Erlent

Einn leiðtogi al-Kaída féll í árás

Abu Yayha al-Libi Næstæðsti yfirmaður al-Kaída sagður drepinn.
Abu Yayha al-Libi Næstæðsti yfirmaður al-Kaída sagður drepinn. nordicphotos/AFP
Pakistan, APBandaríkjamenn fullyrtu í gær að Abu Yahya al-Libi, næstæðsti yfirmaður al-Kaída, hafi fallið í árás bandarísks flygildis á lítið þorp í ættbálkahéraðinu Norður-Waziristan í Pakistan.

Pakistönsk stjórnvöld hafa krafist þess að Bandaríkjamenn hætti að nota svonefnd flygildi, lítil ómönnuð flugtæki, til árása í landinu vegna þess hve slíkar árásir hafa oft kostað almenna borgara eða pakistanska hermenn lífið.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×