ESB og lýðræðisrétturinn Ögmundur Jónasson skrifar 29. ágúst 2012 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar hans eru mjög áþekkar og jafnan þar að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja Stjórnarráðsins en andvígt utandyra. Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu „utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnarflokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra." Ekki er þetta nú svo. Á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí sl. komu samningsmarkmið Íslands í peningamálum til umfjöllunar, svo og aftur 21. ágúst eftir þessi svikabrigslaskrif Þorsteins Pálssonar, sem af hálfu stjórnvalda gegnir trúnaðarstöðu í ESB ferlinu. Hið rétta er að þrír fyrirvarar komu fram á þessum fundum: Varðandi afnám gjaldeyrishafta; varðandi inngöngu í ERM II gjaldeyrissamstarfið og varðandi upptöku evru. Sá sem ekki vill ganga í ESB er varla áhugasamur um upptöku evru og hélt ég að Þorsteini Pálssyni væri kunnugt um afdráttarlausa afstöðu VG í þeim efnum. VG gerði fyrirvara um málið í heild sinni og hefur frá upphafi haldið því opnu að endurskoða málið ef aðstæður breyttust. Það hafa þær svo sannarlega gert. Samfylkingin hafnaði því í aðdraganda stjórnarmyndunar að spyrja þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild. En réttur þjóðarinnar verður ekki af henni tekinn endalaust, ekki síst þegar aðstæður breytast. Það stóð aldrei til að draga viðræður á langinn þar til ESB og sambandssinnar hér á landi finna heppilegri tímapunkt en nú er í augsýn til að ljúka málinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar hans eru mjög áþekkar og jafnan þar að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja Stjórnarráðsins en andvígt utandyra. Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu „utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnarflokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra." Ekki er þetta nú svo. Á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí sl. komu samningsmarkmið Íslands í peningamálum til umfjöllunar, svo og aftur 21. ágúst eftir þessi svikabrigslaskrif Þorsteins Pálssonar, sem af hálfu stjórnvalda gegnir trúnaðarstöðu í ESB ferlinu. Hið rétta er að þrír fyrirvarar komu fram á þessum fundum: Varðandi afnám gjaldeyrishafta; varðandi inngöngu í ERM II gjaldeyrissamstarfið og varðandi upptöku evru. Sá sem ekki vill ganga í ESB er varla áhugasamur um upptöku evru og hélt ég að Þorsteini Pálssyni væri kunnugt um afdráttarlausa afstöðu VG í þeim efnum. VG gerði fyrirvara um málið í heild sinni og hefur frá upphafi haldið því opnu að endurskoða málið ef aðstæður breyttust. Það hafa þær svo sannarlega gert. Samfylkingin hafnaði því í aðdraganda stjórnarmyndunar að spyrja þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild. En réttur þjóðarinnar verður ekki af henni tekinn endalaust, ekki síst þegar aðstæður breytast. Það stóð aldrei til að draga viðræður á langinn þar til ESB og sambandssinnar hér á landi finna heppilegri tímapunkt en nú er í augsýn til að ljúka málinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun