Þjóðin verður að leggja línurnar Þorkell Helgason skrifar 29. ágúst 2012 06:00 Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk. Annars vegar verða kjósendur spurðir hvort þeir vilji leggja tillögur ráðsins til grundvallar nýrri stjórnarskrá en hins vegar um afstöðu þeirra til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Aðdragandi málsins er langur en verður ekki rakinn hér. Aðalatriðið er að nú liggur fyrir heildartillaga í frumvarpsformi um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og að þjóðinni gefst með atkvæðagreiðslunni einstakt tækifæri til að stuðla að því að nýr og traustur grundvöllur verði lagður að þjóðfélagi okkar. Um hvað verður spurt?Eftirfarandi spurningar verða lagðar fyrir kjósendur: 1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? 2.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? 3.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? 4.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? 5.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? 6.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þeir sem eru í einu og öllu sammála tillögum stjórnlagaráðs svara öllum spurningum með jái nema þeirri þriðju með neii. Komi í ljós skýr vilji kjósenda um að einhverjum af spurningum beri að svara með öðrum hætti, verður að ætla að þingið breyti tillögum ráðsins í samræmi við það. Í skoðanakönnun sem gerð var í lok mars sl. um spurningarnar tjáðu fjórir fimmtu hlutar kjósenda sig þó sammála ráðinu í þessum atriðum. Þó voru þeir álíka margir sem vilja þjóðkirkjuákvæðið inni og hinir sem vilja að það hverfi úr stjórnarskránni eins og ráðið leggur til. Málið verður kynntGreinarhöfundur mun fjalla um spurningarnar vikulega fram að kjördeginum hér í Fréttablaðinu. Í kjölfar þessa inngangs verða teknar fyrir þær þeirra sem lúta að einstökum álitamálum en í lokin fjallað um málið í heild, þ.e. meginspurninguna, þá fyrstu. Ætlunin er að upplýsa og færa rök fyrir þeim svörum sem samrýmast tillögum stjórnlagaráðs. Gagnraka verður einnig getið og þeim svarað. Höfundur sat í stjórnlagaráði og stóð að tillögum þess í heild. Málsmeðferðin tekur vitaskuld mið af því. Um þjóðaratkvæðagreiðslur gilda sérstök lög (nr. 91/2010) en þar er m.a. mælt fyrir um að Alþingi skuli standa fyrir víðtækri kynningu á málefninu. Þess er að vænta að myndarlega verði að því verki staðið. Á okkur sem sátum í stjórnlagaráði hvílir á hinn bóginn einnig sú siðferðislega skylda að upplýsa og mæla fyrir tillögum okkar. Því eru þessir pistlar ritaðir. Til frekari upplýsingar skal bent á vefsíðu stjórnlagaráðs, Stjornlagarad.is, þar sem bæði má sjá tillögur ráðsins í heild sinni ásamt ítarlegri greinargerð, auk þess sem rekja má umræður og atkvæðagreiðslur í ráðinu. Þá er gagnlegt að bera frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá saman við gildandi stjórnarskrá, grein fyrir grein. Slíkan samanburð er að finna á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=1175. Að lokum má benda á lítið kver, Ný stjórnarskrá Íslands, með frumvarpi ráðsins í heild sem fæst við vægu verði í heldri bókabúðum. Stjórnarskrármálinu lyktar ekki með þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust þar sem niðurstöður hennar eru ekki bindandi fyrir Alþingi. Engu að síður er þetta mikilvægt skref sem mun þoka málinu vel áfram. Því er brýnt að allir kynni sér viðfangsefnið vandlega og taki afstöðu og mæti á kjörstað. Það er von undirritaðs að lokaniðurstaðan verði góð stjórnarskrá, þar sem öll helstu markmiðin í tillögum stjórnlagaráðs nái fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk. Annars vegar verða kjósendur spurðir hvort þeir vilji leggja tillögur ráðsins til grundvallar nýrri stjórnarskrá en hins vegar um afstöðu þeirra til nokkurra lykilatriða í tillögum ráðsins. Aðdragandi málsins er langur en verður ekki rakinn hér. Aðalatriðið er að nú liggur fyrir heildartillaga í frumvarpsformi um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og að þjóðinni gefst með atkvæðagreiðslunni einstakt tækifæri til að stuðla að því að nýr og traustur grundvöllur verði lagður að þjóðfélagi okkar. Um hvað verður spurt?Eftirfarandi spurningar verða lagðar fyrir kjósendur: 1.Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? 2.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? 3.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? 4.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? 5.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? 6.Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þeir sem eru í einu og öllu sammála tillögum stjórnlagaráðs svara öllum spurningum með jái nema þeirri þriðju með neii. Komi í ljós skýr vilji kjósenda um að einhverjum af spurningum beri að svara með öðrum hætti, verður að ætla að þingið breyti tillögum ráðsins í samræmi við það. Í skoðanakönnun sem gerð var í lok mars sl. um spurningarnar tjáðu fjórir fimmtu hlutar kjósenda sig þó sammála ráðinu í þessum atriðum. Þó voru þeir álíka margir sem vilja þjóðkirkjuákvæðið inni og hinir sem vilja að það hverfi úr stjórnarskránni eins og ráðið leggur til. Málið verður kynntGreinarhöfundur mun fjalla um spurningarnar vikulega fram að kjördeginum hér í Fréttablaðinu. Í kjölfar þessa inngangs verða teknar fyrir þær þeirra sem lúta að einstökum álitamálum en í lokin fjallað um málið í heild, þ.e. meginspurninguna, þá fyrstu. Ætlunin er að upplýsa og færa rök fyrir þeim svörum sem samrýmast tillögum stjórnlagaráðs. Gagnraka verður einnig getið og þeim svarað. Höfundur sat í stjórnlagaráði og stóð að tillögum þess í heild. Málsmeðferðin tekur vitaskuld mið af því. Um þjóðaratkvæðagreiðslur gilda sérstök lög (nr. 91/2010) en þar er m.a. mælt fyrir um að Alþingi skuli standa fyrir víðtækri kynningu á málefninu. Þess er að vænta að myndarlega verði að því verki staðið. Á okkur sem sátum í stjórnlagaráði hvílir á hinn bóginn einnig sú siðferðislega skylda að upplýsa og mæla fyrir tillögum okkar. Því eru þessir pistlar ritaðir. Til frekari upplýsingar skal bent á vefsíðu stjórnlagaráðs, Stjornlagarad.is, þar sem bæði má sjá tillögur ráðsins í heild sinni ásamt ítarlegri greinargerð, auk þess sem rekja má umræður og atkvæðagreiðslur í ráðinu. Þá er gagnlegt að bera frumvarp ráðsins að nýrri stjórnarskrá saman við gildandi stjórnarskrá, grein fyrir grein. Slíkan samanburð er að finna á vefsíðunni thorkellhelgason.is/?p=1175. Að lokum má benda á lítið kver, Ný stjórnarskrá Íslands, með frumvarpi ráðsins í heild sem fæst við vægu verði í heldri bókabúðum. Stjórnarskrármálinu lyktar ekki með þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust þar sem niðurstöður hennar eru ekki bindandi fyrir Alþingi. Engu að síður er þetta mikilvægt skref sem mun þoka málinu vel áfram. Því er brýnt að allir kynni sér viðfangsefnið vandlega og taki afstöðu og mæti á kjörstað. Það er von undirritaðs að lokaniðurstaðan verði góð stjórnarskrá, þar sem öll helstu markmiðin í tillögum stjórnlagaráðs nái fram að ganga.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar