Erlent

11 ára strákur ók 150 km leið

Þessi ökumaður er aðeins yngri en 11 ára. Mynd tengist frétt ekki beint
Þessi ökumaður er aðeins yngri en 11 ára. Mynd tengist frétt ekki beint úr safni
Ökuferð 11 ára norsks stráks lauk í skurði í gær. Vörubílstjóri, sem sá unga ökumanninn í framúrakstri, lét lögregluna vita þar sem hann taldi hann vera 13 eða 14 ára. Í ljós kom að stráksi var ekki nema 11 ára.

Hann hafði sest undir stýri í bíl stjúpföður síns og ekið um 150 km þegar óhappið varð. Ökumaðurinn kvaðst vera á leið til Danmerkur til þess að hitta vini sína.

Lögreglan sagði það mikla heppni að ekki hefði orðið alvarlegt slys á leiðinni.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×