Harðir við skjáinn – huglausir heima í stofu Steinunn Halla McQueen skrifar 13. desember 2012 06:00 Kæru lesendur. Ég er nýútskrifaður nemandi úr Borgarholtsskóla þar sem ég lærði margt sem ég er mjög þakklát fyrir, en ég er þó sérstaklega þakklát fyrir eina námsgrein sem opnaði augu mín og það er kynjafræði. Kynjafræðin kenndi mér ekki bara um femínisma og baráttu kvenna heldur einnig gagnrýna hugsun, sem hefur gert það að verkum að ég sé heiminn í allt öðru ljósi. Með gagnrýninni hugsun hef ég lært að kafa dýpra í hlutina og sætti mig ekki bara við það sem er á yfirborðinu. Ég ætla samt ekki að tala um kynjafræðina sem slíka, þó hún tengist vissulega viðfangsefninu. Athugasemdakerfi á heimasíðum fréttamiðla er frábær vettvangur fyrir umræðu um hin ýmsu málefni sem getur verið gaman og fræðandi að fylgjast með. Umræðan þar getur þó orðið neikvæð með særandi og jafnvel niðrandi athugasemdum sem oftar en ekki opinbera vanþekkingu á málefninu. Málgleði þessara einstaklinga er sprottin af sömu þörf og minni til að skrifa þessa grein. Það er innbyggt í okkur sem manneskjur að þurfa að tjá okkur. En innihaldslaus hatursáróður frá sjálfskipuðum sérfræðingum hefur gert það að verkum að ég fæ mig ekki lengur til þess að skoða athugasemdir við ákveðnar fréttir. Þessar öfgafullu umræður hafa fengið mig til að hugsa vel og lengi um mikilvægi þess að afla sér þekkingar um hlutina áður en farið er að mynda sér skoðanir á almennum vettvangi. Sé áhugi fyrir því að tjá sínar skoðanir hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomanda að fræðast og byggja sínar skoðanir upp á málefnalegum rökum.Veikur grunnur Oft þegar röksemdafærslan byggir á veikum grunni vill umræðan snúast upp í persónulegar árásir á einstaklinga með aðrar skoðanir. Það er mikilvægt að átta sig á því að maður ber ábyrgð á því sem maður setur frá sér og muna að það er alltaf manneskja hinum megin við skjáinn með tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn, en það lýsir þó ekki endilega hugrekki. Ef eitthvað umræðuefni skiptir okkur svo miklu máli að við viljum taka þátt, þá er ábyrgðin okkar. Við þurfum að kynna okkur málefnið og ýta undir upplýsta umræðu. Tökum femínisma sem dæmi. Það myndast alltaf gríðarlega heitar umræður þegar fréttir tengdar femínisma eru birtar á veraldarvefnum. Við búum núna á tímum þar sem við höfum aðgang að nánast öllum upplýsingum í heiminum ef tölva og nettenging er til staðar. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma og afla sér upplýsinga og skoða allar hliðar með opnum huga? Það er ekki nauðsynlegt að vera sammála því sem við lesum, maður þarf ekki að gerast femínisti eða líka við þeirra sjónarmið, en það er nokkuð augljóst að athugasemdir okkar verða málefnalegri og áhugaverðari ef við vitum og sýnum að við vitum um hvað við erum að tala. Oft og tíðum rekst ég á athugasemdir við feminískar fréttir sem eru órökréttar eða einfaldlega óskiljanlegar. Ég get vel skilið af hverju einstaklingur heldur að þetta sé rökrétt. Ástæðan er að ég hafði mjög svipaðar skoðanir á þessu máli áður en ég kynnti mér hugmyndafræði femínista og fræddi mig um jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hafði mjög neikvæða sýn á femínisma almennt og tók oft sjálf þátt í rökræðum um þessa hluti. Kynjafræðin opnaði hins vegar augu mín. Með þessari hugleiðingu minni vildi ég hvetja okkur sem notum veraldarvefinn sem vettvang fyrir umræður til að nota þær til upplýstrar umræðu með ábyrgð. Það er ekki nóg að hlusta bara á aðra skiptast á skoðunum um málefnið. Við verðum að kynna okkur efnið og mynda okkar eigin ákvörðun án áhrifa frá öðrum. Við lifum í stórum heimi þar sem allir hafa rétt á sinni skoðun og rökræðan er mikilvæg. En við megum aldrei missa sjónar á því að við berum ábyrgð á okkar orðum og skoðunum. Við ættum öll að hugsa okkur tvisvar um áður en við förum að koma með niðrandi athugasemdir gagnvart einstaklingi á netinu, fyrir það einfaldlega að vera ekki sammála. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn en það krefst mun meira hugrekkis að standa við sínar sjálfstæðu skoðanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Ég er nýútskrifaður nemandi úr Borgarholtsskóla þar sem ég lærði margt sem ég er mjög þakklát fyrir, en ég er þó sérstaklega þakklát fyrir eina námsgrein sem opnaði augu mín og það er kynjafræði. Kynjafræðin kenndi mér ekki bara um femínisma og baráttu kvenna heldur einnig gagnrýna hugsun, sem hefur gert það að verkum að ég sé heiminn í allt öðru ljósi. Með gagnrýninni hugsun hef ég lært að kafa dýpra í hlutina og sætti mig ekki bara við það sem er á yfirborðinu. Ég ætla samt ekki að tala um kynjafræðina sem slíka, þó hún tengist vissulega viðfangsefninu. Athugasemdakerfi á heimasíðum fréttamiðla er frábær vettvangur fyrir umræðu um hin ýmsu málefni sem getur verið gaman og fræðandi að fylgjast með. Umræðan þar getur þó orðið neikvæð með særandi og jafnvel niðrandi athugasemdum sem oftar en ekki opinbera vanþekkingu á málefninu. Málgleði þessara einstaklinga er sprottin af sömu þörf og minni til að skrifa þessa grein. Það er innbyggt í okkur sem manneskjur að þurfa að tjá okkur. En innihaldslaus hatursáróður frá sjálfskipuðum sérfræðingum hefur gert það að verkum að ég fæ mig ekki lengur til þess að skoða athugasemdir við ákveðnar fréttir. Þessar öfgafullu umræður hafa fengið mig til að hugsa vel og lengi um mikilvægi þess að afla sér þekkingar um hlutina áður en farið er að mynda sér skoðanir á almennum vettvangi. Sé áhugi fyrir því að tjá sínar skoðanir hlýtur það að vera á ábyrgð viðkomanda að fræðast og byggja sínar skoðanir upp á málefnalegum rökum.Veikur grunnur Oft þegar röksemdafærslan byggir á veikum grunni vill umræðan snúast upp í persónulegar árásir á einstaklinga með aðrar skoðanir. Það er mikilvægt að átta sig á því að maður ber ábyrgð á því sem maður setur frá sér og muna að það er alltaf manneskja hinum megin við skjáinn með tilfinningar alveg eins og allir aðrir. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn, en það lýsir þó ekki endilega hugrekki. Ef eitthvað umræðuefni skiptir okkur svo miklu máli að við viljum taka þátt, þá er ábyrgðin okkar. Við þurfum að kynna okkur málefnið og ýta undir upplýsta umræðu. Tökum femínisma sem dæmi. Það myndast alltaf gríðarlega heitar umræður þegar fréttir tengdar femínisma eru birtar á veraldarvefnum. Við búum núna á tímum þar sem við höfum aðgang að nánast öllum upplýsingum í heiminum ef tölva og nettenging er til staðar. Af hverju ekki að gefa sér smá tíma og afla sér upplýsinga og skoða allar hliðar með opnum huga? Það er ekki nauðsynlegt að vera sammála því sem við lesum, maður þarf ekki að gerast femínisti eða líka við þeirra sjónarmið, en það er nokkuð augljóst að athugasemdir okkar verða málefnalegri og áhugaverðari ef við vitum og sýnum að við vitum um hvað við erum að tala. Oft og tíðum rekst ég á athugasemdir við feminískar fréttir sem eru órökréttar eða einfaldlega óskiljanlegar. Ég get vel skilið af hverju einstaklingur heldur að þetta sé rökrétt. Ástæðan er að ég hafði mjög svipaðar skoðanir á þessu máli áður en ég kynnti mér hugmyndafræði femínista og fræddi mig um jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hafði mjög neikvæða sýn á femínisma almennt og tók oft sjálf þátt í rökræðum um þessa hluti. Kynjafræðin opnaði hins vegar augu mín. Með þessari hugleiðingu minni vildi ég hvetja okkur sem notum veraldarvefinn sem vettvang fyrir umræður til að nota þær til upplýstrar umræðu með ábyrgð. Það er ekki nóg að hlusta bara á aðra skiptast á skoðunum um málefnið. Við verðum að kynna okkur efnið og mynda okkar eigin ákvörðun án áhrifa frá öðrum. Við lifum í stórum heimi þar sem allir hafa rétt á sinni skoðun og rökræðan er mikilvæg. En við megum aldrei missa sjónar á því að við berum ábyrgð á okkar orðum og skoðunum. Við ættum öll að hugsa okkur tvisvar um áður en við förum að koma með niðrandi athugasemdir gagnvart einstaklingi á netinu, fyrir það einfaldlega að vera ekki sammála. Það er auðvelt að vera harður við skjáinn en það krefst mun meira hugrekkis að standa við sínar sjálfstæðu skoðanir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar