Friðlýsingar Garðabæjar – ekki allt sem sýnist Reynir Ingibjartsson skrifar 18. október 2012 06:00 Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. Á sama tíma er verið að friðlýsa ýmsa hluta svokallaðs Búrfellshrauns sem er samheiti á hrauninu frá Búrfellsgíg og til sjávar við Lambhúsatjörn, gegnt Bessastöðum. Að sjálfsögðu er þetta hið þarfasta mál og allir ættu að vera glaðir og þakklátir. En ekki er allt sem sýnist. Fyrst er að nefna Búrfell og furðusmíðina, Búrfellsgjá, sem friðlýsa á nú sem náttúruvætti. Svo vill til að Búrfell og Búrfellsgjá eru hluti af Reykjanesfólkvangi sem friðlýstur var árið 1975. Þá sá hugsjónafólk um náttúruvernd fyrir sér friðland, allt frá Elliðaárdal að Krýsuvíkurbergi og á þessum slóðum liggja mörk Heiðmerkur og Reykjanesfólkvangs saman. Friðlýsing nú bætir því litlu við. Næst er það hraunið meðfram Vífilsstaðahlíðinni sem fólk þekkir sem vinsælt gönguland og nefnt er Svínahraun. Þar á að friða austasta hlutann þar sem Selgjá er, en síðan kemur langur kafli niður að Maríuhellum sem ekki á að friðlýsa. Þessi hluti hraunsins er í eigu Oddfellowreglunnar og á þeim bæ er áhugi á að leggja golfbrautir í hrauninu. Nú er hér vinsæll göngustígur og þessi hluti Búrfellshraunsins er mikið augnayndi, ekki síst ef horft er yfir hraunið úr lofti. Þá er að sjá eins og hér hafi brotist fram mikið „hraunflóð“. Neðan Maríuhella er komið að Vífilsstaðahrauni, en stór hluti þess (Urriðakotshraun) er nú horfinn undir vegi, bílastæði og verslanir með IKEA í broddi fylkingar. Þetta hraun naut á sínum tíma bæjarverndar Garðabæjar og væntanlega er svo enn með þann hluta sem ekki fór undir byggingar. Hinir framsýnu Garðbæingar, sem stóðu að bæjarverndinni, stóðu allt í einu frammi fyrir því að öllum hömlum var aflétt, vinnuvélarnar mættar á staðinn og skaðinn var skeður. Friðun nú breytir því litlu. Loks er komið að þeim hluta Búrfellshraunsins sem samkvæmt friðlýsingunni er kallað Garðahraun-neðra. Ætla mætti í augum ókunnugra að nú sé verið að friða hraunið sem jafnan er kallað Garðahraun eða Gálgahraun. Sé hins vegar rýnt í hið friðaða svæði, sést glöggt að það mun aðeins liggja að hinum fyrirhugaða Álftanesvegi og það sem kannski er enn verra: sleppt er hrauninu þar sem fyrirhuguð tengibraut (Vífilsstaðavegar) frá Sjálandshverfi að Garðaholti, á að koma. Þessi vegur með tilheyrandi slaufum og gatnamótum við Álftanesveginn nýja í miðju hrauninu, á að liggja þar sem gamli stígurinn, Móslóði er nú. Grandalausir íbúar í Ásahverfunum á Hraunsholtinu halda að nú sé „hraunið” þeirra í góðum málum! Það er hins vegar þvert á móti. Þessi tengibraut er inni í aðalskipulagi Garðabæjar og hún átti að þjóna nýju íbúahverfi á Garðaholtinu. Verði af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, mun líklega aukast þrýstingur á lagningu þessa vegar, ekki síst ef nýr Álftanesvegur verður þegar kominn úti í hrauninu. Staðsetning þessarar tengibrautar er rétt hjá Kjarvalsklettunum og reyndar mun hún liggja yfir ýmsa þá staði í hrauninu, þar sem Kjarval málaði. Nú er talið að margar af þeim myndum sem meistarinn var sagður hafa málað á Þingvöllum, voru málaðar á þessum slóðum. Það ætti því að tala um Kjarvalshraun – ekki aðeins Kjarvalskletta. Friðlýsingar eru af hinu góða og fagna ber áhuga ráðamanna í Garðabæ. En sá áhugi verður að ná lengra. Annars er eins og verið sé að kasta ryki í augu fólks. Nú er það í höndum yfirvalda í Garðabæ að stíga skrefið til fulls og friðlýsa allt sem eftir er af Búrfellshrauninu. Á meðan svo er ekki, verður almenningur að halda vöku sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur fjöldi fólks barist gegn því að nýr Álftanesvegur verði lagður um ósnortið hraun í landi Garðabæjar. Bæjaryfirvöld halda hins vegar sínu striki og að óbreyttu munu framkvæmdir við veginn hefjast á fullu á næstu dögum. Á sama tíma er verið að friðlýsa ýmsa hluta svokallaðs Búrfellshrauns sem er samheiti á hrauninu frá Búrfellsgíg og til sjávar við Lambhúsatjörn, gegnt Bessastöðum. Að sjálfsögðu er þetta hið þarfasta mál og allir ættu að vera glaðir og þakklátir. En ekki er allt sem sýnist. Fyrst er að nefna Búrfell og furðusmíðina, Búrfellsgjá, sem friðlýsa á nú sem náttúruvætti. Svo vill til að Búrfell og Búrfellsgjá eru hluti af Reykjanesfólkvangi sem friðlýstur var árið 1975. Þá sá hugsjónafólk um náttúruvernd fyrir sér friðland, allt frá Elliðaárdal að Krýsuvíkurbergi og á þessum slóðum liggja mörk Heiðmerkur og Reykjanesfólkvangs saman. Friðlýsing nú bætir því litlu við. Næst er það hraunið meðfram Vífilsstaðahlíðinni sem fólk þekkir sem vinsælt gönguland og nefnt er Svínahraun. Þar á að friða austasta hlutann þar sem Selgjá er, en síðan kemur langur kafli niður að Maríuhellum sem ekki á að friðlýsa. Þessi hluti hraunsins er í eigu Oddfellowreglunnar og á þeim bæ er áhugi á að leggja golfbrautir í hrauninu. Nú er hér vinsæll göngustígur og þessi hluti Búrfellshraunsins er mikið augnayndi, ekki síst ef horft er yfir hraunið úr lofti. Þá er að sjá eins og hér hafi brotist fram mikið „hraunflóð“. Neðan Maríuhella er komið að Vífilsstaðahrauni, en stór hluti þess (Urriðakotshraun) er nú horfinn undir vegi, bílastæði og verslanir með IKEA í broddi fylkingar. Þetta hraun naut á sínum tíma bæjarverndar Garðabæjar og væntanlega er svo enn með þann hluta sem ekki fór undir byggingar. Hinir framsýnu Garðbæingar, sem stóðu að bæjarverndinni, stóðu allt í einu frammi fyrir því að öllum hömlum var aflétt, vinnuvélarnar mættar á staðinn og skaðinn var skeður. Friðun nú breytir því litlu. Loks er komið að þeim hluta Búrfellshraunsins sem samkvæmt friðlýsingunni er kallað Garðahraun-neðra. Ætla mætti í augum ókunnugra að nú sé verið að friða hraunið sem jafnan er kallað Garðahraun eða Gálgahraun. Sé hins vegar rýnt í hið friðaða svæði, sést glöggt að það mun aðeins liggja að hinum fyrirhugaða Álftanesvegi og það sem kannski er enn verra: sleppt er hrauninu þar sem fyrirhuguð tengibraut (Vífilsstaðavegar) frá Sjálandshverfi að Garðaholti, á að koma. Þessi vegur með tilheyrandi slaufum og gatnamótum við Álftanesveginn nýja í miðju hrauninu, á að liggja þar sem gamli stígurinn, Móslóði er nú. Grandalausir íbúar í Ásahverfunum á Hraunsholtinu halda að nú sé „hraunið” þeirra í góðum málum! Það er hins vegar þvert á móti. Þessi tengibraut er inni í aðalskipulagi Garðabæjar og hún átti að þjóna nýju íbúahverfi á Garðaholtinu. Verði af sameiningu Garðabæjar og Álftaness, mun líklega aukast þrýstingur á lagningu þessa vegar, ekki síst ef nýr Álftanesvegur verður þegar kominn úti í hrauninu. Staðsetning þessarar tengibrautar er rétt hjá Kjarvalsklettunum og reyndar mun hún liggja yfir ýmsa þá staði í hrauninu, þar sem Kjarval málaði. Nú er talið að margar af þeim myndum sem meistarinn var sagður hafa málað á Þingvöllum, voru málaðar á þessum slóðum. Það ætti því að tala um Kjarvalshraun – ekki aðeins Kjarvalskletta. Friðlýsingar eru af hinu góða og fagna ber áhuga ráðamanna í Garðabæ. En sá áhugi verður að ná lengra. Annars er eins og verið sé að kasta ryki í augu fólks. Nú er það í höndum yfirvalda í Garðabæ að stíga skrefið til fulls og friðlýsa allt sem eftir er af Búrfellshrauninu. Á meðan svo er ekki, verður almenningur að halda vöku sinni.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun