Ólögmætir fjármálagerningar og bótaréttur fyrirtækja Páll Rúnar Mikael Kristjánsson skrifar 13. desember 2012 06:00 Á síðastliðnum árum hefur mikið verið deilt um uppgjör á gengistryggðum lánum, þ.e. skuldbindingum í íslenskum krónum sem bundnar hafa verið við gengi erlendra gjaldmiðla. Ótal mál hafa verið rekin fyrir dómstólum þar sem reynt hefur á margvíslegar málsástæður deilenda. Eftir mikla fyrirhöfn er nú svo komið að Hæstiréttur hefur varpað ljósi á fjölmörg álitamál er þetta varðar og þannig svarað mörgum spurningum þeirra skuldara sem í hlut eiga. Það er hins vegar langur vegur frá því að önnur mál sem tengjast fjármögnun og fjármálagerningum á árunum fyrir hrun séu leyst. Vega þar þyngst mál sem tengjast afleiðum og öðrum fjármálagerningum sem hinir föllnu bankar buðu viðskiptavinum sínum á árunum í kringum hrun. Um slíka gerninga, og fyrirtækin sem bjóða þá, gilda strangar reglur en svo virðist sem hinir föllnu bankar hafi í mörgum tilfellum sniðgengið þær reglur. Þá virðist sem frágangur þessara gerninga hafi oft ekki hafa verið mjög ítarlegur. Það er því eðlilegt að margir spyrji sig að þeirri spurningu hvaða áhrif framangreint hefur á stöðu þeirra sem urðu fyrir tjóni í þessum viðskiptum.Vafi um lögmæti Sá vafi sem leikur á lögmæti margra þeirra gerninga sem um ræðir undirstrikast m.a. í nýlegum dómum Hæstaréttar þar sem slitastjórnir hafa freistað þess að innheimta kröfur á grundvelli gjaldeyrisskiptasamninga og annarra fjármálagerninga. Þær mótbárur sem skuldarar hafa teflt fram í slíkum uppgjörum snerta m.a. stöðu þeirra sem almennra fjárfesta (en ekki fagfjárfesta) og mögulegan skaðabótarétt skuldara í þessum viðskiptum en slíkar kröfur gætu komið til skuldajafnaðar á móti tapi af viðskiptunum. Þá eru í ákveðnum tilfellum sterk rök fyrir því að atvik að baki viðskiptunum eða háttsemi kröfuhafans geti leitt til ógildingar gerninganna eða þess að það teljist ósanngjarnt af kröfuhafanum (í flestum tilvikum slitastjórnir bankanna) að bera þá fyrir sig. Byggist sú niðurstaða bæði á lögum frá Alþingi og ólögfestum reglum fjármunaréttar. Það er því margt sem þarf að íhuga áður en slíkar kröfur eru greiddar.Skaðabótaskylda Í þeim dómum sem fallið hafa til þessa hefur Hæstiréttur staðfest að meðferð almenns fjárfestis sem fagfjárfestis hafi ekki ein og sér þau áhrif að samningar hans við fjármálafyrirtæki séu ógildir. Hins vegar er ljóst af þeirri dómaframkvæmd sem nú liggur fyrir að Hæstiréttur hefur opnað á mögulega skaðabótaskyldu vegna rangrar flokkunar fjárfesta sem og mögulega ógildingu fjármálagerninga, eins og afleiðna, vegna annarra atvika. Þá kann það í ákveðnum tilfellum að teljast ósanngjarnt af kröfuhafa að bera slíka samninga fyrir sig gagnvart skuldara. Í ljósi alls þessa er mikilvægt fyrir þá sem tóku þátt í slíkum viðskiptum við hina föllnu banka og aðrar fjármálastofnanir að kanna vel rétt sinn og lagalega stöðu. Hafi forsvarsmenn fyrirtækja það á tilfinningunni að viðskipti hafi leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu er sú tilfinning ein og sér næg til þess að kanna rétt sinn frekar. Sá sem telur sig hafa verið órétti beittur á oftar en ekki rétt samkvæmt lögum jafnvel þótt hann þekki þau lagaákvæði ekki sjálfur. Í hnotskurn þá eru ákveðin lögfræðileg rök fyrir því að þeir sem hafa gert ólögmæta afleiðusamninga þurfi ekki að þola tjón sitt óbætt. Þá gæti staða þeirra verið með þeim hætti að það væri ósanngjarnt af kröfuhafanum að bera samninginn fyrir sig. Það er því mikilvægt að allir þeir sem gert hafa slíka samninga skoði vel lagalega stöðu sína. Þá er ekki loku fyrir það skotið að hluthafar í fyrirtækjum sem gerð hafa verið gjaldþrota á grundvelli slíkra krafna kunni að eiga bótarétt ef ráð er í tíma tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum árum hefur mikið verið deilt um uppgjör á gengistryggðum lánum, þ.e. skuldbindingum í íslenskum krónum sem bundnar hafa verið við gengi erlendra gjaldmiðla. Ótal mál hafa verið rekin fyrir dómstólum þar sem reynt hefur á margvíslegar málsástæður deilenda. Eftir mikla fyrirhöfn er nú svo komið að Hæstiréttur hefur varpað ljósi á fjölmörg álitamál er þetta varðar og þannig svarað mörgum spurningum þeirra skuldara sem í hlut eiga. Það er hins vegar langur vegur frá því að önnur mál sem tengjast fjármögnun og fjármálagerningum á árunum fyrir hrun séu leyst. Vega þar þyngst mál sem tengjast afleiðum og öðrum fjármálagerningum sem hinir föllnu bankar buðu viðskiptavinum sínum á árunum í kringum hrun. Um slíka gerninga, og fyrirtækin sem bjóða þá, gilda strangar reglur en svo virðist sem hinir föllnu bankar hafi í mörgum tilfellum sniðgengið þær reglur. Þá virðist sem frágangur þessara gerninga hafi oft ekki hafa verið mjög ítarlegur. Það er því eðlilegt að margir spyrji sig að þeirri spurningu hvaða áhrif framangreint hefur á stöðu þeirra sem urðu fyrir tjóni í þessum viðskiptum.Vafi um lögmæti Sá vafi sem leikur á lögmæti margra þeirra gerninga sem um ræðir undirstrikast m.a. í nýlegum dómum Hæstaréttar þar sem slitastjórnir hafa freistað þess að innheimta kröfur á grundvelli gjaldeyrisskiptasamninga og annarra fjármálagerninga. Þær mótbárur sem skuldarar hafa teflt fram í slíkum uppgjörum snerta m.a. stöðu þeirra sem almennra fjárfesta (en ekki fagfjárfesta) og mögulegan skaðabótarétt skuldara í þessum viðskiptum en slíkar kröfur gætu komið til skuldajafnaðar á móti tapi af viðskiptunum. Þá eru í ákveðnum tilfellum sterk rök fyrir því að atvik að baki viðskiptunum eða háttsemi kröfuhafans geti leitt til ógildingar gerninganna eða þess að það teljist ósanngjarnt af kröfuhafanum (í flestum tilvikum slitastjórnir bankanna) að bera þá fyrir sig. Byggist sú niðurstaða bæði á lögum frá Alþingi og ólögfestum reglum fjármunaréttar. Það er því margt sem þarf að íhuga áður en slíkar kröfur eru greiddar.Skaðabótaskylda Í þeim dómum sem fallið hafa til þessa hefur Hæstiréttur staðfest að meðferð almenns fjárfestis sem fagfjárfestis hafi ekki ein og sér þau áhrif að samningar hans við fjármálafyrirtæki séu ógildir. Hins vegar er ljóst af þeirri dómaframkvæmd sem nú liggur fyrir að Hæstiréttur hefur opnað á mögulega skaðabótaskyldu vegna rangrar flokkunar fjárfesta sem og mögulega ógildingu fjármálagerninga, eins og afleiðna, vegna annarra atvika. Þá kann það í ákveðnum tilfellum að teljast ósanngjarnt af kröfuhafa að bera slíka samninga fyrir sig gagnvart skuldara. Í ljósi alls þessa er mikilvægt fyrir þá sem tóku þátt í slíkum viðskiptum við hina föllnu banka og aðrar fjármálastofnanir að kanna vel rétt sinn og lagalega stöðu. Hafi forsvarsmenn fyrirtækja það á tilfinningunni að viðskipti hafi leitt til ósanngjarnrar niðurstöðu er sú tilfinning ein og sér næg til þess að kanna rétt sinn frekar. Sá sem telur sig hafa verið órétti beittur á oftar en ekki rétt samkvæmt lögum jafnvel þótt hann þekki þau lagaákvæði ekki sjálfur. Í hnotskurn þá eru ákveðin lögfræðileg rök fyrir því að þeir sem hafa gert ólögmæta afleiðusamninga þurfi ekki að þola tjón sitt óbætt. Þá gæti staða þeirra verið með þeim hætti að það væri ósanngjarnt af kröfuhafanum að bera samninginn fyrir sig. Það er því mikilvægt að allir þeir sem gert hafa slíka samninga skoði vel lagalega stöðu sína. Þá er ekki loku fyrir það skotið að hluthafar í fyrirtækjum sem gerð hafa verið gjaldþrota á grundvelli slíkra krafna kunni að eiga bótarétt ef ráð er í tíma tekið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun