Ekkert svigrúm Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 30. janúar 2012 11:08 Stóridómur er fallinn. Tveir hagfræðidoktorar við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerðu skýrslu og þjóðinni var tilkynnt að bankarnir hefðu ekki svigrúm til frekari afskrifta hjá yfirskuldsettum heimilum. Þetta var ekki hlutlaust mat. Bönkunum var ekki látið eftir að svara spurningunni um hvort þeir hefðu svigrúm til að afskrifa meira af skuldum heimilanna í kjölfar útkomu skýrslunnar. Ekki heldur ríkisstjórninni. Svörin voru keypt úti í bæ til að fría þá sem ábyrgðina bera. Og nú eiga 60.000 heimili sem berjast í bökkum fjárhagslega, 40% heimila í landinu, að una glöð við sitt hlutskipti.60.000 fjölskyldur hafa ekki svigrúm Fæstir virðast skilja málið enda þjóðin löngu hætt að nenna að skoða forsendurnar fyrir öllu ruglinu sem viðgengist hefur og viðgengst enn. Og þar liggur mesta hættan. Það er svo sem skiljanlegt að fólk almennt hafi ekki tíma og nennu til að setja sig inn í málin, enda margt óskiljanlegt, en ég hvet það samt til að gera það. Sinnuleysi og meðvirkni eru að leggja fjárhag íslenskra heimila í rúst. Það getur svo sem vel verið að bankarnir, sem skila gífurlegum hagnaði, hafi ekki fjárhagslegt svigrúm EN ÞAÐ HAFA 40% HEIMILA Í LANDINU EKKI HELDUR. Það snýst ekki um vilja til að borga af lánunum heldur getu. Það er bláköld staðreindin. Á því verður að taka strax, hvað sem líður skýrslum.Svik og prettir Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki skrifuð fyrir venjulegt fólk og því ekki vel skiljanleg. Tilgangurinn hefur heldur ekki verið sá að skuldsettar fjölskyldur ættu að skilja hana. Í Þjóðhagsáætlun 2012 sem lögð var fram af efnahags- og viðskiptaráðherra 4. október 2011 kemur fram að í ágústlok 2011 var búið að færa niður lán heimilanna um 164 milljarða. Þar af voru 131 milljarður vegna leiðréttingar á ólöglegu gengistryggðu lánunum. Takið eftir því að þetta er leiðrétting á ólöglegum gjörningi. Aftur á móti eru 24 milljarðar vegna 110% leiðréttingar hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta eru öll ósköpin. Eruð þið ekki þakklát? Um þetta eru notuð mörg orð. Skýrslu Hagfræðistofnunar og Þjóðhagsspá 2012 er hvort tveggja hægt að nálgast á netinu.Hverjir gæta hagsmuna lántakenda Hverjir eru að gæta hagsmuna heimilanna í landinu. Einstaklingar fara einir í bankana að semja um lánin sín, gæta hagsmuna sinnar fjölskyldu. Þetta hafa 60.000 fjölskyldur þurft að gera eða 40% heimila í landinu. 60.000 fulltrúar lánþega fara hver um sig til kröfuhafanna að reyna að semja um að geta haldið heimilinu og sjá sómasamlega fyrir fjölskyldunni. Hinum megin við borðið eru heilu stofnanirnar, öflugt kerfi með fjölda manns á föstum góðum launum, að gæta hagsmuna kröfuhafanna, þeirra sem eiga lánin. Enginn í bönkunum er að gæta hagsmuna lántakenda sem halda þó uppi bankakerfinu.Viðhorf stjórnvalda Ríkisstjórnin bjó til stofnun, umboðsmaður skuldara. Nafnið eitt lýsir vel viðhorfi stjórnvalda til yfirskuldsettra heimila. Enda neita stjórnvöld að horfast í augu við skuldavanda heimilanna og eru ekki að taka á honum. Hagsmunasamtök heimilanna eru einu skipulögðu samtökin sem reyna að halda uppi vörnum fyrir heimilin í landinu. Það eru frjáls félagasamtök sem eru að mestu rekin áfram af sjálfboðaliðum. Nokkrir sjálfboðaliðar eru að berjast fyrir húsnæðislánþega, berjast fyrir 40% þjóðarinnar, gegn ofurvaldi kröfuhafa í bönkunum. Stjórnvöld horfa aðgerðalítil á. Og allt snýst þetta um peninga sem eru eiginlega ekki til. Tilbúið manngert valdakerfi. En það er sannarlega öflugt valdakerfi.Viðhorfsbreyting Eina leiðin til breytinga er viðhorfsbreyting. Það er hagur kröfuhafanna að stjórnvöld og lántakendur hafi ríkjandi viðhorf. Það þykir sanngjarnt og eðlilegt að heimilin í landinu séu sett undir sömu eða verri lánaskilyrði en áhættufjárfestar. Það þykir líka eðlilegt og sjálfsagt að fjölskyldurnar í landinu séu hver fyrir sig að semja við bankana sem eru í dag fyrst og fremst innheimtustofnanir fyrir kröfuhafa. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að heimilin í landinu beri kostnaðinn af ólöglegum gjörningi stjórnvalda. Það þykir sjálfsagt að innheimtustofnanir sem skila ofurhagnaði láti ekkert af hendi rakna til lántakendanna sem halda uppi kerfinu. Það þykir líka sjálfsagt að þeir setji leikreglurnar einhliða. Svona væri hægt að halda lengi áfram. Hugsi hver fyrir sig. Meðan þessi viðhorf breytast ekki breytist ekkert annað. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Stóridómur er fallinn. Tveir hagfræðidoktorar við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerðu skýrslu og þjóðinni var tilkynnt að bankarnir hefðu ekki svigrúm til frekari afskrifta hjá yfirskuldsettum heimilum. Þetta var ekki hlutlaust mat. Bönkunum var ekki látið eftir að svara spurningunni um hvort þeir hefðu svigrúm til að afskrifa meira af skuldum heimilanna í kjölfar útkomu skýrslunnar. Ekki heldur ríkisstjórninni. Svörin voru keypt úti í bæ til að fría þá sem ábyrgðina bera. Og nú eiga 60.000 heimili sem berjast í bökkum fjárhagslega, 40% heimila í landinu, að una glöð við sitt hlutskipti.60.000 fjölskyldur hafa ekki svigrúm Fæstir virðast skilja málið enda þjóðin löngu hætt að nenna að skoða forsendurnar fyrir öllu ruglinu sem viðgengist hefur og viðgengst enn. Og þar liggur mesta hættan. Það er svo sem skiljanlegt að fólk almennt hafi ekki tíma og nennu til að setja sig inn í málin, enda margt óskiljanlegt, en ég hvet það samt til að gera það. Sinnuleysi og meðvirkni eru að leggja fjárhag íslenskra heimila í rúst. Það getur svo sem vel verið að bankarnir, sem skila gífurlegum hagnaði, hafi ekki fjárhagslegt svigrúm EN ÞAÐ HAFA 40% HEIMILA Í LANDINU EKKI HELDUR. Það snýst ekki um vilja til að borga af lánunum heldur getu. Það er bláköld staðreindin. Á því verður að taka strax, hvað sem líður skýrslum.Svik og prettir Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki skrifuð fyrir venjulegt fólk og því ekki vel skiljanleg. Tilgangurinn hefur heldur ekki verið sá að skuldsettar fjölskyldur ættu að skilja hana. Í Þjóðhagsáætlun 2012 sem lögð var fram af efnahags- og viðskiptaráðherra 4. október 2011 kemur fram að í ágústlok 2011 var búið að færa niður lán heimilanna um 164 milljarða. Þar af voru 131 milljarður vegna leiðréttingar á ólöglegu gengistryggðu lánunum. Takið eftir því að þetta er leiðrétting á ólöglegum gjörningi. Aftur á móti eru 24 milljarðar vegna 110% leiðréttingar hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta eru öll ósköpin. Eruð þið ekki þakklát? Um þetta eru notuð mörg orð. Skýrslu Hagfræðistofnunar og Þjóðhagsspá 2012 er hvort tveggja hægt að nálgast á netinu.Hverjir gæta hagsmuna lántakenda Hverjir eru að gæta hagsmuna heimilanna í landinu. Einstaklingar fara einir í bankana að semja um lánin sín, gæta hagsmuna sinnar fjölskyldu. Þetta hafa 60.000 fjölskyldur þurft að gera eða 40% heimila í landinu. 60.000 fulltrúar lánþega fara hver um sig til kröfuhafanna að reyna að semja um að geta haldið heimilinu og sjá sómasamlega fyrir fjölskyldunni. Hinum megin við borðið eru heilu stofnanirnar, öflugt kerfi með fjölda manns á föstum góðum launum, að gæta hagsmuna kröfuhafanna, þeirra sem eiga lánin. Enginn í bönkunum er að gæta hagsmuna lántakenda sem halda þó uppi bankakerfinu.Viðhorf stjórnvalda Ríkisstjórnin bjó til stofnun, umboðsmaður skuldara. Nafnið eitt lýsir vel viðhorfi stjórnvalda til yfirskuldsettra heimila. Enda neita stjórnvöld að horfast í augu við skuldavanda heimilanna og eru ekki að taka á honum. Hagsmunasamtök heimilanna eru einu skipulögðu samtökin sem reyna að halda uppi vörnum fyrir heimilin í landinu. Það eru frjáls félagasamtök sem eru að mestu rekin áfram af sjálfboðaliðum. Nokkrir sjálfboðaliðar eru að berjast fyrir húsnæðislánþega, berjast fyrir 40% þjóðarinnar, gegn ofurvaldi kröfuhafa í bönkunum. Stjórnvöld horfa aðgerðalítil á. Og allt snýst þetta um peninga sem eru eiginlega ekki til. Tilbúið manngert valdakerfi. En það er sannarlega öflugt valdakerfi.Viðhorfsbreyting Eina leiðin til breytinga er viðhorfsbreyting. Það er hagur kröfuhafanna að stjórnvöld og lántakendur hafi ríkjandi viðhorf. Það þykir sanngjarnt og eðlilegt að heimilin í landinu séu sett undir sömu eða verri lánaskilyrði en áhættufjárfestar. Það þykir líka eðlilegt og sjálfsagt að fjölskyldurnar í landinu séu hver fyrir sig að semja við bankana sem eru í dag fyrst og fremst innheimtustofnanir fyrir kröfuhafa. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að heimilin í landinu beri kostnaðinn af ólöglegum gjörningi stjórnvalda. Það þykir sjálfsagt að innheimtustofnanir sem skila ofurhagnaði láti ekkert af hendi rakna til lántakendanna sem halda uppi kerfinu. Það þykir líka sjálfsagt að þeir setji leikreglurnar einhliða. Svona væri hægt að halda lengi áfram. Hugsi hver fyrir sig. Meðan þessi viðhorf breytast ekki breytist ekkert annað. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun