Áhættufé og gjaldeyrishöft Sveinn Valfells skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Fjórum árum eftir bankahrun eru almenningur og atvinnulíf enn í fjötrum gjaldeyrishafta. Falskt gengi brenglar allar ákvarðanir um fjárfestingar, höftin bjóða upp á spillingu, engin trúverðug lausn í sjónmáli. Krónan er „Disney dollar", gjaldmiðill sem hvergi er hægt að nota nema innanlands. Vöruskipti og þjónusta til samans skila afgangi, hið „raunverulega hagkerfi" er í jöfnuði og sjálfbært. En fjármagnshreyfingar eru neikvæðar, peningar streyma úr landinu þrátt fyrir höft. „Hengja" af peningum bíður eftir að komast út. Í hengjunni eru meðal annars aflandskrónur, um 500 milljarðar. Kröfur á föllnu íslensku bankana, sem að hluta til hefur verið umbreytt í hlutafé í þeim nýju, eru einnig mældar í hundruðum milljarða. Erlendar eignir þrotabúa bankanna eru um 1.700 milljarðar, lögum samkvæmt verður að gera þær upp í krónum þó gjaldeyrir komi á móti. Hengjan er fyrst og fremst áhættufé frá 2008 og er á stærð við árlega landsframleiðslu, og jafnvel stærri, hvernig svo sem talið er. Núverandi aðferðir ganga ekki. Það gæti tekið áratugi að láta afganginn af sjálfbæra hluta hagkerfisins safna gjaldeyri upp í hengjuna. Varla telst heldur boðlegt að láta sjálfbæra hlutann leysa gamla áhættuféð út. Ekki ríkissjóð heldur, hann er sameign okkar allra og komandi kynslóða. Og nýtt áhættufé fæst varla til landsins ef nýja féð á að borga það gamla út. Hvernig má þá leysa gjaldeyrishöftin án þess að skaða heimili, fyrirtæki og ríkissjóð? Einfaldast er að láta hengjuna fara út sömu leið og hún kom inn, á fljótandi gengi. En fjármálakerfið nýtur enn þá lítils trausts, gjaldmiðillinn sömuleiðis. Ef gengið væri gefið frjálst er hætt við að meira en hengjan streymdi út. Umrótið gæti skaðað fyrirtæki, heimili og ríkissjóð. Að láta krónuna fljóta er ekki útilokað en áhættusamt. Grundvallarlögmál markaðar er að eigendur áhættufjár eiga að njóta hagnaðar ef vel gengur en þola tap ef illa fer. Eðlilegt er að láta áhættuféð sem festist inni fyrir hrun taka skellinn af losun gjaldeyrishafta, ekki almenning, venjuleg fyrirtæki, skattgreiðendur eða nýja fjárfesta. Á Íslandi varð kerfishrun í fjármálakerfi. Ef krónan á ekki að fljóta þarf veruleg inngrip, hálfkák dugir skammt. Fyrirmyndin er augljós, Þýskaland 1948, þar var kerfishrunið algert, endurræsa þurfti heilt þjóðfélag, þar á meðal fjármálin. Breytingin átti sér stað um helgi eftir nokkra mánaða undirbúning í kyrrþey. Nýr gjaldmiðill var settur á fót, sérhver íbúi fékk fasta upphæð, fyrirtæki líka eftir rekstrarumsvifum. „Hengja" Þjóðverja eftir tapað stríð var leyst inn á lágu gengi, 10 til 15 gömul Reichsmark fyrir eitt nýtt Deutsche Mark. Myntbreytingin var forsenda fjármagns frá Bandaríkjunum sem fylgdi í kjölfarið, þýska hagkerfið lifnaði við. Íslendingar gætu hæglega farið svipaða leið og Þjóðverjar. Nýrri mynt yrði úthlutað til allra íbúa og fyrirtækja, hins raunverulega hagkerfis sem er í jafnvægi. Reglur um úthlutun þyrftu að vera einfaldar, gagnsæjar og gæta jafnræðis að þýskri fyrirmynd. Fóturinn undir nýju myntina gæti verið gjaldeyrir, gull eða ríkisbréf, nýja myntin yrði lögeyrir. Best væri ef nýja myntin væri fasttengd við annan gjaldmiðil eða myntkörfu, hún mætti alls ekki fljóta nema algerlega ný vinnubrögð væru tekin upp í stjórn peningamála. Jafnvel mætti taka upp annan gjaldmiðil einhliða. En gamla krónan, þar með talið hengjan, yrði leyst inn ódýrt. Eða látin fljóta, ISK frá 2008 gæti gengið kaupum og sölum alveg eins og kröfurnar á þrotabú bankanna. Sannvirði fyrir „Disney dollar" kæmi fljótt í ljós. Með nýrri mynt myndi líka opnast leið til evrusamstarfs ef sá kostur þykir ákjósanlegur. Við núverandi aðstæður er sú leið lokuð því þá myndi hengjan lenda á ríkissjóð ef hún streymdi út. Gjaldmiðlaskiptin 1948 lögðu grunninn að efnahagsundri. Þýskaland reis úr rústum og er nú langöflugasta hagkerfi Evrópu. Þjóðfélag sem hrundi fékk nýtt start. Á Íslandi eru aðstæður miklu betri. Stærsti hluti þjóðfélagsins virkar enn þrátt fyrir efnahagsáfall. Það var fjármálakerfið sem hrundi, ekki heilt þjóðfélag. En kostnaðurinn við hrunið var mikill, gjaldmiðilsvandann verður að leysa fljótt og á trúverðugan hátt til að koma í veg fyrir frekara tjón. Frumforsendan við að leysa gjaldeyrishöftin er að vernda almenning, ríkissjóð og hinn sjálfbæra hluta atvinnulífsins. Einnig þarf að greiða fyrir nýjum fjárfestingum. Augljós leið að þessum markmiðum er að fylgja fordæmi Þjóðverja frá 1948. Taka upp nýja mynt og úthluta til almennings og fyrirtækja. Láta svo gömlu krónuna fljóta eða leysa hana inn á lágu gengi, leyfa áhættufénu frá 2008 að uppskera eins og til var sáð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Fjórum árum eftir bankahrun eru almenningur og atvinnulíf enn í fjötrum gjaldeyrishafta. Falskt gengi brenglar allar ákvarðanir um fjárfestingar, höftin bjóða upp á spillingu, engin trúverðug lausn í sjónmáli. Krónan er „Disney dollar", gjaldmiðill sem hvergi er hægt að nota nema innanlands. Vöruskipti og þjónusta til samans skila afgangi, hið „raunverulega hagkerfi" er í jöfnuði og sjálfbært. En fjármagnshreyfingar eru neikvæðar, peningar streyma úr landinu þrátt fyrir höft. „Hengja" af peningum bíður eftir að komast út. Í hengjunni eru meðal annars aflandskrónur, um 500 milljarðar. Kröfur á föllnu íslensku bankana, sem að hluta til hefur verið umbreytt í hlutafé í þeim nýju, eru einnig mældar í hundruðum milljarða. Erlendar eignir þrotabúa bankanna eru um 1.700 milljarðar, lögum samkvæmt verður að gera þær upp í krónum þó gjaldeyrir komi á móti. Hengjan er fyrst og fremst áhættufé frá 2008 og er á stærð við árlega landsframleiðslu, og jafnvel stærri, hvernig svo sem talið er. Núverandi aðferðir ganga ekki. Það gæti tekið áratugi að láta afganginn af sjálfbæra hluta hagkerfisins safna gjaldeyri upp í hengjuna. Varla telst heldur boðlegt að láta sjálfbæra hlutann leysa gamla áhættuféð út. Ekki ríkissjóð heldur, hann er sameign okkar allra og komandi kynslóða. Og nýtt áhættufé fæst varla til landsins ef nýja féð á að borga það gamla út. Hvernig má þá leysa gjaldeyrishöftin án þess að skaða heimili, fyrirtæki og ríkissjóð? Einfaldast er að láta hengjuna fara út sömu leið og hún kom inn, á fljótandi gengi. En fjármálakerfið nýtur enn þá lítils trausts, gjaldmiðillinn sömuleiðis. Ef gengið væri gefið frjálst er hætt við að meira en hengjan streymdi út. Umrótið gæti skaðað fyrirtæki, heimili og ríkissjóð. Að láta krónuna fljóta er ekki útilokað en áhættusamt. Grundvallarlögmál markaðar er að eigendur áhættufjár eiga að njóta hagnaðar ef vel gengur en þola tap ef illa fer. Eðlilegt er að láta áhættuféð sem festist inni fyrir hrun taka skellinn af losun gjaldeyrishafta, ekki almenning, venjuleg fyrirtæki, skattgreiðendur eða nýja fjárfesta. Á Íslandi varð kerfishrun í fjármálakerfi. Ef krónan á ekki að fljóta þarf veruleg inngrip, hálfkák dugir skammt. Fyrirmyndin er augljós, Þýskaland 1948, þar var kerfishrunið algert, endurræsa þurfti heilt þjóðfélag, þar á meðal fjármálin. Breytingin átti sér stað um helgi eftir nokkra mánaða undirbúning í kyrrþey. Nýr gjaldmiðill var settur á fót, sérhver íbúi fékk fasta upphæð, fyrirtæki líka eftir rekstrarumsvifum. „Hengja" Þjóðverja eftir tapað stríð var leyst inn á lágu gengi, 10 til 15 gömul Reichsmark fyrir eitt nýtt Deutsche Mark. Myntbreytingin var forsenda fjármagns frá Bandaríkjunum sem fylgdi í kjölfarið, þýska hagkerfið lifnaði við. Íslendingar gætu hæglega farið svipaða leið og Þjóðverjar. Nýrri mynt yrði úthlutað til allra íbúa og fyrirtækja, hins raunverulega hagkerfis sem er í jafnvægi. Reglur um úthlutun þyrftu að vera einfaldar, gagnsæjar og gæta jafnræðis að þýskri fyrirmynd. Fóturinn undir nýju myntina gæti verið gjaldeyrir, gull eða ríkisbréf, nýja myntin yrði lögeyrir. Best væri ef nýja myntin væri fasttengd við annan gjaldmiðil eða myntkörfu, hún mætti alls ekki fljóta nema algerlega ný vinnubrögð væru tekin upp í stjórn peningamála. Jafnvel mætti taka upp annan gjaldmiðil einhliða. En gamla krónan, þar með talið hengjan, yrði leyst inn ódýrt. Eða látin fljóta, ISK frá 2008 gæti gengið kaupum og sölum alveg eins og kröfurnar á þrotabú bankanna. Sannvirði fyrir „Disney dollar" kæmi fljótt í ljós. Með nýrri mynt myndi líka opnast leið til evrusamstarfs ef sá kostur þykir ákjósanlegur. Við núverandi aðstæður er sú leið lokuð því þá myndi hengjan lenda á ríkissjóð ef hún streymdi út. Gjaldmiðlaskiptin 1948 lögðu grunninn að efnahagsundri. Þýskaland reis úr rústum og er nú langöflugasta hagkerfi Evrópu. Þjóðfélag sem hrundi fékk nýtt start. Á Íslandi eru aðstæður miklu betri. Stærsti hluti þjóðfélagsins virkar enn þrátt fyrir efnahagsáfall. Það var fjármálakerfið sem hrundi, ekki heilt þjóðfélag. En kostnaðurinn við hrunið var mikill, gjaldmiðilsvandann verður að leysa fljótt og á trúverðugan hátt til að koma í veg fyrir frekara tjón. Frumforsendan við að leysa gjaldeyrishöftin er að vernda almenning, ríkissjóð og hinn sjálfbæra hluta atvinnulífsins. Einnig þarf að greiða fyrir nýjum fjárfestingum. Augljós leið að þessum markmiðum er að fylgja fordæmi Þjóðverja frá 1948. Taka upp nýja mynt og úthluta til almennings og fyrirtækja. Láta svo gömlu krónuna fljóta eða leysa hana inn á lágu gengi, leyfa áhættufénu frá 2008 að uppskera eins og til var sáð.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun