Kjör heilbrigðisstétta Júlíana Hansdóttir Aspelund skrifar 15. desember 2012 06:00 Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglisverðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í launum af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum markaði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastéttir“ sem starfa á heilbrigðissviði. Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stórar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðjuþjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fagstétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert.Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er uppskeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðjuþjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum en með fleiri starfandi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfélaginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp láglaunasjúkrahús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglisverðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í launum af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum markaði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastéttir“ sem starfa á heilbrigðissviði. Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stórar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðjuþjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sálfræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fagstétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert.Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er uppskeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðjuþjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta framfleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingarstofnunum en með fleiri starfandi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölgun sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmyndaauðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabbameinsgreinda, Hugarafl og Hlutverkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikilvæg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfélaginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og samfélaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp láglaunasjúkrahús.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun