Það verður ekki búandi hér lengur! Ólafur Sigurðsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Sunnudaginn 2. desember var viðtal við Elviru Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í Evrópurétti í Silfri Egils. Hún talaði hreint út um hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa tekið yfir samfélagið og unnið gegn almenningi ásamt stjórnmálamönnum sem þó hefðu átt að gæta hagsmuna kjósenda. Lýðræðið, eins og það er á Vesturlöndum, er ekki að virka, allavega ekki fyrir fólkið, vildi Elvira meina. Kjörnir fulltrúar starfa ekki í umboði almennings sem kaus þá, heldur hagsmunaafla. Stórvarasamt samband banka og stjórnmálamanna hefur orðið til þess að hagsmunir ráða en ekki fólkið. Gunnar Tómasson og ýmsir aðrir hagfræðingar hafa varað við því að núverandi rekstur íslenska hagkerfisins gengur ekki upp. En á meðan eigendur bankanna geta enn rukkað og milliliðir og hagsmunaaðilar halda sínu þá gengur þetta upp hjá þeim en ekki okkur. Ríkistjórnin hefur ekki staðið við sínar skyldur að vernda okkur gegn þessu og því miður verður það einn megineftirmáli þessarar stjórnar að hafa svikið loforð sín. Samfélagssáttin hefur verið rofin. Svo mörg dæmi eru um birtingarmyndir þessa „efnahagshryllings“ að mann sundlar. Margir hafa einfaldlega fengið nóg af þessari þrætupólitík, enda hefur það verið stundað að þvæla hlutum fram og til baka til þess eins að stöðva umræðuna. Og enn lengist röðin hjá Fjölskylduhjálpinni.Án nokkurrar þekkingar Samt skulu nokkur dæmi nefnd: Snjóhengjan, ólögleg gengislán sem vart fást leiðrétt, ólögleg(?) verðtrygging sem étur upp eignir og sparifé fólks, lífeyrissjóðir sem eru ósjálfbærir, spilling innan bankakerfisins sem afskrifar stórskuldir en leyfir þeim sömu að halda áfram, óhóflega dýr fyrirgreiðslupólitík, grímulausar hótanir útgerðarmanna gegn veiðigjaldi, hermdarverk á Íbúðalánasjóð o.fl. o.fl. Einnig vekur það athygli í þessu samhengi hversu margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa verið í forystuhlutverki stofnana ríkis og sveitarfélaga án þess að hafa nokkra menntun eða þekkingu á rekstri og umsýslu þeirra. Því miður er eins og þeir sem eiga að vinna fyrir fólkið hafi margir notað stöðuna til að þjóna hagsmunum annarra en fólksins sem kaus þá. Einstaklingar fá launað fyrir vinnu sem oftar en ekki er beint gegn hagsmunum almennings. Jatan þolir ekki meir, þetta er svívirða sem við höfum ekki efni á lengur. Þetta er sambærilegt við að færa þorpsbúum í ónefndum frumskógi perlur og sælgæti á meðan löndum og landgæðum er rænt af þeim. Stundum heyrist sagt: „Þetta er eins og í bananalýðveldi“ en þetta er að gerast á Íslandi. Stjórnvöldum til hróss átti að rétta af þennan lýðræðishalla gagnvart almenningi og áttum við loks að fá nýja stjórnarskrá til að setja traustari leikreglur. Sérstaka athygli vakti þegar stjórnmálasamtökin Dögun keyptu rútu til að ferðast um allt land og kynna nýju stjórnarskrána fyrir landsmönnum. Þó fjölluðu erlendir fjölmiðlar meir um þá ferð en innlendir og er það ekki ný upplifun.Hermdarverk á þingi Á Alþingi gera hagsmunagæslumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Hermdarverk þeirra á þinginu eru jafn augljós og hroki LÍÚ gegn þjóðinni sem verður að fá til sín hluta af hagnaði auðlindanna. Hótun Guðmundar í Brimi um að hér fari allt á hausinn ef gengið verður að útgerðinni er sjálfsagt sögð í krafti þess að útgerðarmenn muni sjá til þess að svo fari. Hagsmunaaðilar hafa svo mikil ítök að meira að segja háskólafólk er fengið til að tala þeirra máli og halda ráðstefnur til að velta upp hörmungum þeim sem verða ef þeir missa tökin. Og umræðan fer einn hringinn enn. Áhugaleysi almennings á prófkjörum fjórflokksins er skiljanlegt. Fólk er búið að fá nóg og eiginlega getur fólk ekki meir, það er komið að þolmörkum almennings gagnvart fjármálastofnunum og stjórnmálamönnum. Það hefur orðið siðrof í samfélaginu gagnvart Alþingi og bönkunum. Það er orðið ljóst í prófkjörum flokkanna að þar er engra breytinga að vænta, engra! Þar mun verða áframhaldandi hagsmunagæsla og vel klæddir stjórnmálamenn munu reyna að sannfæra okkur um að best sé að fela þeim völdin enn á ný. Ef það er eitthvað sem við eigum að hafa lært þá er það þetta: „Dæmið þá ekki eftir því sem þeir segja heldur því sem þeir gera.“ Ef ekki kemur fram nýtt stjórnmálaafl sem ekki er þjakað af hagsmunatengslum og spillingu, þá mun ekkert nýtt gerast og þá verður ekki búandi áfram í þessu skuldafangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sunnudaginn 2. desember var viðtal við Elviru Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í Evrópurétti í Silfri Egils. Hún talaði hreint út um hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa tekið yfir samfélagið og unnið gegn almenningi ásamt stjórnmálamönnum sem þó hefðu átt að gæta hagsmuna kjósenda. Lýðræðið, eins og það er á Vesturlöndum, er ekki að virka, allavega ekki fyrir fólkið, vildi Elvira meina. Kjörnir fulltrúar starfa ekki í umboði almennings sem kaus þá, heldur hagsmunaafla. Stórvarasamt samband banka og stjórnmálamanna hefur orðið til þess að hagsmunir ráða en ekki fólkið. Gunnar Tómasson og ýmsir aðrir hagfræðingar hafa varað við því að núverandi rekstur íslenska hagkerfisins gengur ekki upp. En á meðan eigendur bankanna geta enn rukkað og milliliðir og hagsmunaaðilar halda sínu þá gengur þetta upp hjá þeim en ekki okkur. Ríkistjórnin hefur ekki staðið við sínar skyldur að vernda okkur gegn þessu og því miður verður það einn megineftirmáli þessarar stjórnar að hafa svikið loforð sín. Samfélagssáttin hefur verið rofin. Svo mörg dæmi eru um birtingarmyndir þessa „efnahagshryllings“ að mann sundlar. Margir hafa einfaldlega fengið nóg af þessari þrætupólitík, enda hefur það verið stundað að þvæla hlutum fram og til baka til þess eins að stöðva umræðuna. Og enn lengist röðin hjá Fjölskylduhjálpinni.Án nokkurrar þekkingar Samt skulu nokkur dæmi nefnd: Snjóhengjan, ólögleg gengislán sem vart fást leiðrétt, ólögleg(?) verðtrygging sem étur upp eignir og sparifé fólks, lífeyrissjóðir sem eru ósjálfbærir, spilling innan bankakerfisins sem afskrifar stórskuldir en leyfir þeim sömu að halda áfram, óhóflega dýr fyrirgreiðslupólitík, grímulausar hótanir útgerðarmanna gegn veiðigjaldi, hermdarverk á Íbúðalánasjóð o.fl. o.fl. Einnig vekur það athygli í þessu samhengi hversu margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa verið í forystuhlutverki stofnana ríkis og sveitarfélaga án þess að hafa nokkra menntun eða þekkingu á rekstri og umsýslu þeirra. Því miður er eins og þeir sem eiga að vinna fyrir fólkið hafi margir notað stöðuna til að þjóna hagsmunum annarra en fólksins sem kaus þá. Einstaklingar fá launað fyrir vinnu sem oftar en ekki er beint gegn hagsmunum almennings. Jatan þolir ekki meir, þetta er svívirða sem við höfum ekki efni á lengur. Þetta er sambærilegt við að færa þorpsbúum í ónefndum frumskógi perlur og sælgæti á meðan löndum og landgæðum er rænt af þeim. Stundum heyrist sagt: „Þetta er eins og í bananalýðveldi“ en þetta er að gerast á Íslandi. Stjórnvöldum til hróss átti að rétta af þennan lýðræðishalla gagnvart almenningi og áttum við loks að fá nýja stjórnarskrá til að setja traustari leikreglur. Sérstaka athygli vakti þegar stjórnmálasamtökin Dögun keyptu rútu til að ferðast um allt land og kynna nýju stjórnarskrána fyrir landsmönnum. Þó fjölluðu erlendir fjölmiðlar meir um þá ferð en innlendir og er það ekki ný upplifun.Hermdarverk á þingi Á Alþingi gera hagsmunagæslumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Hermdarverk þeirra á þinginu eru jafn augljós og hroki LÍÚ gegn þjóðinni sem verður að fá til sín hluta af hagnaði auðlindanna. Hótun Guðmundar í Brimi um að hér fari allt á hausinn ef gengið verður að útgerðinni er sjálfsagt sögð í krafti þess að útgerðarmenn muni sjá til þess að svo fari. Hagsmunaaðilar hafa svo mikil ítök að meira að segja háskólafólk er fengið til að tala þeirra máli og halda ráðstefnur til að velta upp hörmungum þeim sem verða ef þeir missa tökin. Og umræðan fer einn hringinn enn. Áhugaleysi almennings á prófkjörum fjórflokksins er skiljanlegt. Fólk er búið að fá nóg og eiginlega getur fólk ekki meir, það er komið að þolmörkum almennings gagnvart fjármálastofnunum og stjórnmálamönnum. Það hefur orðið siðrof í samfélaginu gagnvart Alþingi og bönkunum. Það er orðið ljóst í prófkjörum flokkanna að þar er engra breytinga að vænta, engra! Þar mun verða áframhaldandi hagsmunagæsla og vel klæddir stjórnmálamenn munu reyna að sannfæra okkur um að best sé að fela þeim völdin enn á ný. Ef það er eitthvað sem við eigum að hafa lært þá er það þetta: „Dæmið þá ekki eftir því sem þeir segja heldur því sem þeir gera.“ Ef ekki kemur fram nýtt stjórnmálaafl sem ekki er þjakað af hagsmunatengslum og spillingu, þá mun ekkert nýtt gerast og þá verður ekki búandi áfram í þessu skuldafangelsi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun