Út úr vandanum! Bryndís Loftsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi. Uppbygging atvinnulífsÉg vil taka þátt í að byggja atvinnulífið hér upp að nýju. Markmið fyrirtækjareksturs er að skila arði þegar til langs tíma er litið og það er nákvæmlega það sem ég vil að öll fyrirtæki geri; lifi lengi og skili arði og geti þannig staðið í skilum og greitt starfsmönnum sínum góð laun. Óbeit vinstri manna á hugmyndinni um arðbæran rekstur hlýtur að mega rekja til þekkingarleysis þeirra á vinnumarkaðinum. Varla er það vilji þeirra að starfa hjá fyrirtæki sem rekið er á núlli og getur ekki þróast og staðið undir launahækkunum. Og ekki ætla ég þeim að vilja vinna hjá fyrirtæki sem rekið er með tapi og þarf stöðugt að segja upp starfsfólki. Fyrirtæki sem skila hagnaði eiga að geta tilkynnt það með stolti og uppskorið aðdáun hjá þjóðinni. Ég vil sjá nýtingu auðlinda landsins. Það er brýnt að halda áfram með virkjunarframkvæmdir samkvæmt upprunalegu rammaáætluninni. Óbeisluð orka gefur okkur ekkert í aðra hönd og það er glapræði að tefja fyrir frekari framkvæmdum í þeim geira. SkattheimtaÉg vil taka þátt í að móta framtíðarstefnu í skattamálum og einfalda skattaumhverfið. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórninni tekist að rækta upp myndarlegan skattafrumskóg. Svo kröftuglega hefur verið unnið að gerð nýrra skatta og breytinga á eldri sköttum að erfitt er orðið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Auk þess að flækja rekstrarumhverfi fyrirtækja með þessum hætti þá er þeim jafnframt gert ómögulegt að gera raunhæfar áætlanir til framtíðarinnar því stöðugt er verið að kynna til leiks nýja möguleika á skattheimtu. Auðlegðarskattur (eignaskattur) var endurvakinn af núverandi ríkisstjórn og bundinn í lög til 2014. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort eignin skili tekjum eða ekki. Auk þess var gengið þannig frá hnútunum að skattleysis-eignarmörkin fara lækkandi til 2014 og skattprósentan hækkandi. Þetta kemur sér illa fyrir þann hóp sem hefur lágar tekjur en á miklar eignir bundnar t.d. í húseign sinni eins og margir eldri borgarar. Hækkandi fasteignagjöld hafa nú þegar aukið álögur þessa hóps umtalsvert samtímis því að greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum hafa verið skertar. Öryggi, menntun og heilsaÉg tel að samræma þurfi lagaheimildir og starfsumhverfi lögreglunnar til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Forvarnir mega ekki sitja á hakanum því betra er heilt en gróið. Ég vil sporna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og tel styttingu náms fyrir háskólastig æskilega. Einnig þarf að einfalda flutning nemenda af grunnskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Nemendur með háar einkunnir komast í þá framhaldsskóla sem þeir óska en aðrir upplifa höfnun og streitu við að reyna að finna skóla sem tekur við þeim. Þetta er sá hópur nemenda sem mest þarf á hvatningu til náms að halda en verður verst úti í þessum skólaskiptum. Ég vil að tekið verði á brotalömum í heilbrigðiskerfinu. Ganga þarf frá samningi við tannlækna vegna tannviðgerða barna, stytta biðlista Greiningarstöðvar og BUGL og tryggja gott starfsumhverfi fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Að lokum vil ég nefna að ég er ekki hlynnt inngöngu í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi. Uppbygging atvinnulífsÉg vil taka þátt í að byggja atvinnulífið hér upp að nýju. Markmið fyrirtækjareksturs er að skila arði þegar til langs tíma er litið og það er nákvæmlega það sem ég vil að öll fyrirtæki geri; lifi lengi og skili arði og geti þannig staðið í skilum og greitt starfsmönnum sínum góð laun. Óbeit vinstri manna á hugmyndinni um arðbæran rekstur hlýtur að mega rekja til þekkingarleysis þeirra á vinnumarkaðinum. Varla er það vilji þeirra að starfa hjá fyrirtæki sem rekið er á núlli og getur ekki þróast og staðið undir launahækkunum. Og ekki ætla ég þeim að vilja vinna hjá fyrirtæki sem rekið er með tapi og þarf stöðugt að segja upp starfsfólki. Fyrirtæki sem skila hagnaði eiga að geta tilkynnt það með stolti og uppskorið aðdáun hjá þjóðinni. Ég vil sjá nýtingu auðlinda landsins. Það er brýnt að halda áfram með virkjunarframkvæmdir samkvæmt upprunalegu rammaáætluninni. Óbeisluð orka gefur okkur ekkert í aðra hönd og það er glapræði að tefja fyrir frekari framkvæmdum í þeim geira. SkattheimtaÉg vil taka þátt í að móta framtíðarstefnu í skattamálum og einfalda skattaumhverfið. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórninni tekist að rækta upp myndarlegan skattafrumskóg. Svo kröftuglega hefur verið unnið að gerð nýrra skatta og breytinga á eldri sköttum að erfitt er orðið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Auk þess að flækja rekstrarumhverfi fyrirtækja með þessum hætti þá er þeim jafnframt gert ómögulegt að gera raunhæfar áætlanir til framtíðarinnar því stöðugt er verið að kynna til leiks nýja möguleika á skattheimtu. Auðlegðarskattur (eignaskattur) var endurvakinn af núverandi ríkisstjórn og bundinn í lög til 2014. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort eignin skili tekjum eða ekki. Auk þess var gengið þannig frá hnútunum að skattleysis-eignarmörkin fara lækkandi til 2014 og skattprósentan hækkandi. Þetta kemur sér illa fyrir þann hóp sem hefur lágar tekjur en á miklar eignir bundnar t.d. í húseign sinni eins og margir eldri borgarar. Hækkandi fasteignagjöld hafa nú þegar aukið álögur þessa hóps umtalsvert samtímis því að greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum hafa verið skertar. Öryggi, menntun og heilsaÉg tel að samræma þurfi lagaheimildir og starfsumhverfi lögreglunnar til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Forvarnir mega ekki sitja á hakanum því betra er heilt en gróið. Ég vil sporna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og tel styttingu náms fyrir háskólastig æskilega. Einnig þarf að einfalda flutning nemenda af grunnskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Nemendur með háar einkunnir komast í þá framhaldsskóla sem þeir óska en aðrir upplifa höfnun og streitu við að reyna að finna skóla sem tekur við þeim. Þetta er sá hópur nemenda sem mest þarf á hvatningu til náms að halda en verður verst úti í þessum skólaskiptum. Ég vil að tekið verði á brotalömum í heilbrigðiskerfinu. Ganga þarf frá samningi við tannlækna vegna tannviðgerða barna, stytta biðlista Greiningarstöðvar og BUGL og tryggja gott starfsumhverfi fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Að lokum vil ég nefna að ég er ekki hlynnt inngöngu í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar