Erlent

Um 670 ólöglega til Norðurlandanna

Útlendingastofnun hefur ekki fengið upplýsingar um að norska sendiráðið hafi gefið út vegabréfsáritun til Íslands. Fréttablaðið/Stefán
Útlendingastofnun hefur ekki fengið upplýsingar um að norska sendiráðið hafi gefið út vegabréfsáritun til Íslands. Fréttablaðið/Stefán
Norska sendiráðið í Manila á Filippseyjum var blekkt til að gefa út vegabréfsáritanir fyrir 670 filippseyska ríkisborgara sem gerðu þeim kleift að komast til Norðurlandanna.

Sendiráðið gefur út áritanir til Danmerkur og Íslands þar sem hvorugt landið er með sendiráð í landinu. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að ekkert bendi til þess að fólk hafi komið hingað til lands á fölskum forsendum.

Kona, sem ættuð er frá Filippseyjum en hefur danskan ríkisborgararétt, hefur verið ákærð fyrir mansal með því að hafa haft milligöngu fyrir útgáfu vegabréfsáritananna, að því er fram kemur á vef norska blaðsins Dagbladet.

Konan rekur ferðaskrifstofu í Danmörku og blekkti norska sendiráðið með bréfum sem áttu að staðfesta að fólkið ætti skyldmenni í Danmörku eða Noregi. Sendiráðið gaf í kjölfarið út tímabundna ferðamannaáritun, en fólkið snéri ekki til baka þegar áritunin rann út.

Talið er að fólkið sem komst til Norðurlandanna með þessum hætti hafi greitt konunni og samverkafólki hennar háar upphæðir fyrir áritunina. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×