Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde Arnbjörg Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar