Vel farið með opinbert fé? Kjartan Örn Kjartansson skrifar 13. desember 2012 06:00 Á meðan að fólk er enn þá í biðröðum eftir matargjöfum, öryrkjar og aldraðir á hungurmörkum og heilbrigðiskerfið tækjasnautt á horriminni, þá tilkynnti fjármálaráðherra á dögunum að til stæði að hækka framlög ríkisins til fæðingarorlofs um tvo milljarða króna og að heildarframlögin yrðu vel yfir tíu milljarða króna á næsta ári. Það mætti halda að ríkissjóður væri hallalaus og að allt fljóti þar í annarra manna peningum. Á tímum þegar verið er að leita að því hvar megi spara, þá finnst mér að setja megi spurningarmerki við svona lagað og hvort slíkt sé skynsamlegt.Hverjir eru þurfandi? Það fólk sem ekki fær viðlíkan viðgjörning en þarf að borga fyrir hann ásamt öðrum er það sem fæddi og ól upp börn sín án sérstaks frís. Það tókst og þótti eðlilegur gangur lífsins. Þegar fólk vill eignast börn þá er það að sjálfsögðu á ábyrgð þess sjálfs, en ekki annarra. Þau sem eiga að njóta þessara sporslna eru yngsta og hraustasta fólkið sem flesta kostina hefur og minnst þarf aðstoðar við. Þessu fyrirkomulagi hefur væntanlega verið komið á í einhverju bríeríi eyðslusamra stjórnmálamanna, þegar e.t.v. var meira um aurana, en sama fólk virðist ekki meta fjármálastöðu landsins meira en það að það vill enn spreða harðunnu skattfé almennings í vinsældakaup. Það má vel vera að mörgum finnist það gott að njóta slíks eða jafnvel að einhverjir þurfi það af einhverjum ástæðum, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef ekki að skera burtu þessa eyðslu að fullu og öllu leyti, þá má að ósekju iðka meiri hófsemi og stytta slíkt orlof og spara þannig milljarðagjöld. Er þetta virkilega sú forgangsröðun á verkefnunum, sem fólk vill sjá? Ég spyr hvort aðstoðin eigi ekki frekar að fara til þeirra, sem eru meira og eða reglulega þurfandi. Ég hygg að þeir sem eldri eru, eru öryrkjar eða þá heilbrigðiskerfið mundu þiggja eitthvað af þessum peningum, ef þeir eru þá til.Það þarf að fara vel með XG – Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur markað sér stefnu um niðurskurð og sparnað á útgjöldum hins opinbera við gæluverkefni og rekstur ýmiss konar, sem e.t.v. gaman væri að geta haft og sum stór lönd hafa efni á, en sem er vel hægt að minnka eða að vera án á núverandi Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á meðan að fólk er enn þá í biðröðum eftir matargjöfum, öryrkjar og aldraðir á hungurmörkum og heilbrigðiskerfið tækjasnautt á horriminni, þá tilkynnti fjármálaráðherra á dögunum að til stæði að hækka framlög ríkisins til fæðingarorlofs um tvo milljarða króna og að heildarframlögin yrðu vel yfir tíu milljarða króna á næsta ári. Það mætti halda að ríkissjóður væri hallalaus og að allt fljóti þar í annarra manna peningum. Á tímum þegar verið er að leita að því hvar megi spara, þá finnst mér að setja megi spurningarmerki við svona lagað og hvort slíkt sé skynsamlegt.Hverjir eru þurfandi? Það fólk sem ekki fær viðlíkan viðgjörning en þarf að borga fyrir hann ásamt öðrum er það sem fæddi og ól upp börn sín án sérstaks frís. Það tókst og þótti eðlilegur gangur lífsins. Þegar fólk vill eignast börn þá er það að sjálfsögðu á ábyrgð þess sjálfs, en ekki annarra. Þau sem eiga að njóta þessara sporslna eru yngsta og hraustasta fólkið sem flesta kostina hefur og minnst þarf aðstoðar við. Þessu fyrirkomulagi hefur væntanlega verið komið á í einhverju bríeríi eyðslusamra stjórnmálamanna, þegar e.t.v. var meira um aurana, en sama fólk virðist ekki meta fjármálastöðu landsins meira en það að það vill enn spreða harðunnu skattfé almennings í vinsældakaup. Það má vel vera að mörgum finnist það gott að njóta slíks eða jafnvel að einhverjir þurfi það af einhverjum ástæðum, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef ekki að skera burtu þessa eyðslu að fullu og öllu leyti, þá má að ósekju iðka meiri hófsemi og stytta slíkt orlof og spara þannig milljarðagjöld. Er þetta virkilega sú forgangsröðun á verkefnunum, sem fólk vill sjá? Ég spyr hvort aðstoðin eigi ekki frekar að fara til þeirra, sem eru meira og eða reglulega þurfandi. Ég hygg að þeir sem eldri eru, eru öryrkjar eða þá heilbrigðiskerfið mundu þiggja eitthvað af þessum peningum, ef þeir eru þá til.Það þarf að fara vel með XG – Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur markað sér stefnu um niðurskurð og sparnað á útgjöldum hins opinbera við gæluverkefni og rekstur ýmiss konar, sem e.t.v. gaman væri að geta haft og sum stór lönd hafa efni á, en sem er vel hægt að minnka eða að vera án á núverandi Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun