu sem byggja á aukinni menntun og þekkingu. Við viljum sníða norræna velferðarsamfélagið að framtíðinni og gangsetjum því rannsóknarverkefni. Í fyrsta sinn munu öll norrænu löndin í sameiningu láta hið frjálsa og óháða rannsóknasamfélag greina ítarlega, álagsprófa og framkvæma afleiðingagreiningar. Rannsóknin mun veita okkur mikilvæga innsýn í það hvaða augum borgararnir líta samfélagsþróunina, bæði innri og ytri breytingar, ásamt því að grafast fyrir um væntingar og óskir borgaranna um framtíð barna sinna. Lykilspurning er hvernig stjórnmálin geta endurnýjað aðferðafræði sína þannig að hægt sé að sinna þeim þörfum sem eru að koma fram samhliða því að núverandi aðferðafræði, sem reynsla er komin á, er þróuð áfram. Niðurstöðurnar verða birtar á ráðstefnu SAMAK árið 2014. Samfélög byggð á jafnrétti og almennri fjárfestingu í velferð hafa sannað sig að vera traustur grundvöllur undir efnahagslegum vexti sakir menntunartækifæra og tækifæra til þróunar sem öllum standa opin. Undir stjórn fjölmargra ríkisstjórna jafnaðarmanna og í samstarfi við verkalýðshreyfinguna hafa Norðurlöndin markað sína eigin stefnu. Við vonumst til þess að verkefnið muni benda á þá valkosti til framþróunar sem verkalýðhreyfingunni standa til boða. Við stöndum ekki aðeins fyrir langri sögu velferðar sem og áhrifum á nútímann, heldur er framtíðin einnig okkar. Jóhanna Sigurðardóttír, formaður Samfylkingarinnar á Íslandi, forsætisráðherra Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð Wanja Lundby-Wedin, formaður Alþýðusambandsins í Svíþjóð Helle Thorning-Schmidt, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Danmörku, forsætisráðherra Harald Børsting, formaður LO í Danmörku Jens Stoltenberg, formaður Jafnaðarmannaflokkssins í Noregi, forsætisráðherra Roar Flåthen, formaður LO í Noregi, Jutta Urpilainen, formaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi, vara-forsætisráðherra Lauri Lyly, formaður SAK/FFC í Finnlandi Camilla Gunell formaður Jafnaðarmannaflokksins á Álandseyjum.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar