Sækjum fram Halldór Árnason skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Indriði H. Þorláksson hefur birt greinar í Fréttablaðinu í vikunni um að þrátt fyrir að skatthlutföll allra helstu tekjustofna ríkisins hafi hækkað undanfarin ár þá hafi skattar í rauninni lækkað. Þessa snjöllu ályktun setur hann fram í tilefni útgáfu rits SA, „Ræktun eða rányrkja?". Með samanburði á skatttekjum ríkisins á föstu verðlagi milli áranna 2005 og áætlaðra tekna fyrir 2013 ályktar hann að tekjuskattur einstaklinga hafi lækkað þrátt fyrir að tekjuskattshlutfallið hafi hækkað og skattþrepum fjölgað. Með sömu nálgun má komast að því að tekjuskattur fyrirtækja hafi lækkað þrátt fyrir hækkun hlutfallsins úr 18% í 20% og að virðisaukaskattur hafi lækkað þrátt fyrir hækkun almenna þrepsins úr 24,5% í 25,5%. Ástæðan liggur í augum uppi. Tekjur fólks og fyrirtækja hafa dregist saman, atvinnuleysi aukist og störfum fækkað á þessu tímabili. Fjárfestingar eru í lágmarki.Betri lífskjör Samtök atvinnulífsins hafa undanfarin ár barist fyrir því að meginmarkmið stjórnvalda ætti að vera að auka hagvöxt. Það sé besta leiðin til að endurheimta fyrri lífskjör. Þannig eigi m.a. að greiða fyrir erlendri fjárfestingu og virkjanaframkvæmdum, auka rekstraröryggi sjávarútvegsins, afnema hindranir í vegi uppbyggingar gagnavera, greiða fyrir nýsköpun, fjölga nýjum fyrirtækjum og hvetja fólk til að fjárfesta í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að unnt hafi verið að semja við ríkisstjórnina um þessi mál hefur hún fundið upp nýja skilgreiningu á orðheldni og áformin fæst orðið að veruleika.Aukin umsvif SA kynntu nýlega rökstuddar tillögur um hógværar aðgerðir í skattamálum sem lagt er til að komi til framkvæmda á nokkrum árum. Í riti SA er lagt mat á þær fjárhæðir sem skattahækkanir undanfarinna ára hafa skilað ríkissjóði og skýrt út hvernig tölurnar eru fengnar. Í ljós kemur að skattahækkanir eru verulega umfram þau mörk sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sömdu um til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum á ný. Markmið tillagna SA er að auka umsvif í atvinnulífinu, efla fjárfestingu, fjölga störfum og bæta lífskjör í landinu. Aukin umsvif munu svo leiða til aukinna skattgreiðslna og verða til þess að hagur ríkissjóðs batni. Engin leið er til þess að fyrrverandi ríkisskattstjóri og aðalhöfundur 100 skattkerfisbreytinga ríkisstjórnarinnar verði sammála SA í þessum málum enda ekki til þess ætlast.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar