Leitum ekki að lægsta samnefnaranum Páll Gunnar Pálsson skrifar 6. október 2012 06:00 Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Samkeppnismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir. Í þessari umræðu kallar Samkeppniseftirlitið eftir því að umfjöllun um hugsanlegar endurbætur á samkeppnislögunum taki mið af þeirri erfiðu stöðu sem víða ríkir í atvinnulífinu. Það veldur því vonbrigðum við lestur á skýrslu samtakanna að tillögur þeirra miða nær allar að því að þrengja eða fella niður heimildir Samkeppniseftirlitsins. Heimildir sem löggjafinn hefur talið mikilvægar til þess að tryggja hagsmuni atvinnulífsins og neytenda. Fyrir þessu eru færð þau rök að reglurnar séu séríslenskar. Þar fara samtökin með rangt mál. Heimildir íslenskra samkeppnislaga eiga sér í öllum tilvikum hliðstæður í löggjöf erlendis. Miður er ef hagsmunaaðilar kjósa að leita lægsta samnefnarans í samkeppnislöggjöf nágrannalandanna og horfa þannig fram hjá þörfum íslensks samfélags út frá aðstæðum hér. Í skýrslunni er hvergi að sjá að samtökin hafi tekið til athugunar hvort tilefni væri til þess að bæta við heimildum til þess að tryggja framkvæmd samkeppnislaga. Staðreyndin er nefnilega sú að vel væri hægt að styrkja samkeppnislögin í takt við löggjöf erlendis. Nefna má sem dæmi að hér á landi hefur Samkeppniseftirlitið ekki heimildir til þess að leita gagna á heimilum stjórnenda grunaðra fyrirtækja, eins og reyndin er víða, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þekkjast heimildir til handa samkeppnisyfirvöldum til þess að hlutast til um að stjórnendur brotlegra fyrirtækja teljist ekki hæfir til að stjórna fyrirtækjum í tiltekinn tíma eftir brot. Því miður sjá forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins ástæðu til þess að gera málflutning Samkeppniseftirlitsins tortyggilegan í opinberri umræðu. Er eftirlitið sagt ómálefnalegt, spyrna fast við fótum til að halda í séríslenskar reglur og leggja fæð á stærri fyrirtæki. Ekki er hægt að fallast á þennan málflutning. Fyrir Samkeppniseftirlitinu vakir ekkert annað en að standa vörð um hagsmuni neytenda, atvinnulífsins og samfélagsins alls. Þar skiptir miklu máli að ný og smærri fyrirtæki geti hafið starfsemi og dafnað við hlið stærri fyrirtækja. Það er brýnt fyrir þjóðarhag að Samtök atvinnulífsins og aðrir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu leggist á árar í þessari baráttu, í stað þess að leita að lægsta samnefnaranum við mótun samkeppnislaga og gera framkvæmd þeirra tortryggilega.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun