Tiger Woods langt frá sínu besta | Love sýndi gamla takta Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. mars 2012 10:15 Tiger Woods var ekkert sérstaklega ánægður með spilamennskuna hjá sér í gær. AP Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Flestir af bestu kylfingum heims hófu leik í gær á Honda meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi í Flórída. Davis Love frá Bandaríkjunum er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar, 64 höggum. Norður-Írinn Rory McIlroy er á -4 líkt og sjö aðrir kylfingar sem deila 2.-9. sæti. Love er fyrirliði bandaríska Ryderliðsins og jafnaði hann vallarmetið, auk þess sem hann fór holu í höggi á 5. holu vallarins.Staðan á mótinu: Hinn 48 ára gamli Love hefur sagt að hann ætli sér að leika gegn úrvalsliði Evrópyu í september þegar Ryderkeppnin fer fram – ef hann nær að tryggja sér sæti í liðinu með því að vera ofarlega á bandaríska Ryderstigalistanum. Englendingurinn Ian Poulter varð að draga sig úr keppni vegna veikinda en hann átti að leika með Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana. Tiger Woods er á meðal keppenda en hann hefur átt erfitt uppdráttar á golfvellinum undanfarin misseri. Woods náði sér aldrei á flug í gær og lék hann á 71 höggi, +1. Hann er reyndar einu höggi betri en Lee Westwood frá Englandi sem er á 72 höggum. Pútterinn var ískaldur hjá Woods líkt og áður. Hann fékk fugl á fyrstu braut vallarins en hann fékk aðeins tvo fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringnum. Justin Rose, Noh Seung-yul, Dicky Pride, Kevin Stadler, Ryan Palmer, Martin Flores og Harris English eru allir á -4 eftir fyrsta keppnisdaginn.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira