Má ekki kaupa áfengan orkudrykk en heimilt að blanda orkudrykk við áfengi 30. nóvember 2012 10:51 EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR, eða Vínbúðinni, hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem kærði málið hér heim en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna álitaefnisins. Vín Tríó vildi að Vínbúðin tæki drykkinn Mokai Cider til reynslusölu en því var hafnað á þeim grundvelli að drykkurinn innihélt koffín. Vínbúðin sagði svo upp vörukaupasamning við fyrirtækið og hætti í kjölfarið að selja drykkinn Cult Shaker sem hafði verið fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Ástæðan var sú sama, það var of mikið koffín í drykknum. Báðar ákvarðanirnar voru byggðar á reglum sem veita ÁTVR heimild til að hafna sölu á vöru sem inniheldur koffín eða önnur örvandi efni. Vísað var til rannsókna sem bentu til að neysla áfengis, blönduðu örvandi efnum, gæti leitt til aukinnar ölvunar, einkum meðal yngri aldurshópa. Efnin hefðu þau áhrif að neytandinn yrði síður var við ölvun sína og væri líklegri til þess að neyta áfengis í ríkari mæli og auka þar með hættuna á alvarlegum afleiðingum. Vín Tríó stefndi í kjölfarið íslenska ríkinu og fór fram á að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR væri heimilt að slíta samningnum í ljósi þess að engar samsvarandi innlendar framleiðsluvörur eru til sölu hér á landi, og að bannið er ekki til þess gert að vernda slíkar vörur með einhverjum hætti. Þess má geta að EFTA-dómstóllinn hafnaði þeirri staðhæfingu að bjór og aðrir áfengir gosdrykkir, sem innihalda ekki örvandi efni, og gosdrykkir sem innihalda koffín og er venjulega blandað við áfengi, væru í reynd í samkeppni við áfenga drykki sem innihalda örvandi efni. Að mati dómsins væru slíkar vörur ekki ætlaðar sama neytendahópi. Það er sem sagt hægt að blanda orkudrykk út í áfengi þó að Vínbúðin neiti að selja áfengan orkudrykk. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
EFTA dómstóllinn dæmdi á dögunum að ÁTVR, eða Vínbúðinni, hefði verið heimilt að hafna sölu á áfengum drykkjum sem innihéldu koffín. Það var fyrirtækið Vín Tríó ehf, sem kærði málið hér heim en Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti dómstólsins vegna álitaefnisins. Vín Tríó vildi að Vínbúðin tæki drykkinn Mokai Cider til reynslusölu en því var hafnað á þeim grundvelli að drykkurinn innihélt koffín. Vínbúðin sagði svo upp vörukaupasamning við fyrirtækið og hætti í kjölfarið að selja drykkinn Cult Shaker sem hafði verið fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Ástæðan var sú sama, það var of mikið koffín í drykknum. Báðar ákvarðanirnar voru byggðar á reglum sem veita ÁTVR heimild til að hafna sölu á vöru sem inniheldur koffín eða önnur örvandi efni. Vísað var til rannsókna sem bentu til að neysla áfengis, blönduðu örvandi efnum, gæti leitt til aukinnar ölvunar, einkum meðal yngri aldurshópa. Efnin hefðu þau áhrif að neytandinn yrði síður var við ölvun sína og væri líklegri til þess að neyta áfengis í ríkari mæli og auka þar með hættuna á alvarlegum afleiðingum. Vín Tríó stefndi í kjölfarið íslenska ríkinu og fór fram á að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að leita eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. EFTA dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR væri heimilt að slíta samningnum í ljósi þess að engar samsvarandi innlendar framleiðsluvörur eru til sölu hér á landi, og að bannið er ekki til þess gert að vernda slíkar vörur með einhverjum hætti. Þess má geta að EFTA-dómstóllinn hafnaði þeirri staðhæfingu að bjór og aðrir áfengir gosdrykkir, sem innihalda ekki örvandi efni, og gosdrykkir sem innihalda koffín og er venjulega blandað við áfengi, væru í reynd í samkeppni við áfenga drykki sem innihalda örvandi efni. Að mati dómsins væru slíkar vörur ekki ætlaðar sama neytendahópi. Það er sem sagt hægt að blanda orkudrykk út í áfengi þó að Vínbúðin neiti að selja áfengan orkudrykk.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira