Áfalli lýkur aldrei 26. janúar 2012 15:00 Guðjón Davíð Karlsson fer með burðarhlutverk í Eldhafi í Borgarleikhúsinu. Mynd/Grímur Bjarnason „Ástæða þess að þetta verk er spennandi fyrir Borgarleikhúsið og okkur sem listamenn er að það spyr brýnnar spurningar: Hvort mennskan geti lifað það af að horfast í augu við hryllinginn," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri verksins Eldhafs eftir Wajid Mouwad sem frumsýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Atburðarás Eldhafs er í stórum dráttum á þá leið að tvíburarnir Símon og Janine, sem leiknir eru af Guðjóni Davíð Karlssyni og Láru Jóhönnu Jónsdóttur, missa móður sína en með hlutverk hennar fer Unnur Ösp Stefánsdóttir. Við lestur erfðaskrárinnar kemur í ljós að systkinin eiga föður á lífi og bróður sem þau vissu ekki af. Þau fá það verkefni, samkvæmt hinstu ósk móðurinnar, að afhenda föðurnum og bróðurnum umslag í eigin persónu. „Þar hefst barátta verksins þar sem fortíð móðurinnar afhjúpast, en hún reynist ekki sú kona sem hún sagðist vera. Sannleikurinn er oft svo hræðilegur að það er ekki hægt að segja hann, heldur verður að uppgötva hann," útskýrir Jón Páll. Leikstjórinn segir Eldhaf í grunninn fjalla um nauðsyn þess að hafa hugrekki til að halda á sársaukanum, hversu óhugnanlegur sem hann er, því sá hæfileiki geri okkur að manneskjum. „Áfalli lýkur aldrei. Við erum alltaf í áfalli, en reynum annað hvort að gleyma því eða verðum sterkari með því að takast á við það. Nútímamaðurinn sér hrylling stríðs og hamfara á hverjum degi. Maður veltir fyrir sér hvar samfélagið er statt þegar ungir hermenn í Afganistan hafa verið þjálfaðir til að brjóta stærsta tabúið af öllum, að drepa aðra manneskju, en svo verður fólk hissa og hneykslast á því þegar myndband birtist af þeim að kasta af sér þvagi á lík óvinarins. Svo hitt, sem sló mig enn meira, að þegar myndbandið var sýnt þurfti að setja svart yfir getnaðarlimina á þeim. Þá þurfti að ritskoða og vernda okkur. Mannskepnan er á skrýtnum stað og ekki góðum." -kg Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
„Ástæða þess að þetta verk er spennandi fyrir Borgarleikhúsið og okkur sem listamenn er að það spyr brýnnar spurningar: Hvort mennskan geti lifað það af að horfast í augu við hryllinginn," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri verksins Eldhafs eftir Wajid Mouwad sem frumsýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Atburðarás Eldhafs er í stórum dráttum á þá leið að tvíburarnir Símon og Janine, sem leiknir eru af Guðjóni Davíð Karlssyni og Láru Jóhönnu Jónsdóttur, missa móður sína en með hlutverk hennar fer Unnur Ösp Stefánsdóttir. Við lestur erfðaskrárinnar kemur í ljós að systkinin eiga föður á lífi og bróður sem þau vissu ekki af. Þau fá það verkefni, samkvæmt hinstu ósk móðurinnar, að afhenda föðurnum og bróðurnum umslag í eigin persónu. „Þar hefst barátta verksins þar sem fortíð móðurinnar afhjúpast, en hún reynist ekki sú kona sem hún sagðist vera. Sannleikurinn er oft svo hræðilegur að það er ekki hægt að segja hann, heldur verður að uppgötva hann," útskýrir Jón Páll. Leikstjórinn segir Eldhaf í grunninn fjalla um nauðsyn þess að hafa hugrekki til að halda á sársaukanum, hversu óhugnanlegur sem hann er, því sá hæfileiki geri okkur að manneskjum. „Áfalli lýkur aldrei. Við erum alltaf í áfalli, en reynum annað hvort að gleyma því eða verðum sterkari með því að takast á við það. Nútímamaðurinn sér hrylling stríðs og hamfara á hverjum degi. Maður veltir fyrir sér hvar samfélagið er statt þegar ungir hermenn í Afganistan hafa verið þjálfaðir til að brjóta stærsta tabúið af öllum, að drepa aðra manneskju, en svo verður fólk hissa og hneykslast á því þegar myndband birtist af þeim að kasta af sér þvagi á lík óvinarins. Svo hitt, sem sló mig enn meira, að þegar myndbandið var sýnt þurfti að setja svart yfir getnaðarlimina á þeim. Þá þurfti að ritskoða og vernda okkur. Mannskepnan er á skrýtnum stað og ekki góðum." -kg
Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira