Kjör heilbrigðisstétta Júlíana Hansdóttir Aspelund skrifar 15. desember 2012 06:00 Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglisverðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í launum af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum markaði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastéttir“ sem starfa á heilbrigðissviði. Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stórar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðjuþjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fagstétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert.Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er uppskeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðjuþjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum en með fleiri starfandi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfélaginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp láglaunasjúkrahús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglisverðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í launum af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum markaði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastéttir“ sem starfa á heilbrigðissviði. Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stórar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðjuþjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fagstétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert.Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er uppskeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðjuþjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum en með fleiri starfandi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfélaginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp láglaunasjúkrahús.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar