Kóngarnir í Laugardalshöllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2012 06:00 Guðjón Valur Sigurðsson Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru mennirnir á bak við sigurinn í fyrsta leik handboltalandsliðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar. Strákarnir úr Kiel voru saman með 22 mörk í 36-28 sigri á Hvít-Rússum og eins og undanfarin ár hefur verið hægt að treysta á þeir félagar finni fjölina sína í Höllinni. Guðjón Valur skoraði 11 mörk úr 15 skotum, þar af komu fimm marka hans á síðustu sjö mínútunum og tvö voru af vítapunktinum. Aron nýtti 11 af 18 skotum sínum og komu þau öll utan af velli. Aron skoraði 7 mörk úr 10 skotum á fyrstu 22 mínútum leiksins. Það heyrist líklega sjaldnast hærra í stúkunni þegar Guðjón Valur skorar úr einu af sínum háhraða hraðaupphlaupum eða þegar Aron lætur eitt af þrumuskotum sínum þenja netmöskva andstæðinganna. Guðjón Valur og Aron hafa nú báðir skorað yfir 50 mörk í átta síðustu leikjum Íslands í Laugardalshöllinni og hafa öðrum fremur séð til þess að liðið hefur unnið 7 þessara leikja og ekki tapað neinum þeirra. 46 af þessum 50 mörkum Guðjóns hafa reyndar komið í síðustu fimm leikjum hans þar sem hann hefur aldrei skorað minna en sjö mörk. Aron er með 43 mörk úr 63 skotum (68 prósent) í sex síðustu leikjum sínum í Laugardalshöllinni en Guðjón Valur hefur skorað 46 úr 58 skotum (79 prósent) í sjö leikjum sínum í Höllinni á sama tímabili. Guðjón Valur náði að skora tímamótamark í leiknum í fyrrakvöld því hann er nú kominn með 202 landsliðsmörk í húsinu. Guðjón náði þessu í aðeins sínum 33 landsleik í Höllinni og er hann því búinn að skora 6,1 mark að meðaltali í leikjum sínum þar. Guðjón Valur vantar þó enn 34 mörk að ná Ólafi Stefánssyni sem skoraði 236 mörk í 53 landsleikjum sínum í Laugardalshöllinni eða 4,5 að meðaltali í leik. Guðjón lék sinn fyrsta landsleik í Höllinni 2001 og hefur síðan skorað átta mörk eða fleiri í 11 landsleikjum í Laugardalshöllinni en hann var einu marki frá því að jafna sinn besta persónulega árangur. Guðjón Valur hefur þrisvar náð því að skora tólf mörk í einum leik í Laugardalshöllinni. Aron Pálmarsson er þegar kominn með 89 mörk í 14 leikjum sínum í Höllinni og því ekki ólíklegt að hann verði kominn í 200 marka klúbbinn með Ólafi og Guðjóni Val eftir nokkur ár.Síðustu fimm leikir Guðjóns Vals í Höllinni Sigur á Hvíta-Rússlandi 11 mörk (15 skot) Jafntefli við Noreg 8 (11 skot) Sigur á Finnlandi 7 (9 skot) Sigur á Austurríki 8 (10 skot) Sigur á Þýskalandi 12 (13 skot)Samanlagt: 46 mörk (58 skot, 79 prósent skotnýting)Síðustu sex leikir Arons í Höllinni Sigur á Hvíta-Rússlandi 11 (18 skot) Sigur á Hollandi 7 (8 skot) Jafntefli við Noreg 4 (10 skot) Sigur á Finnlandi 5 (7 skot) Sigur á Austurríki 8 (9 skot)Samanlagt: 43 mörk (63 skot, 68 prósent skotnýting) Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson voru mennirnir á bak við sigurinn í fyrsta leik handboltalandsliðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar. Strákarnir úr Kiel voru saman með 22 mörk í 36-28 sigri á Hvít-Rússum og eins og undanfarin ár hefur verið hægt að treysta á þeir félagar finni fjölina sína í Höllinni. Guðjón Valur skoraði 11 mörk úr 15 skotum, þar af komu fimm marka hans á síðustu sjö mínútunum og tvö voru af vítapunktinum. Aron nýtti 11 af 18 skotum sínum og komu þau öll utan af velli. Aron skoraði 7 mörk úr 10 skotum á fyrstu 22 mínútum leiksins. Það heyrist líklega sjaldnast hærra í stúkunni þegar Guðjón Valur skorar úr einu af sínum háhraða hraðaupphlaupum eða þegar Aron lætur eitt af þrumuskotum sínum þenja netmöskva andstæðinganna. Guðjón Valur og Aron hafa nú báðir skorað yfir 50 mörk í átta síðustu leikjum Íslands í Laugardalshöllinni og hafa öðrum fremur séð til þess að liðið hefur unnið 7 þessara leikja og ekki tapað neinum þeirra. 46 af þessum 50 mörkum Guðjóns hafa reyndar komið í síðustu fimm leikjum hans þar sem hann hefur aldrei skorað minna en sjö mörk. Aron er með 43 mörk úr 63 skotum (68 prósent) í sex síðustu leikjum sínum í Laugardalshöllinni en Guðjón Valur hefur skorað 46 úr 58 skotum (79 prósent) í sjö leikjum sínum í Höllinni á sama tímabili. Guðjón Valur náði að skora tímamótamark í leiknum í fyrrakvöld því hann er nú kominn með 202 landsliðsmörk í húsinu. Guðjón náði þessu í aðeins sínum 33 landsleik í Höllinni og er hann því búinn að skora 6,1 mark að meðaltali í leikjum sínum þar. Guðjón Valur vantar þó enn 34 mörk að ná Ólafi Stefánssyni sem skoraði 236 mörk í 53 landsleikjum sínum í Laugardalshöllinni eða 4,5 að meðaltali í leik. Guðjón lék sinn fyrsta landsleik í Höllinni 2001 og hefur síðan skorað átta mörk eða fleiri í 11 landsleikjum í Laugardalshöllinni en hann var einu marki frá því að jafna sinn besta persónulega árangur. Guðjón Valur hefur þrisvar náð því að skora tólf mörk í einum leik í Laugardalshöllinni. Aron Pálmarsson er þegar kominn með 89 mörk í 14 leikjum sínum í Höllinni og því ekki ólíklegt að hann verði kominn í 200 marka klúbbinn með Ólafi og Guðjóni Val eftir nokkur ár.Síðustu fimm leikir Guðjóns Vals í Höllinni Sigur á Hvíta-Rússlandi 11 mörk (15 skot) Jafntefli við Noreg 8 (11 skot) Sigur á Finnlandi 7 (9 skot) Sigur á Austurríki 8 (10 skot) Sigur á Þýskalandi 12 (13 skot)Samanlagt: 46 mörk (58 skot, 79 prósent skotnýting)Síðustu sex leikir Arons í Höllinni Sigur á Hvíta-Rússlandi 11 (18 skot) Sigur á Hollandi 7 (8 skot) Jafntefli við Noreg 4 (10 skot) Sigur á Finnlandi 5 (7 skot) Sigur á Austurríki 8 (9 skot)Samanlagt: 43 mörk (63 skot, 68 prósent skotnýting)
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira