Ökklabrot, LÍN og sjúkrapróf í Háskóla Íslands Arnar Þór Ingólfsson skrifar 30. janúar 2012 11:40 Síðastliðið haust hóf ég nám við Háskóla Íslands. Námið fór vel af stað og ég stundaði það samviskusamlega. Ég tók virkan þátt í félagslífinu og eignaðist nýja vini og félaga. Ég ákvað að reyna að láta sumarpeningana endast eins lengi og mögulegt væri, en sækja jafnframt um námslán hjá LÍN. Þó vildi ég ekki taka yfirdráttarlán hjá bankanum mínum, enda fannst mér nokkuð líklegt að ég gæti látið sumarpeningana duga út önnina. Skólalífið í Reykjavík var ansi spennandi og haustið leið hratt. Nóvember var mánuður ritgerða, lokaverkefna og nokkurra svefnlausra nætra. Þann 22. nóvember skilaði ég seinasta verkefni annarinnar í hús og prófin voru handan við hornið. Síðar þann sama dag hélt ég á fótboltaæfingu og varð fyrir því óláni að ökklabrotna illa eftir slysalegt samstuð. Þegar ég lá sárþjáður á gervigrasvellinum í mígandi rigningu og beið eftir sjúkrabílnum voru prófin eitt það fyrsta sem kom upp í hugann. ,,Þetta er nú ekki sniðugur prófaundirbúningur", sagði ég við félaga mína sem stóðu yfir mér á vellinum. Til að gera langa sögu stutta þá átti ég að fara í tvö lokapróf, 2. og 5. desember. Á meðan að þau próf fóru fram lá ég á Landsspítalanum í Fossvogi með sýklalyf í æð, eftir að ég fékk slæma sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar sem ég fór í þann 23. nóvember. Ég náði báðum þeim áföngum sem voru próflausir með fyrstu einkunn og var virkilega ánægður með það. Mér var hins vegar ljóst að ekki væri mögulegt að taka sjúkraprófin í janúar og því ætti ég ekki kost á því að skila inn þeim 30 einingum sem ég hafði ætlað mér í upphafi. Þess vegna ætti ég ekki rétt á fullum námslánum fyrir haustönnina. Ég hringdi í LÍN um miðjan desember og var þá tjáð að ég gæti fengið andvirði 18 eininga greitt út í janúar. Það er, rúmlega 60% af heildarlánsupphæð. Ég taldi að þá yrði þetta allt í góðu lagi og hugsaði ekki mikið meira út í það að svo stöddu. Síðan þegar líða tók á janúarmánuð var ég orðinn fremur peningalítill og ákvað að drífa í því að sækja um svigrúm frá reglum LÍN um námsframvindu. Þegar ég var að fylla út viðeigandi eyðublað tók ég eftir því að þar stóð að skilyrði fyrir því að námsmaður geti fengið andvirði 18 eininga greitt út sé að hann hafi áður skilað fullnægjandi árangri í lánshæfu námi, 18 ECTS-einingum eða sambærilegu. Þetta vakti mig til aðeins til umhugsunar en þó taldi ég nánast útilokað að þetta gæti virkilega verið svona. Varla færi LÍN að neita mér um þetta svigrúm bara vegna þess að ég er á fyrsta ári? Í dag fór ég með útfyllt eyðublað og læknisvottorð niður í húsnæði LÍN í Borgartúni. Ég haltraði þangað inn og sagði ráðgjafa frá mínum málum og hvernig þetta stæði allt saman. Svarið sem ég fékk var á þá leið að það væri einfaldlega ekki hægt að víkja frá settum úthlutunarreglum. Ég, sem fyrsta árs nemi, á ekki rétt á því að fá aukið svigrúm varðandi námsframvindu. Hef nefnilega ekki skilað neinum einingum - enda hef ég aldrei haft möguleika á því. Þetta skilyrði LÍN er hreinlega ósanngjarnt gagnvart öllum þeim sem eru á sínu fyrsta misseri í lánshæfu námi. Sérstaklega er þetta ósanngjarnt vegna þess að stúdentar í langflestum deildum Háskóla Íslands eiga ekki lengur kost á því að taka sjúkrapróf í janúar. Núverandi kerfi býður því upp á að stúdentar á fyrsta ári lendi í fjárhagslegu stórslysi án þess að geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Ekki er heldur tekið tillit til vel viðunandi árangurs í þeim námskeiðum sem nemanda tekst að klára. Nú eru kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands framundan og ég vona að báðar þær ágætu fylkingar sem þar bjóða fram hafi það að markmiði berjast saman fyrir endurskoðun á þessu skilyrði og ýmsum öðrum málum er varða LÍN. Lánasjóðurinn á að vinna í okkar hag og gera okkur kleift að stunda námið áhyggjulaust, en ekki öfugt. Slys og veikindi bera ekki boð á undan sér. Allir stúdentar, líka fyrsta árs nemar, eiga að vera vissir um að LÍN veiti þeim einhverskonar tryggingu ef þeir missa af prófunum sínum. Jólapróf og námslán eiga ekki að vera það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður brýtur á sér ökklann. Arnar Þór Ingólfsson, nemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust hóf ég nám við Háskóla Íslands. Námið fór vel af stað og ég stundaði það samviskusamlega. Ég tók virkan þátt í félagslífinu og eignaðist nýja vini og félaga. Ég ákvað að reyna að láta sumarpeningana endast eins lengi og mögulegt væri, en sækja jafnframt um námslán hjá LÍN. Þó vildi ég ekki taka yfirdráttarlán hjá bankanum mínum, enda fannst mér nokkuð líklegt að ég gæti látið sumarpeningana duga út önnina. Skólalífið í Reykjavík var ansi spennandi og haustið leið hratt. Nóvember var mánuður ritgerða, lokaverkefna og nokkurra svefnlausra nætra. Þann 22. nóvember skilaði ég seinasta verkefni annarinnar í hús og prófin voru handan við hornið. Síðar þann sama dag hélt ég á fótboltaæfingu og varð fyrir því óláni að ökklabrotna illa eftir slysalegt samstuð. Þegar ég lá sárþjáður á gervigrasvellinum í mígandi rigningu og beið eftir sjúkrabílnum voru prófin eitt það fyrsta sem kom upp í hugann. ,,Þetta er nú ekki sniðugur prófaundirbúningur", sagði ég við félaga mína sem stóðu yfir mér á vellinum. Til að gera langa sögu stutta þá átti ég að fara í tvö lokapróf, 2. og 5. desember. Á meðan að þau próf fóru fram lá ég á Landsspítalanum í Fossvogi með sýklalyf í æð, eftir að ég fékk slæma sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar sem ég fór í þann 23. nóvember. Ég náði báðum þeim áföngum sem voru próflausir með fyrstu einkunn og var virkilega ánægður með það. Mér var hins vegar ljóst að ekki væri mögulegt að taka sjúkraprófin í janúar og því ætti ég ekki kost á því að skila inn þeim 30 einingum sem ég hafði ætlað mér í upphafi. Þess vegna ætti ég ekki rétt á fullum námslánum fyrir haustönnina. Ég hringdi í LÍN um miðjan desember og var þá tjáð að ég gæti fengið andvirði 18 eininga greitt út í janúar. Það er, rúmlega 60% af heildarlánsupphæð. Ég taldi að þá yrði þetta allt í góðu lagi og hugsaði ekki mikið meira út í það að svo stöddu. Síðan þegar líða tók á janúarmánuð var ég orðinn fremur peningalítill og ákvað að drífa í því að sækja um svigrúm frá reglum LÍN um námsframvindu. Þegar ég var að fylla út viðeigandi eyðublað tók ég eftir því að þar stóð að skilyrði fyrir því að námsmaður geti fengið andvirði 18 eininga greitt út sé að hann hafi áður skilað fullnægjandi árangri í lánshæfu námi, 18 ECTS-einingum eða sambærilegu. Þetta vakti mig til aðeins til umhugsunar en þó taldi ég nánast útilokað að þetta gæti virkilega verið svona. Varla færi LÍN að neita mér um þetta svigrúm bara vegna þess að ég er á fyrsta ári? Í dag fór ég með útfyllt eyðublað og læknisvottorð niður í húsnæði LÍN í Borgartúni. Ég haltraði þangað inn og sagði ráðgjafa frá mínum málum og hvernig þetta stæði allt saman. Svarið sem ég fékk var á þá leið að það væri einfaldlega ekki hægt að víkja frá settum úthlutunarreglum. Ég, sem fyrsta árs nemi, á ekki rétt á því að fá aukið svigrúm varðandi námsframvindu. Hef nefnilega ekki skilað neinum einingum - enda hef ég aldrei haft möguleika á því. Þetta skilyrði LÍN er hreinlega ósanngjarnt gagnvart öllum þeim sem eru á sínu fyrsta misseri í lánshæfu námi. Sérstaklega er þetta ósanngjarnt vegna þess að stúdentar í langflestum deildum Háskóla Íslands eiga ekki lengur kost á því að taka sjúkrapróf í janúar. Núverandi kerfi býður því upp á að stúdentar á fyrsta ári lendi í fjárhagslegu stórslysi án þess að geta gert nokkuð til að koma í veg fyrir það. Ekki er heldur tekið tillit til vel viðunandi árangurs í þeim námskeiðum sem nemanda tekst að klára. Nú eru kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands framundan og ég vona að báðar þær ágætu fylkingar sem þar bjóða fram hafi það að markmiði berjast saman fyrir endurskoðun á þessu skilyrði og ýmsum öðrum málum er varða LÍN. Lánasjóðurinn á að vinna í okkar hag og gera okkur kleift að stunda námið áhyggjulaust, en ekki öfugt. Slys og veikindi bera ekki boð á undan sér. Allir stúdentar, líka fyrsta árs nemar, eiga að vera vissir um að LÍN veiti þeim einhverskonar tryggingu ef þeir missa af prófunum sínum. Jólapróf og námslán eiga ekki að vera það fyrsta sem maður hugsar um þegar maður brýtur á sér ökklann. Arnar Þór Ingólfsson, nemi
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar