Red Bull með yfirburði í tímatökunum fyrir japanska kappaksturinn Birgir Þór Harðarson skrifar 6. október 2012 06:41 Vettel hafði gríðarlega yfirburði í tímatökunum fyrir japanska kappaksturinn. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel mun ræsa japanska kappaksturinn á morgun á ráspól á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel hafði ótrúlega yfirburði í tímatökunum og ók 0,2 sekúntum hraðar en liðsfélagi sinn og 0,4 sekúntum hraðar en Jenson Button. Button stýrði McLaren-bíl sínum um Suzuka-brautina og setti þriðja besta tíma í síðustu lotunni. Hann fær fimm sæta refsingu á ráslínu því hann skipti um gírkassa á milli móta. Hann ræsir því áttundi. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi á Sauber ræsir þriðji. Hann náði fjórða besta tíma. Romain Grosjean á Lotus ræsir fjórði og liðsfélagi Kobayashi, Serigo Perez fimmti. Fernando Alonso ók eina Ferrari-bílnum sem komst í síðustu lotuna og náði sjöunda besta tíma og ræsir sjötti á undan Kimi Raikkönen á Lotus. Kimi gæti hafa eyðilagt fyrir fleirum en sjálfum sér þegar hann snéri bíl sínum út af brautinni þegar allir tíu ökumennirnir í síðustu lotunni óku síðasta tímatökuhring sinn. Gulum flöggum var veifað sem eyðilagði tímatökuhringi nokkurra ökuþóra, meðal annars Lewis Hamilton. Það er vafamál hvort bestu hringtímar Buttons og Kobayashi hafi verið settir undir gulum flöggum. Reglurnar segja að ekki megi bæta tíma sinn á þeim svæðum þar sem gulum flöggum er veifað. Hamilton mun ræsa McLaren-bíl sinn úr níunda sæti á ráslínu. Tímatakan verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir McLaren-liðið þar sem þeir eru taldir hafa, að minnsta kosti, annan besta bílinn í Formúlu 1. Nico Hulkenberg var tíundi maður í síðustu lotu tímatökunnar en hann setti ekki hringtíma og fær fimm sæta refsingu eins og Button. Hulkenberg ræsir því fimmtándi. Michael Schumacher ræsir næst síðastur í Mercedes-bíl sínum. Hann hlaut tíu sæta refsingu fyrir að aka aftan á Jean-Eric Vergne í Singapúr fyrir tveimur vikum. Síðasti kappakstur meistarans í Japan verður því áhugaverður, sérstaklega því Schumi var fljótari en liðsfélagi sinn í tímatökunum. Rásröðin í japanska kappakstrinum á morgunButton fær fimm sæta refsingu eftir að hafa skipt um gírkassa milli móta.nordicphotos/afpNRÖkumaðurLið / vélTímiBil1Sebastian VettelRed Bull/Renault1'30.839-2Mark WebberRed Bull/Renault1'31.0900.2513Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'31.7000.8614Romain GrosjeanLotus/Renault1'31.8981.0595Sergio PérezSauber/Ferrari1'32.0221.1836Fernando AlonsoFerrari1'32.1141.2757Kimi RäikkönenLotus/Renault1'32.2081.3698Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'31.2900.4519Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'32.3271.48810Felipe MassaFerrari1'32.2931.45411Paul Di RestaForce India/Mercedes1'32.3271.48812Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'32.5121.67313Nico RosbergMercedes1'32.6251.78614Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'32.9542.11515Nico HülkenbergForce India/Mercedes--16Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'33.3682.52917Bruno SennaWilliams/Renault1'33.4052.56618H.KovalainenCaterham/Renault1'34.6573.81819Timo GlockMarussia/Cosworth1'35.2134.37420Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'35.3854.54621Charles PicMarussia/Cosworth1'35.4294.5922Vitaly PetrovCaterham/Renault1'35.4324.59323M.SchumacherMercedes1'32.4691.6324N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'36.7345.895 Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel mun ræsa japanska kappaksturinn á morgun á ráspól á undan liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel hafði ótrúlega yfirburði í tímatökunum og ók 0,2 sekúntum hraðar en liðsfélagi sinn og 0,4 sekúntum hraðar en Jenson Button. Button stýrði McLaren-bíl sínum um Suzuka-brautina og setti þriðja besta tíma í síðustu lotunni. Hann fær fimm sæta refsingu á ráslínu því hann skipti um gírkassa á milli móta. Hann ræsir því áttundi. Heimamaðurinn Kamui Kobayashi á Sauber ræsir þriðji. Hann náði fjórða besta tíma. Romain Grosjean á Lotus ræsir fjórði og liðsfélagi Kobayashi, Serigo Perez fimmti. Fernando Alonso ók eina Ferrari-bílnum sem komst í síðustu lotuna og náði sjöunda besta tíma og ræsir sjötti á undan Kimi Raikkönen á Lotus. Kimi gæti hafa eyðilagt fyrir fleirum en sjálfum sér þegar hann snéri bíl sínum út af brautinni þegar allir tíu ökumennirnir í síðustu lotunni óku síðasta tímatökuhring sinn. Gulum flöggum var veifað sem eyðilagði tímatökuhringi nokkurra ökuþóra, meðal annars Lewis Hamilton. Það er vafamál hvort bestu hringtímar Buttons og Kobayashi hafi verið settir undir gulum flöggum. Reglurnar segja að ekki megi bæta tíma sinn á þeim svæðum þar sem gulum flöggum er veifað. Hamilton mun ræsa McLaren-bíl sinn úr níunda sæti á ráslínu. Tímatakan verður að teljast nokkur vonbrigði fyrir McLaren-liðið þar sem þeir eru taldir hafa, að minnsta kosti, annan besta bílinn í Formúlu 1. Nico Hulkenberg var tíundi maður í síðustu lotu tímatökunnar en hann setti ekki hringtíma og fær fimm sæta refsingu eins og Button. Hulkenberg ræsir því fimmtándi. Michael Schumacher ræsir næst síðastur í Mercedes-bíl sínum. Hann hlaut tíu sæta refsingu fyrir að aka aftan á Jean-Eric Vergne í Singapúr fyrir tveimur vikum. Síðasti kappakstur meistarans í Japan verður því áhugaverður, sérstaklega því Schumi var fljótari en liðsfélagi sinn í tímatökunum. Rásröðin í japanska kappakstrinum á morgunButton fær fimm sæta refsingu eftir að hafa skipt um gírkassa milli móta.nordicphotos/afpNRÖkumaðurLið / vélTímiBil1Sebastian VettelRed Bull/Renault1'30.839-2Mark WebberRed Bull/Renault1'31.0900.2513Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'31.7000.8614Romain GrosjeanLotus/Renault1'31.8981.0595Sergio PérezSauber/Ferrari1'32.0221.1836Fernando AlonsoFerrari1'32.1141.2757Kimi RäikkönenLotus/Renault1'32.2081.3698Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'31.2900.4519Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'32.3271.48810Felipe MassaFerrari1'32.2931.45411Paul Di RestaForce India/Mercedes1'32.3271.48812Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'32.5121.67313Nico RosbergMercedes1'32.6251.78614Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'32.9542.11515Nico HülkenbergForce India/Mercedes--16Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'33.3682.52917Bruno SennaWilliams/Renault1'33.4052.56618H.KovalainenCaterham/Renault1'34.6573.81819Timo GlockMarussia/Cosworth1'35.2134.37420Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'35.3854.54621Charles PicMarussia/Cosworth1'35.4294.5922Vitaly PetrovCaterham/Renault1'35.4324.59323M.SchumacherMercedes1'32.4691.6324N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'36.7345.895
Formúla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira