Stuðningsgrein: Forval Samfylkingarinnar 2012 Bjarni Pétur Magnússon skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Það eru tæp 40 ár liðin frá því undirritaður ásamt öðrum ungum áhugamönnum um stjórnmál hittumst og ræddum um nauðsyn breytinga á vali fulltrúa til þings og bæjarstjórna. Einkum var okkur ofarlega í huga að brjóta upp flokksræðið í íslenskum stjórnmálum. Ýmislegt bar á góma, skoðuðum við einkum kosningakerfi og höfðum þá í huga persónuval við kosningar. Lítið var okkur þá ágengt enda má segja að prófkjör hafi að hluta til verið lausn á hugmyndum okkar. Prófkjörin eru takmörkuð lausn, best að hafa möguleikann að raða frambjóðendum á lista, og velja þannig fulltrúa til að fara með umboð okkar til sveitar- og landsstjórnar. Ekkert varð af því að þessi hópur formaði endanlegar hugmyndir. Síðar þegar við ungir jafnaðarmenn ræddum ýmis réttlætismál svo sem þjóðareign auðlinda varð okkur ljóst að lausn auðlindamála sem og annarra réttlætismála svo sem kosningamála fengist aðeins með nýrri stjórnarskrá. Hugmynd okkar var að ná saman Þjóðfundi sem formaði tillögur að nýrri stjórnarskrá sem Alþingi notaði til grundvallar. Nú er svo komið að lokaáfangi er fram undan, Alþingi hefur fengið tillögu sem þjóðin hefur samþykkt. Nú reynir á Alþingi að vinna endanlega úr hugmyndunum og leggja þær svo fyrir þjóðina til samþykktar í næstu kosningum. Að öðrum ólöstuðum þá ber að þakka Bandalagi jafnaðarmanna og Þjóðvaka fyrir þrautseigju við að þoka þessu máli öllu áfram. Árangrinum ber einkum að þakka tveimur kjarnakonum sem farið hafa fyrir málinu á Alþingi, þeim Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Valgerði Bjarnadóttir, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Jóhanna hverfur af þingi við næstu kosningar. Valgerður hins vegar sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. Öflugur stuðningur við Valgerði í forvali Samfylkingarinnar er viðurkenningarvottur fyrir gott starf og jafnframt hvatning til hennar að ljúka málinu þegar það kemur til kasta nýs þings að kosningum loknum. Samfylkingarfólk í Reykjavík nýtur þeirra forréttinda sem aðrir landsmenn hafa ekki að geta í forvali sýnt þakklæti sitt og jafnframt tryggt að hugsjónin um aukið réttlæti í þjóðfélaginu fái til forystu konu sem er traustsins verð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það eru tæp 40 ár liðin frá því undirritaður ásamt öðrum ungum áhugamönnum um stjórnmál hittumst og ræddum um nauðsyn breytinga á vali fulltrúa til þings og bæjarstjórna. Einkum var okkur ofarlega í huga að brjóta upp flokksræðið í íslenskum stjórnmálum. Ýmislegt bar á góma, skoðuðum við einkum kosningakerfi og höfðum þá í huga persónuval við kosningar. Lítið var okkur þá ágengt enda má segja að prófkjör hafi að hluta til verið lausn á hugmyndum okkar. Prófkjörin eru takmörkuð lausn, best að hafa möguleikann að raða frambjóðendum á lista, og velja þannig fulltrúa til að fara með umboð okkar til sveitar- og landsstjórnar. Ekkert varð af því að þessi hópur formaði endanlegar hugmyndir. Síðar þegar við ungir jafnaðarmenn ræddum ýmis réttlætismál svo sem þjóðareign auðlinda varð okkur ljóst að lausn auðlindamála sem og annarra réttlætismála svo sem kosningamála fengist aðeins með nýrri stjórnarskrá. Hugmynd okkar var að ná saman Þjóðfundi sem formaði tillögur að nýrri stjórnarskrá sem Alþingi notaði til grundvallar. Nú er svo komið að lokaáfangi er fram undan, Alþingi hefur fengið tillögu sem þjóðin hefur samþykkt. Nú reynir á Alþingi að vinna endanlega úr hugmyndunum og leggja þær svo fyrir þjóðina til samþykktar í næstu kosningum. Að öðrum ólöstuðum þá ber að þakka Bandalagi jafnaðarmanna og Þjóðvaka fyrir þrautseigju við að þoka þessu máli öllu áfram. Árangrinum ber einkum að þakka tveimur kjarnakonum sem farið hafa fyrir málinu á Alþingi, þeim Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Valgerði Bjarnadóttir, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Jóhanna hverfur af þingi við næstu kosningar. Valgerður hins vegar sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík við næstu alþingiskosningar. Öflugur stuðningur við Valgerði í forvali Samfylkingarinnar er viðurkenningarvottur fyrir gott starf og jafnframt hvatning til hennar að ljúka málinu þegar það kemur til kasta nýs þings að kosningum loknum. Samfylkingarfólk í Reykjavík nýtur þeirra forréttinda sem aðrir landsmenn hafa ekki að geta í forvali sýnt þakklæti sitt og jafnframt tryggt að hugsjónin um aukið réttlæti í þjóðfélaginu fái til forystu konu sem er traustsins verð.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun