"Mér fannst eins og sumir væru komnir í framboð svolítið snemma" Boði Logason skrifar 2. mars 2012 10:07 Sigurður Þ. Ragnarsson, er hættur í Samstöðu. mynd/úr safni „Nei, það kom ekkert upp á milli okkar Lilju en það voru þarna innan um einstaklingar sem ég hafði ekki áhuga á að vinna með," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Hann hefur nú sagt skilið við nýja stjórnmálaaflið Samstöðu þar sem hann var varaformaður. Hann kveður sáttur en segist aldrei hafa ætlað í framboð. „Það er allt að gerast, ég er bara brattur. Ég lofaði Lilju á sínum tíma að koma að því að búa til nýjan flokk. Ég gerði það og vann með honum ákveðna grunnstefnuskrá. Nú er búið að stofna flokkinn og næsti kafli framundan," segir Sigurður og tekur fram að aldrei hafi staðið til að hann væri í framboð í næstu kosningum. „Ég hef aldrei sagt það. Í þessu er svo mikilvægt að þú sért ekki búinn að ákveða fyrirfram hverjir eigi að vera í framboði." Hann segir þó að ástæða þess að hann hættir nú sé vegna þess að hann hafi ekki fundið sig í hópnum. „Mér fannst eins og sumir væru komnir í framboð svolítið snemma, áður en það var tímabært að velta því upp. Svo höfðu menn miklar áhyggjur af því hverjir væru í fjölmiðlum," segir Sigurður. Spurður hvort að einhverjir innan flokksins hafi verið öfundsjúkir út í þá umfjöllun sem hann hefur fengið segir Sigurður: „Ég þori ekki að fullyrða það, það var eitthvað nudd í kringum það. Aðalatriðið er að ef maður finnur sig ekki í tilteknum hópi. Ef einhver er með áherslur sem manni líkar ekki, hefurðu um tvennt að velja, að vera áfram eða fara. Ég valdi síðari kostin, ekki til að skemma fyrir flokknum, ég bara sá ekki ástæðu til að vinna innan um fólk sem ég skildi ekki á hvaða vegferð var." Sigurður kveður þó sáttur og segist stoltur að hafa komið að því að stofna flokkinn. „Þetta er búið að vera hálft ár, allt í sjálfboðavinnu. Núna held ég bara áfram mínum störfum bæði sem blaðamaður og veðurfræðingur og sinni þeim störfum á víxl, auk smærri verkefna. Nú fær ég aðeins meiri tíma fyrir sjálfan mig, það getur engin kvartað yfir því að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig," segir Sigurður. En ætlar Sigurður Þ. Ragnarsson að kjósa Samstöðu í alþingiskosningunum á næsta ári? „Það fer alveg eftir því hverjir veljast til forystu og hvernig þeir vinna úr stefnuskránni. Það getur bara vel verið, mér finnst það sennilegt. Það er hinsvegar alltof snemmt að segja til um það." Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
„Nei, það kom ekkert upp á milli okkar Lilju en það voru þarna innan um einstaklingar sem ég hafði ekki áhuga á að vinna með," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Hann hefur nú sagt skilið við nýja stjórnmálaaflið Samstöðu þar sem hann var varaformaður. Hann kveður sáttur en segist aldrei hafa ætlað í framboð. „Það er allt að gerast, ég er bara brattur. Ég lofaði Lilju á sínum tíma að koma að því að búa til nýjan flokk. Ég gerði það og vann með honum ákveðna grunnstefnuskrá. Nú er búið að stofna flokkinn og næsti kafli framundan," segir Sigurður og tekur fram að aldrei hafi staðið til að hann væri í framboð í næstu kosningum. „Ég hef aldrei sagt það. Í þessu er svo mikilvægt að þú sért ekki búinn að ákveða fyrirfram hverjir eigi að vera í framboði." Hann segir þó að ástæða þess að hann hættir nú sé vegna þess að hann hafi ekki fundið sig í hópnum. „Mér fannst eins og sumir væru komnir í framboð svolítið snemma, áður en það var tímabært að velta því upp. Svo höfðu menn miklar áhyggjur af því hverjir væru í fjölmiðlum," segir Sigurður. Spurður hvort að einhverjir innan flokksins hafi verið öfundsjúkir út í þá umfjöllun sem hann hefur fengið segir Sigurður: „Ég þori ekki að fullyrða það, það var eitthvað nudd í kringum það. Aðalatriðið er að ef maður finnur sig ekki í tilteknum hópi. Ef einhver er með áherslur sem manni líkar ekki, hefurðu um tvennt að velja, að vera áfram eða fara. Ég valdi síðari kostin, ekki til að skemma fyrir flokknum, ég bara sá ekki ástæðu til að vinna innan um fólk sem ég skildi ekki á hvaða vegferð var." Sigurður kveður þó sáttur og segist stoltur að hafa komið að því að stofna flokkinn. „Þetta er búið að vera hálft ár, allt í sjálfboðavinnu. Núna held ég bara áfram mínum störfum bæði sem blaðamaður og veðurfræðingur og sinni þeim störfum á víxl, auk smærri verkefna. Nú fær ég aðeins meiri tíma fyrir sjálfan mig, það getur engin kvartað yfir því að fá meiri tíma fyrir sjálfan sig," segir Sigurður. En ætlar Sigurður Þ. Ragnarsson að kjósa Samstöðu í alþingiskosningunum á næsta ári? „Það fer alveg eftir því hverjir veljast til forystu og hvernig þeir vinna úr stefnuskránni. Það getur bara vel verið, mér finnst það sennilegt. Það er hinsvegar alltof snemmt að segja til um það."
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira