Erlent

Líkið við Sandringham er af 17 ára stúlku frá Lettlandi

Kennsl hafa verið borin á líkið sem fannst nýlega á landareign Sandringham sveitasetursins sem er í eigu Elísabetar Bretlandsdrottningar. Líkið er af 17 ára gamalli stúlku frá Lettlandi, Alisu Dmitirijevu að nafni.

Alisa bjó í Cambridgeskíri og síðast sást til hennar þar á götu í lok ágúst á síðasta ári. Í desember hafði fjölskylda Alisu boðið 5.000 pund í verðlaun til handa þeim sem gæti gefið upplýsingar um ferðir hennar.

Lögreglan rannsakar líkfundinn sem morðmál enda bendir ekkert til að hún hafi látist á náttúrulegum orsökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×