Formúli 1 ökuþórinn Lewis Hamilton hefur nú stigið fram í sviðsljósið og viðurkennt að hann hafi misst einbeitinguna bæði innan sem og utan brautarinnar árið 2011.
„Ég var einhvernvegin í baráttu við alla á síðasta ári. Ég lenti í rifrildum við nánast alla og var ekki með hugann á réttum stað. Þetta er hlutur sem ég verð að laga fyrir næsta tímabil".
„Ég hlakka til næsta tímabils og líst mjög vel á nýja liðsfélagann minn. Það verður frábært að vinna með Felipe [Massa]".
„Ég hafði bara allt of mikið á minni könnu í fyrra og réði hreinlega ekki við það. Hvort sem það voru fjárfestingar, lögfræðingar eða fjölskyldan þá hafði það mikil áhrif á mig andlega".
Hamilton: Ég missti alla einbeitingu á síðasta tímabili
Stefán Árni Pálsson skrifar
