Fyrir hverja er Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins? Helga Bragadóttir skrifar 15. desember 2012 06:00 Eftirfarandi dæmisaga úr raunveruleika Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðfestir mikilvægi þess að endurskoða ferla og vinnubrögð í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Til að hámarka nýtingu þekkingar og annarra auðlinda er ekki nóg að búa yfir þeim, heldur verður umhverfið og kerfið allt að styðja besta verklag. Fréttir síðustu daga hafa bent á atvik í heilbrigðisþjónustunni sem krefjast þess að við rýnum í alla þætti heilbrigðiskerfisins, hvort heldur er þekkingu og færni starfsmanna, umhverfið, samskiptin, ferlana eða lög og reglugerðir. Ég þekki karlmann á miðjum aldri, sem hefur alltaf verið heilsuhraustur og því lítið þurft að nota heilbrigðiskerfið, en um daginn taldi hann kominn tíma á að hann færi í almenna læknisskoðun. Hann ákvað því að panta tíma hjá sínum heimilislækni. Á mánudegi hringdi hann því á sína heilsugæslustöð í þeim tilgangi. Þegar hann bar upp erindið við ritarann sem svaraði sagði hún að því miður væru allir tímar bókaðir hjá heimilislækni hans næstu tvo daga og ekki væri bókað lengra fram í tímann. Hann yrði því að hringja aftur á fimmtudeginum til að fá tíma á föstudeginum.Beðinn að hringja aftur Þetta gerði maðurinn en viti menn, þegar ritarinn svaraði var allt uppbókað hjá viðkomandi heimilislækni á föstudeginum og ekki teknar niður bókanir lengra fram í tímann. Maðurinn var því beðinn um að hringja aftur á mánudeginum til að panta tíma á þriðjudeginum. Þegar hann svo hringdi á mánudeginum, s.s. viku eftir fyrstu tilraun til að fá tíma, var enginn bókanlegur tími laus hjá heimilislækninum. Þá var langlundargeð mannsins á þrotum og tjáði hann ritaranum að nú væri nóg komið, hann væri búinn að reyna á aðra viku að fá tíma hjá heimilislækninum. Ritarinn sagði þá að afar erfitt væri að fá tíma hjá þessum heimilislækni þar sem hann væri ekki í fullu starfi og væri auk þess umsetinn af sjúklingum með langvinna sjúkdóma. Í ofanálag væri heimilislæknirinn ekkert við þessa viku þar sem hann væri á námskeiði. Maðurinn svaraði á móti að það hefði verið virkilega gott ef honum hefði verið bent á þetta strax viku fyrr. Það hvarflaði nú að honum að e.t.v. væri hreinlega betra og einfaldara að fara til sérfræðilæknis, kannski væri það skilvirkara. En sérfræðings í hvaða grein þá? Kannski væri ráðlegt að tala við heimilislækni símleiðis til að fá ráð um það hvert hann ætti að snúa sér. Hann spurði því ritarann hvort einhverjir læknar væru með símatíma þann daginn. Jú, þrír læknar voru einmitt með símatíma síðar þennan sama dag og einn þeirra, læknir A, væri ekki svo ásetinn. Á slaginu þegar símatími A hófst hringdi maðurinn inn. Eftir nokkra stund svaraði ritari stöðvarinnar, ekki læknirinn, en maðurinn sagðist hafa verið að reyna að ná í lækni A í símatíma. Ritarinn baðst þá afsökunar, læknir A væri ekki við í dag, en hún hefði ekki áttað sig á því þegar hún benti manninum á að hringja í lækninn í símatíma hans.Farsakenndur blær Þessi leiðangur um heilsugæslukerfið var sannarlega farinn að taka á sig farsakenndan blæ. Maðurinn kvaddi því ritarann og skömmu síðar hringdi hann í lækni B í símatíma hans. Í þetta sinn var hann heppinn, eftir u.þ.b. 15 mínútna bið svaraði læknir B og bar maðurinn upp erindið. Og viti menn, eftir stutt samtal ráðlagði læknirinn honum að panta sér tíma hjá heimilislækni. Enn einu sinni hringdi maðurinn á heilsugæslustöðina til að fá hinn eftirsótta tíma hjá heimilislækni. Hvílík sóun! Er þetta kerfið sem höfuðborgarbúar þurfa að búa við? Ég vil taka fram að maðurinn sagði mér að framkoma starfsfólks heilsugæslunnar hefði verið með ágætum í öllum þessum símtölum, það hefði verið alúðlegt og kurteist. Það er bara ekki nóg að vera með vel meinandi og menntað starfsfólk en götótt kerfi. Það er ekki góð þjónusta. Þegar upp er staðið hefði sparast tími og fjármunir fyrir sjúklinginn og heilsugæsluna ef kerfið væri skilvirkara. Ef maðurinn sem um ræðir hefði strax getað talað við heilbrigðisstarfsmann sem hefði getað leiðbeint honum, t.d. hjúkrunarfræðing, hefði mátt þjónusta viðkomandi á skilvirkari hátt, beina honum á réttan stað og jafnvel bóka strax tíma á heilsugæslunni. Enn betra væri ef við höfuðborgarbúar og landsmenn allir byggjum við kerfi eins og t.d. þeir gera á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, þar sem sjúklingar bóka sjálfir sína tíma hjá heilsugæslunni á veraldarvefnum. Eftir þessa farsakenndu reynslusögu er mér spurn, fyrir hverja er heilsugæslan? Hvernig getur kerfið stutt við þjónustuna þannig að þekking og tími starfsmanna nýtist sem best fyrir sjúklinga? Þeirri spurningu verður að svara. Tökum höndum saman, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld og ráðumst að rót vandans, greinum í hverju hann raunverulega felst, tökum málefnalega á honum og horfumst í augu við bestu lausnir. Gerum heilbrigðiskerfið skilvirkara með betri nýtingu mannafla, tækni og tækja. Í því felst raunveruleg hagræðing og bætt þjónusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi dæmisaga úr raunveruleika Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðfestir mikilvægi þess að endurskoða ferla og vinnubrögð í heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Til að hámarka nýtingu þekkingar og annarra auðlinda er ekki nóg að búa yfir þeim, heldur verður umhverfið og kerfið allt að styðja besta verklag. Fréttir síðustu daga hafa bent á atvik í heilbrigðisþjónustunni sem krefjast þess að við rýnum í alla þætti heilbrigðiskerfisins, hvort heldur er þekkingu og færni starfsmanna, umhverfið, samskiptin, ferlana eða lög og reglugerðir. Ég þekki karlmann á miðjum aldri, sem hefur alltaf verið heilsuhraustur og því lítið þurft að nota heilbrigðiskerfið, en um daginn taldi hann kominn tíma á að hann færi í almenna læknisskoðun. Hann ákvað því að panta tíma hjá sínum heimilislækni. Á mánudegi hringdi hann því á sína heilsugæslustöð í þeim tilgangi. Þegar hann bar upp erindið við ritarann sem svaraði sagði hún að því miður væru allir tímar bókaðir hjá heimilislækni hans næstu tvo daga og ekki væri bókað lengra fram í tímann. Hann yrði því að hringja aftur á fimmtudeginum til að fá tíma á föstudeginum.Beðinn að hringja aftur Þetta gerði maðurinn en viti menn, þegar ritarinn svaraði var allt uppbókað hjá viðkomandi heimilislækni á föstudeginum og ekki teknar niður bókanir lengra fram í tímann. Maðurinn var því beðinn um að hringja aftur á mánudeginum til að panta tíma á þriðjudeginum. Þegar hann svo hringdi á mánudeginum, s.s. viku eftir fyrstu tilraun til að fá tíma, var enginn bókanlegur tími laus hjá heimilislækninum. Þá var langlundargeð mannsins á þrotum og tjáði hann ritaranum að nú væri nóg komið, hann væri búinn að reyna á aðra viku að fá tíma hjá heimilislækninum. Ritarinn sagði þá að afar erfitt væri að fá tíma hjá þessum heimilislækni þar sem hann væri ekki í fullu starfi og væri auk þess umsetinn af sjúklingum með langvinna sjúkdóma. Í ofanálag væri heimilislæknirinn ekkert við þessa viku þar sem hann væri á námskeiði. Maðurinn svaraði á móti að það hefði verið virkilega gott ef honum hefði verið bent á þetta strax viku fyrr. Það hvarflaði nú að honum að e.t.v. væri hreinlega betra og einfaldara að fara til sérfræðilæknis, kannski væri það skilvirkara. En sérfræðings í hvaða grein þá? Kannski væri ráðlegt að tala við heimilislækni símleiðis til að fá ráð um það hvert hann ætti að snúa sér. Hann spurði því ritarann hvort einhverjir læknar væru með símatíma þann daginn. Jú, þrír læknar voru einmitt með símatíma síðar þennan sama dag og einn þeirra, læknir A, væri ekki svo ásetinn. Á slaginu þegar símatími A hófst hringdi maðurinn inn. Eftir nokkra stund svaraði ritari stöðvarinnar, ekki læknirinn, en maðurinn sagðist hafa verið að reyna að ná í lækni A í símatíma. Ritarinn baðst þá afsökunar, læknir A væri ekki við í dag, en hún hefði ekki áttað sig á því þegar hún benti manninum á að hringja í lækninn í símatíma hans.Farsakenndur blær Þessi leiðangur um heilsugæslukerfið var sannarlega farinn að taka á sig farsakenndan blæ. Maðurinn kvaddi því ritarann og skömmu síðar hringdi hann í lækni B í símatíma hans. Í þetta sinn var hann heppinn, eftir u.þ.b. 15 mínútna bið svaraði læknir B og bar maðurinn upp erindið. Og viti menn, eftir stutt samtal ráðlagði læknirinn honum að panta sér tíma hjá heimilislækni. Enn einu sinni hringdi maðurinn á heilsugæslustöðina til að fá hinn eftirsótta tíma hjá heimilislækni. Hvílík sóun! Er þetta kerfið sem höfuðborgarbúar þurfa að búa við? Ég vil taka fram að maðurinn sagði mér að framkoma starfsfólks heilsugæslunnar hefði verið með ágætum í öllum þessum símtölum, það hefði verið alúðlegt og kurteist. Það er bara ekki nóg að vera með vel meinandi og menntað starfsfólk en götótt kerfi. Það er ekki góð þjónusta. Þegar upp er staðið hefði sparast tími og fjármunir fyrir sjúklinginn og heilsugæsluna ef kerfið væri skilvirkara. Ef maðurinn sem um ræðir hefði strax getað talað við heilbrigðisstarfsmann sem hefði getað leiðbeint honum, t.d. hjúkrunarfræðing, hefði mátt þjónusta viðkomandi á skilvirkari hátt, beina honum á réttan stað og jafnvel bóka strax tíma á heilsugæslunni. Enn betra væri ef við höfuðborgarbúar og landsmenn allir byggjum við kerfi eins og t.d. þeir gera á þjónustusvæði Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, þar sem sjúklingar bóka sjálfir sína tíma hjá heilsugæslunni á veraldarvefnum. Eftir þessa farsakenndu reynslusögu er mér spurn, fyrir hverja er heilsugæslan? Hvernig getur kerfið stutt við þjónustuna þannig að þekking og tími starfsmanna nýtist sem best fyrir sjúklinga? Þeirri spurningu verður að svara. Tökum höndum saman, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnendur og stjórnvöld og ráðumst að rót vandans, greinum í hverju hann raunverulega felst, tökum málefnalega á honum og horfumst í augu við bestu lausnir. Gerum heilbrigðiskerfið skilvirkara með betri nýtingu mannafla, tækni og tækja. Í því felst raunveruleg hagræðing og bætt þjónusta.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar