Lífeyrissjóðirnir: Skylda, frelsi og ábyrgð Vilhjálmur Egilsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Samkvæmt lögum eru allir á vinnumarkaði skyldugir til þess að greiða í lífeyrissjóð. Um þessa skyldu er víðtæk samstaða. Í löndum þar sem lífeyrissjóðir hafa lítið hlutverk fara skattar síhækkandi vegna fjölgunar aldraðra. Kosturinn við sjóðssöfnun lífeyrissjóða er að stór hluti lífeyrisins er uppsafnaðar fjármagnstekjur. Skylduþátttaka í lífeyrissjóði er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að þeir sem koma sér undan iðgjöldum fái fullar greiðslur úr almannatryggingum. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi gæti fólk velt byrðum yfir á samborgarana án þess að leggja eðlilegt framlag af mörkum. Skipulag lífeyrissjóða er sífellt til umræðu enda eru sjóðirnir með mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Meðal álitamála er hvernig fólk uppfyllir greiðsluskyldu sína, rétt til að velja sjóð og stjórnun sjóðanna. Í lögum um lífeyrissjóði er annars vegar frelsi til að velja tiltekinn sjóð og hins vegar frelsi til að gera kjarasamninga um stofnun og rekstur lífeyrissjóða. Sjóðirnir hafa sjálfir vald til þess að ákveða um stjórnskipan sína og stjórnir eru einkum skipaðar af aðstandendum þeirra en nokkrar kosnar af sjóðsfélögum.Meðal öflugustu í heimi Lífeyrissjóðirnir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið í fararbroddi. Stefna stéttarfélaganna er að tengja uppbyggingu lífeyrisréttinda við gerð kjarasamninga og kveða þar á um iðgjöld í lífeyrissjóðina. Þróun lífeyrismála hefði orðið allt önnur ef aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki tekið að sér þetta hlutverk. Þá hefði lífeyrissjóðakerfið mótast fyrst og fremst í gegnum stjórnmálakerfið. Niðurstaðan af forystu aðila vinnumarkaðarins er hins vegar sú að íslensku lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra öflugustu í heiminum og eitt af því sem hvað best hefur tekist í íslensku samfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins axla ábyrgð á stjórn lífeyrissjóða á samningssviði þeirra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin tilnefna í stjórnir sjóðanna á almenna vinnumarkaðnum og sambærilegt gildir fyrir sjóði opinberra starfsmanna. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna hafa þau hlutverk í stjórnum sjóðanna að gæta þess að vel sé farið með fé þeirra og starfsemin sé í samræmi við það sem til er ætlast. Hagsmunir viðkomandi sjóða eru í fyrsta og eina sætinu. Sjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna í nútíð og framtíð.Lykilspurningar Stundum heyrast efasemdir um það fyrirkomulag að Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur skipi fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða til jafns við stéttarfélögin. Rökin fyrir því eru þau að uppbygging og rekstur lífeyrissjóðanna er sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna og starfsfólksins og framlög í lífeyrissjóðina tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Fyrirtækin standa frammi fyrir því að kröfur um launakostnað og framlög í lífeyrissjóði fara eftir því hvernig til tekst í uppbyggingu þeirra. Hagsmunir fyrirtækjanna og Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða eru alfarið þeir að sem best takist við rekstur og uppbyggingu þeirra. Slakur árangur kallar á meiri kostnað allra fyrirtækja og rýrir hag þeirra. Það er því skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að taka þátt í stjórn lífeyrissjóðanna meðan þeir eru á annað borð viðfangsefni kjarasamninga. Það er óhjákvæmilegt að spyrja nokkurra lykilspurninga þegar efast er um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lífeyrissjóðunum. Verður sjóðunum stýrt af meiri ábyrgð ef stjórnmálamenn verða í aðalhlutverki í þróun og uppbyggingu lífeyriskerfisins? Er tryggingafræðilegur halli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kannski dæmi um ábyrgð og framsýni í lífeyrismálum? Hvaða afl hefðu lífeyrissjóðirnir til að standa gegn tillögum, tilraunum og aðgerðum ríkisstjórnar og þingmanna til að rýra sjóðina með skattlagningu eða öðrum byrðum óskyldum hlutverki þeirra ef aðilar vinnumarkaðarins væru ekki bakhjarlar þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eru allir á vinnumarkaði skyldugir til þess að greiða í lífeyrissjóð. Um þessa skyldu er víðtæk samstaða. Í löndum þar sem lífeyrissjóðir hafa lítið hlutverk fara skattar síhækkandi vegna fjölgunar aldraðra. Kosturinn við sjóðssöfnun lífeyrissjóða er að stór hluti lífeyrisins er uppsafnaðar fjármagnstekjur. Skylduþátttaka í lífeyrissjóði er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að þeir sem koma sér undan iðgjöldum fái fullar greiðslur úr almannatryggingum. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi gæti fólk velt byrðum yfir á samborgarana án þess að leggja eðlilegt framlag af mörkum. Skipulag lífeyrissjóða er sífellt til umræðu enda eru sjóðirnir með mikilvægustu stofnunum samfélagsins. Meðal álitamála er hvernig fólk uppfyllir greiðsluskyldu sína, rétt til að velja sjóð og stjórnun sjóðanna. Í lögum um lífeyrissjóði er annars vegar frelsi til að velja tiltekinn sjóð og hins vegar frelsi til að gera kjarasamninga um stofnun og rekstur lífeyrissjóða. Sjóðirnir hafa sjálfir vald til þess að ákveða um stjórnskipan sína og stjórnir eru einkum skipaðar af aðstandendum þeirra en nokkrar kosnar af sjóðsfélögum.Meðal öflugustu í heimi Lífeyrissjóðirnir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa verið í fararbroddi. Stefna stéttarfélaganna er að tengja uppbyggingu lífeyrisréttinda við gerð kjarasamninga og kveða þar á um iðgjöld í lífeyrissjóðina. Þróun lífeyrismála hefði orðið allt önnur ef aðilar vinnumarkaðarins hefðu ekki tekið að sér þetta hlutverk. Þá hefði lífeyrissjóðakerfið mótast fyrst og fremst í gegnum stjórnmálakerfið. Niðurstaðan af forystu aðila vinnumarkaðarins er hins vegar sú að íslensku lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra öflugustu í heiminum og eitt af því sem hvað best hefur tekist í íslensku samfélagi. Aðilar vinnumarkaðarins axla ábyrgð á stjórn lífeyrissjóða á samningssviði þeirra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélögin tilnefna í stjórnir sjóðanna á almenna vinnumarkaðnum og sambærilegt gildir fyrir sjóði opinberra starfsmanna. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaganna hafa þau hlutverk í stjórnum sjóðanna að gæta þess að vel sé farið með fé þeirra og starfsemin sé í samræmi við það sem til er ætlast. Hagsmunir viðkomandi sjóða eru í fyrsta og eina sætinu. Sjóðirnir eru ekkert annað en lífeyrisréttindi sjóðsfélaganna í nútíð og framtíð.Lykilspurningar Stundum heyrast efasemdir um það fyrirkomulag að Samtök atvinnulífsins eða atvinnurekendur skipi fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða til jafns við stéttarfélögin. Rökin fyrir því eru þau að uppbygging og rekstur lífeyrissjóðanna er sameiginlegt verkefni fyrirtækjanna og starfsfólksins og framlög í lífeyrissjóðina tengjast þátttöku á vinnumarkaði. Fyrirtækin standa frammi fyrir því að kröfur um launakostnað og framlög í lífeyrissjóði fara eftir því hvernig til tekst í uppbyggingu þeirra. Hagsmunir fyrirtækjanna og Samtaka atvinnulífsins í stjórnum lífeyrissjóða eru alfarið þeir að sem best takist við rekstur og uppbyggingu þeirra. Slakur árangur kallar á meiri kostnað allra fyrirtækja og rýrir hag þeirra. Það er því skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að taka þátt í stjórn lífeyrissjóðanna meðan þeir eru á annað borð viðfangsefni kjarasamninga. Það er óhjákvæmilegt að spyrja nokkurra lykilspurninga þegar efast er um aðkomu aðila vinnumarkaðarins að lífeyrissjóðunum. Verður sjóðunum stýrt af meiri ábyrgð ef stjórnmálamenn verða í aðalhlutverki í þróun og uppbyggingu lífeyriskerfisins? Er tryggingafræðilegur halli Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kannski dæmi um ábyrgð og framsýni í lífeyrismálum? Hvaða afl hefðu lífeyrissjóðirnir til að standa gegn tillögum, tilraunum og aðgerðum ríkisstjórnar og þingmanna til að rýra sjóðina með skattlagningu eða öðrum byrðum óskyldum hlutverki þeirra ef aðilar vinnumarkaðarins væru ekki bakhjarlar þeirra?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun