Kynntist langömmu upp á nýtt 31. janúar 2012 21:00 Frú Magnea Þessi mynd prýðir forsíðu bókarinnar um verk Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar, en hún kom út samhliða sýningu á listilega gerðum þjóðbúningum hennar, sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu. „Það hefur verið ótrúlega gaman að fá að kynnast ömmu upp á nýtt í gegnum þetta verkefni," segir Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og langömmubarn Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. Aldís myndaði handverk ömmu sinnar fyrir nýútkomna bók sem sýnir þau fjölbreyttu verk sem Magnea saumaði handa sér og afkomendum sínum. Bókin kom út samhliða opnun sýningar í Þjóðminjasafninu, þar sem sjá má fjölda þjóðbúninga sem Magnea saumaði á sig og afkomendur sína. Magnea var eiginkona Sigurbjörns Einarssonar biskups. Margir muna eftir því að hún var hún jafnan í búningi þegar hún kom fram opinberlega við hlið hans. „Hún var alltaf í búningi og það fannst manni alveg eðlilegt," rifjar Aldís upp. „Jafnvel þegar við fórum saman í lautarferð, fjölskyldan, þá mætti amma í lopapeysu, en í peysufötum eða upphlut innan undir. Þegar hún varð biskupsfrú þurfti hún að fara í margar veislur og hefði ef til vill þurft að eignast marga kjóla fyrir þær. Hún leysti það með því að búa sér til fallegan skautbúning sem hentaði fyrir flest tilefni. Það var dálítið sniðugt hjá henni." Í bókinni eru verk Magneu skoðuð í tímaröð, allt frá fyrsta nálapúðanum sem hún saumaði fimm ára gömul, til þeirra verka sem hún vann á efri árum, en hún var með eitthvað í höndunum fram á síðustu stundu. Á meðal þeirra dýrgripa sem afkomendur Magneu eiga eftir hana er fjöldi heklaðra og prjónaðra skírnarkjóla, rúmteppi sem brúðhjón fengu í brúðkaupsgjöf og listilega útsaumaðir dúkar, svo fátt eitt sé nefnt. Hugmyndin að bókinni um verk Magneu kom upp á frænkufundi þegar árið 2011 nálgaðist, en það ár hefðu þau Sigurbjörn og Magnea bæði orðið hundrað ára. Það eru systurnar Halla og Edda Kjartansdætur og Harpa Árnadóttir, frænkur Aldísar, sem ritstýra bókinni. Fleiri frænkur komu jafnframt að hugmyndavinnunni. „Frú Magnea var alveg mögnuð fyrirmynd og við lítum allar mikið upp til hennar. Á þessum tímamótum langaði okkur að varpa ljósi á þau listaverk, sem hún skildi eftir sig. Amma var mjög hógvær, og fer örugglega smá hjá sér núna," segir Aldís um langömmu sína. „Það var merkilegt að uppgötva hversu ótrúlegt magn af listaverkum er til eftir hana. Hún sem kom upp átta börnum, hélt heimili og stóð þétt við bakið á eiginmanni sínum í erilsömu embætti. Afkomendur þeirra í dag eru 87."Aldís Pálsdóttir kynntist langömmu sinni upp á nýtt þegar hún fór, ásamt frænkum sínum, að vinna að bók um verk Magneu Þorkelsdóttur.Aldís sjálf á eina fimm ára Magneu sem heitir í höfuðið á langalangömmu sinni. Sú litla fæddist stuttu eftir að Magnea eldri lést árið 2006 en það var einmitt langalangafinn, Sigurbjörn, sem skírði hana. Opnunin á sýningunni í Þjóðminjasafninu síðastliðinn laugardag var vel sótt og margir virtust áhugasamir um verk Magneu, en allar þær bækur sem safnið hafði tryggt sér seldust upp á opnunardaginn. „Það hefur verið ótrúlega gaman að finna fyrir áhuganum, þetta hefur verið svo persónulegt verkefni fyrir okkur sem stöndum að því," segir Aldís. Sýningin stendur í Þjóðminjasafninu fram til 28. ágúst. holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Það hefur verið ótrúlega gaman að fá að kynnast ömmu upp á nýtt í gegnum þetta verkefni," segir Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og langömmubarn Magneu Þorkelsdóttur biskupsfrúar. Aldís myndaði handverk ömmu sinnar fyrir nýútkomna bók sem sýnir þau fjölbreyttu verk sem Magnea saumaði handa sér og afkomendum sínum. Bókin kom út samhliða opnun sýningar í Þjóðminjasafninu, þar sem sjá má fjölda þjóðbúninga sem Magnea saumaði á sig og afkomendur sína. Magnea var eiginkona Sigurbjörns Einarssonar biskups. Margir muna eftir því að hún var hún jafnan í búningi þegar hún kom fram opinberlega við hlið hans. „Hún var alltaf í búningi og það fannst manni alveg eðlilegt," rifjar Aldís upp. „Jafnvel þegar við fórum saman í lautarferð, fjölskyldan, þá mætti amma í lopapeysu, en í peysufötum eða upphlut innan undir. Þegar hún varð biskupsfrú þurfti hún að fara í margar veislur og hefði ef til vill þurft að eignast marga kjóla fyrir þær. Hún leysti það með því að búa sér til fallegan skautbúning sem hentaði fyrir flest tilefni. Það var dálítið sniðugt hjá henni." Í bókinni eru verk Magneu skoðuð í tímaröð, allt frá fyrsta nálapúðanum sem hún saumaði fimm ára gömul, til þeirra verka sem hún vann á efri árum, en hún var með eitthvað í höndunum fram á síðustu stundu. Á meðal þeirra dýrgripa sem afkomendur Magneu eiga eftir hana er fjöldi heklaðra og prjónaðra skírnarkjóla, rúmteppi sem brúðhjón fengu í brúðkaupsgjöf og listilega útsaumaðir dúkar, svo fátt eitt sé nefnt. Hugmyndin að bókinni um verk Magneu kom upp á frænkufundi þegar árið 2011 nálgaðist, en það ár hefðu þau Sigurbjörn og Magnea bæði orðið hundrað ára. Það eru systurnar Halla og Edda Kjartansdætur og Harpa Árnadóttir, frænkur Aldísar, sem ritstýra bókinni. Fleiri frænkur komu jafnframt að hugmyndavinnunni. „Frú Magnea var alveg mögnuð fyrirmynd og við lítum allar mikið upp til hennar. Á þessum tímamótum langaði okkur að varpa ljósi á þau listaverk, sem hún skildi eftir sig. Amma var mjög hógvær, og fer örugglega smá hjá sér núna," segir Aldís um langömmu sína. „Það var merkilegt að uppgötva hversu ótrúlegt magn af listaverkum er til eftir hana. Hún sem kom upp átta börnum, hélt heimili og stóð þétt við bakið á eiginmanni sínum í erilsömu embætti. Afkomendur þeirra í dag eru 87."Aldís Pálsdóttir kynntist langömmu sinni upp á nýtt þegar hún fór, ásamt frænkum sínum, að vinna að bók um verk Magneu Þorkelsdóttur.Aldís sjálf á eina fimm ára Magneu sem heitir í höfuðið á langalangömmu sinni. Sú litla fæddist stuttu eftir að Magnea eldri lést árið 2006 en það var einmitt langalangafinn, Sigurbjörn, sem skírði hana. Opnunin á sýningunni í Þjóðminjasafninu síðastliðinn laugardag var vel sótt og margir virtust áhugasamir um verk Magneu, en allar þær bækur sem safnið hafði tryggt sér seldust upp á opnunardaginn. „Það hefur verið ótrúlega gaman að finna fyrir áhuganum, þetta hefur verið svo persónulegt verkefni fyrir okkur sem stöndum að því," segir Aldís. Sýningin stendur í Þjóðminjasafninu fram til 28. ágúst. holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira