Formaðurinn á nýjum slóðum 30. nóvember 2012 08:00 Sigmundur Davíð hafði betur gegn Höskuldi Þórhallssyni og Páli Magnússyni þegar Framsóknarmenn kusu sér formann árið 2009. Hann reynir að endurtaka þann leik gegn Höskuldi á morgun.fréttablaðið/anton Ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að sækjast eftir efsta sætinu í Norðausturkjördæmi kom á óvart. Þó er deilt um hve mikið þetta kom þingmanni flokksins í kjördæminu, Höskuldi Þórhallssyni, á óvart, en hann og Sigmundur Davíð eru ósammála um það hver vissi hvað í aðdraganda þeirrar ákvörðunar.Formaðurinn sigurstranglegur Það ætti að vera formsatriði fyrir formann stjórnmálaflokks að færa sig á milli kjördæma, það er ekki lenska að fella formann, hvorki í Framsókn né öðrum flokkum. Höskuldur hefur hins vegar bitið í skjaldarrendur og sækist eftir efsta sætinu. Tekist var á um hvaða leið yrði farin við að velja á lista og þar má segja að Sigmundur hafi unnið fyrsta slaginn. Stuðningsmenn Höskuldar vildu að það yrði gert í póstkosningu allra félaga í kjördæminu. Formannsfólkið vildi hins vegar að haldið yrði tvöfalt kjördæmisþing og sú varð raunin. Heimildarmenn Fréttablaðsins ganga sumir svo langt að segja að með því hafi Sigmundur Davíð í raun tryggt sér fyrsta sætið og ljóst er að Höskuldur vildi síst af öllu þessa leið. Það er auðveldara að kjósa gegn formanni heima í eldhúsi en á fundi þar sem maður gengur á mann.Norðrið og austrið Kjördæmisþingið tvöfalda verður haldið á morgun í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Alls eiga 460 fulltrúar úr 23 félögum atkvæðisrétt. Kosið verður fyrst um efsta sæti listans, þá annað og svo koll af kolli. Frambjóðendur sem ekki hljóta brautargengi í efri sætin geta því boðið sig fram í þau neðri. Kjördæmið er víðfeðmt og Höskuldur sækir stuðning sinn fyrst og fremst á Eyjafjarðarsvæðið. Akureyrarfélagið er það stærsta, með 98 fulltrúa. Austfirðingar eru hins vegar mjög fjölmennir. Ekki er ólíklegt að þingið reyni að ná jafnvægi á milli búsetu og framboðslistans.Engin Jónína Ben Uppstillingarnefnd hefur skilað tillögum sínum um sjö efstu sætin í hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Athygli vekur að Jónínu Benediktsdóttur, sem sóttist eftir leiðtogasæti, er hvergi að finna á þeim lista. Sigurður Harðarson, formaður kjörstjórnar og jafnframt uppstillingarnefndar, vill lítið tjá sig um tillöguna, en niðurstaðan hafi verið samhljóða. „Þetta er niðurstaða nefndarinnar og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.“ Til stóð að halda kjördæmisþingið í Reykjavík um síðustu helgi en því var frestað. Sigurður segir að uppstillingin hafi tekið lengri tíma en búist hafi verið við. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að sækjast eftir efsta sætinu í Norðausturkjördæmi kom á óvart. Þó er deilt um hve mikið þetta kom þingmanni flokksins í kjördæminu, Höskuldi Þórhallssyni, á óvart, en hann og Sigmundur Davíð eru ósammála um það hver vissi hvað í aðdraganda þeirrar ákvörðunar.Formaðurinn sigurstranglegur Það ætti að vera formsatriði fyrir formann stjórnmálaflokks að færa sig á milli kjördæma, það er ekki lenska að fella formann, hvorki í Framsókn né öðrum flokkum. Höskuldur hefur hins vegar bitið í skjaldarrendur og sækist eftir efsta sætinu. Tekist var á um hvaða leið yrði farin við að velja á lista og þar má segja að Sigmundur hafi unnið fyrsta slaginn. Stuðningsmenn Höskuldar vildu að það yrði gert í póstkosningu allra félaga í kjördæminu. Formannsfólkið vildi hins vegar að haldið yrði tvöfalt kjördæmisþing og sú varð raunin. Heimildarmenn Fréttablaðsins ganga sumir svo langt að segja að með því hafi Sigmundur Davíð í raun tryggt sér fyrsta sætið og ljóst er að Höskuldur vildi síst af öllu þessa leið. Það er auðveldara að kjósa gegn formanni heima í eldhúsi en á fundi þar sem maður gengur á mann.Norðrið og austrið Kjördæmisþingið tvöfalda verður haldið á morgun í Reykjahlíð í Mývatnssveit. Alls eiga 460 fulltrúar úr 23 félögum atkvæðisrétt. Kosið verður fyrst um efsta sæti listans, þá annað og svo koll af kolli. Frambjóðendur sem ekki hljóta brautargengi í efri sætin geta því boðið sig fram í þau neðri. Kjördæmið er víðfeðmt og Höskuldur sækir stuðning sinn fyrst og fremst á Eyjafjarðarsvæðið. Akureyrarfélagið er það stærsta, með 98 fulltrúa. Austfirðingar eru hins vegar mjög fjölmennir. Ekki er ólíklegt að þingið reyni að ná jafnvægi á milli búsetu og framboðslistans.Engin Jónína Ben Uppstillingarnefnd hefur skilað tillögum sínum um sjö efstu sætin í hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Athygli vekur að Jónínu Benediktsdóttur, sem sóttist eftir leiðtogasæti, er hvergi að finna á þeim lista. Sigurður Harðarson, formaður kjörstjórnar og jafnframt uppstillingarnefndar, vill lítið tjá sig um tillöguna, en niðurstaðan hafi verið samhljóða. „Þetta er niðurstaða nefndarinnar og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.“ Til stóð að halda kjördæmisþingið í Reykjavík um síðustu helgi en því var frestað. Sigurður segir að uppstillingin hafi tekið lengri tíma en búist hafi verið við.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira